25. desember 2019

Tímarit fullt af fróðleik og skemmtun: Fjarðaálsfréttir 2019 eru komnar út

Fjarðaálsfréttir 2019 eru komnar út en þær hafa komið út á hverju hausti síðan árið 2008. Í þeim er að finna skemmtileg viðtöl, áhugavert efni um áliðnaðinn, fréttir af framleiðslu Fjarðaáls og margt fleira. Blaðinu verður dreift ókeypis milli jóla og nýárs til allra heimila á Mið-Austurlandi, allt frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Á forsíðu tímaritsins í ár eru þau Elísabet Sveinsdóttir og sonur hennar Arnar Goði sem bæði gengu í gegnum miklar raunir á árinu en láta hvorugt bilbug á sér finna.

Meginþema þessa 12. tölublaðs eru umhverfismál en auk þeirra eru mörg viðfangsefni sem  varpa ljósi á þann fjölbreytta hóp sem starfar hjá Alcoa Fjarðaáli. Rætt er við starfsfólk í ólíkum störfum um vinnuna sem persónuleg málefni og áhugamál. Blaðið ber einnig keim af því að koma út um jólin.

Lesendur fá að kynnast nýjum forstjóra Fjarðaáls en hann kemur frá Noregi og deilir sýn sinni á að koma nýr inn í fyrirtækið og samfélagið hér á landi. Einnig er rætt við nýjasta meðliminn í framkvæmdastjórn Fjarðaáls sem jafnframt er sá yngsti sem þar hefur tekið sæti. Saga hans mun eflaust veita einhverjum innblástur en hann var afskrifaður í grunnskóla sem tossi en hefur heldur betur komist langt í lífinu þrátt fyrir erfiða byrjun á skólagöngu sinni.

Eitt af því sem finna má í blaðinu eru spurningar augnabliksins þar sem Fjarðaálsfréttir spurðu fólk á förnum vegi meðal annars út í áramótaheit og hvort það hygðist strengja slíkt. Í leiðara fjallar Dagmar Ýr Stefánsdóttir, ritstjóri um sín áramótaheit en um síðustu áramót sagði hún neysluóhófi stríð á hendur.

„Af þessum sökum ákvað ég að strengja það áramótaheit í upphafi ársins 2019 að gerast ábyrgari neytandi og kaupa engan óþarfa allt árið, fara sem sagt í kaupbann á öðru en nauðsynjavöru eins og mat og fötum handa börnunum mínum. En fyrir mig sjálfa ætlaði ég ekki að kaupa neitt nema endurnýja það sem kláraðist líkt og snyrtivörur sem ég nota dagsdaglega. Það sem ég setti á bannlistann voru föt, skór, bækur, skrautmunir fyrir heimilið og nýjar snyrtivörur.“

Til þess að sjá hvernig þetta gekk hjá Dagmar Ýr, lesa öll viðtölin og skoða myndirnar, smelltu hér fyrir neðan. Blaðið er í .pdf-formi og það er 7,9 Mb.

Þar fyrir neðan má sjá efni fyrri tölublaða og skoða þau eða hlaða þeim niður.

2019_forsida_fjardaalsfrettir

Fjarðaálsfréttir 2019

Download Fjardaalsfrettir_2019_net

04 Leiðari – Ár áskorana
06 Tekst á við lífsins ólgusjó með bros á vör
12 Áhugamálið
17 Bókaormur Fjarðaáls
18 „Jólin snúast um frið og ró og að njóta samveru með öðrum“
24 Jólaskemmtun Sóma
26 „Það verður líklega ekkert úr þessum dreng!“
32 Allt í sóma hjá Sóma
34 Hreinsun strandlengju Fjarðabyggðar
36 Ótrúlegur listamaður í steypuskálanum
39 Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá
40 Vel heppnuð ráðstefna um jafnréttismál á vinnustöðum
42 Allt nýtt sem hægt er að nýta
44 Styrkúthlutun 2019 hjá Alcoa Fjarðaáli
48 Stærsti hópurinn útskrifaður
50 Háspennukefli verða að stofuborðum
52 „Action“ sjálfboðaverkefni
54 Verkar mörg hundruð ára gamlan hákarl fyrir þorrablót
57 Styrkur til vísindasamfélagsins
58 Álræn nytjalist

 

image from alcoa.typepad.com

Fjarðaálsfréttir 2018

Download Fjardaalsfrettir_2018_NET

Efnisyfirlit:

04 Ávarp forstjóra

05 Ný umhverfisvæn tækni í álframleiðslu

07 „Það kostar að vera töffari“

10 Hversu vel þekkjast þau?

12 Óvenjuleg áhugamál

17 Bókaormur Fjarðaáls

19 Aldrei fundið fyrir fordómum á Reyðarfirði

22 Árleg jólaskemmtun

25 Ný virkjun í eyðifirði

28 Stuðningur við menntun starfsmanna hjálpar fyrirtækinu að vaxa

32 Verðum að gera okkar allra besta til að minnka sóun og auka sjálfbærni

34 Elsti gesturinn sem hefur sótt álverið heim

35 Nýir raflausnarbílar auka öryggi og framleiðni

36 Rúmar 27 milljónir veittar í styrkúthlutun Fjarðaáls 2018

40 Hundraðasti neminn útskrifast frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls

42 Sendiráð Póllands setti upp afgreiðslu í álverinu

43 Vísar Jaguar I-Pace veginn?

 

 

image from alcoa.typepad.com

Fjarðaálsfréttir 2017

Efnisyfirlit:

04 Afmælisleiðari

05 Bætti framleiðsluferli með lokaverkefni sínu

07 Hönnunarsýning í Fjarðaáli

08 Álið gerði hann að Odee

10 Afmælisfögnuður hjá Fjarðaáli

11 Tæpur helmingur sumarstarfsmanna hjá Alcoa Fjarðaáli eru konur

12 „Ert þú hafmeyja?“

14 Fjarðaálsfjölskyldan stækkar og stækkar

20 Alcoa Fjarðaál vottað samkvæmt jafnlaunastaðli

22 Skautsmiðjan meira heillandi en trillulífið

26 Saga Fjarðaáls í máli og myndum

34 Heillaður af lífsviðmóti Ástrala

36 Líður stundum eins og landkönnuði

38 Smári Geirsson segir söguna að baki tilkomu Alcoa Fjarðaáls

42 Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins

44 Kristján sænski kom heim til Íslands

47 Bílasýning á 10 ára afmælishátíð Fjarðaáls

 

Fjardaalsfrettir_forsida_200px

Fjarðaálsfréttir 2016

Download Fjardaalsfrettir_2016_lr.

Efnisyfirlit:

04 Starfsemi Alcoa Fjarðaáls 2015

05 Ávarp forstjóra

06 Styttri vaktir – aukin ánægja

08 Útskrift stóriðjuskóla Fjarðaáls

10 Alcoa styrkir uppbyggingu náms í efnis– og málmfræði

11 Skautsmiðjan, fjölskyldan, rúgbrauðin og Trabbinn

14 Fjarðaál er leiðandi vinnustaður í heilsuvernd

16 Heilsueflingarnefnd heldur Fjarðaálfum á hreyfingu

18 Ber er hver að baki nema sér bróður eigi

24 „Þið getið verið mjög stolt af Fjarðaáli“ 42 Úrval innlendra neytendavara og margs konar

Búnaðar fyrir atvinnuvegina úr íslensku áli

26 Alsjálfvirk efnagreining álbráðar í rauntíma eykur framlegð og gæðastýringu í framleiðslunni

28 Skapandi ljósmyndun og Star Wars safn á Fáskrúðsfirði

32 Næstum 300 sjálfboðaliðar öfluðu 6,5 milljónum til félagasamtaka með 21 Action hópverkefni

34 Dúx Menntaskólans á Egilsstöðum hlaut námsstyrk frá samfélagssjóði Alcoa

35 Alcoa kynnir Sustana álvörur

36 Hátíðarkaffi Alcoa Fjarðaáls 19. júní

38 Alcoa Corporation

39 Hvað viltu vita um íslenskan áliðnað?

40 Umhverfismál í öndvegi hjá öllum starfsmönnum Alcoa

44 Frá fæðingu til fermingar

46 Ómissandi jólatrésskemmtanir í álverinu

48 Jólatré sótt í íslenskan skóg

49 Anna kom með jólin á aðalverkstæðinu

50 Dagur leikskólans í álverinu

52 Góðhjartaðir blóðgjafar á heilsugæslu Fjarðaáls

53 Tæplega 120 þúsund tré gróðursett á vegum Alcoa frá stofnun Fjarðaáls

54 Vítamínsprauta frá Spretti styrktarsjóði fyrir íþróttir á Austurlandi

55 Alcoa á sjálfbærnilista Dow Jones fimmtánda árið í röð

 

image from alcoa.typepad.com

 

Fjarðaálsfréttir 2015 

Download Fjardaalsfrettir_2015_lr

Efnisyfirlit:

4 Starfsemi Alcoa Fjarðaáls 2014    

5 Ávarp forstjóra    

6 Idolstjarnan í álverinu

9 Álið frá Fjarðaáli snýr aftur heim til Íslands    

10 Mikilvægum verkefnum hefur verið hrint í framkvæmd    

12 Konan á bak við tjöldin    

14 Konur í álveri – ljósmyndasýning   

20 Mikilvægt að leita sér ráða í byrjun   

22 Helgi Laxdal vinnur að því að bæta samfélagið

24 Svipmyndir frá árinu    

26 Karlar berjast fyrir jöfnum rétti    

28 Tóku jógakennarann í Tælandi    

29 Mæðgurnar Þórey og Hrafnhildur

31 Velferðarþjónustan hjá Fjarðaáli    

32 Heppin ungmenni fengu dvöl í bandarískum þjóðgarði    

34 Reykjavíkurmærin sem flutti á Norðfjörð

36 Gífurleg tækifæri fyrir skapandi greinar á Austurlandi    

38 Styrkúthlutun    

40 Hvergerðingur heldur uppi árlegu stuði á Norðfirði

41 Rauan Meirbekova – áhrif snefilefna við rafgreiningu áls    

42 Gætum lagt miklu meira að mörkum

44 Tveir starfsmenn fara í Earthwatch-leiðangur     

46 Álnotkun í byggingariðnaði

 

image from alcoa.typepad.com

 

Fjarðaálsfréttir 2014 

Download Fjardaalsfrettir_2014_lr

Efnisyfirlit:

3 Ávarp forstjóra Fjarðaáls   

4 Starfsemi Fjarðaáls 2013    

5 Vel hægt að vinna á vöktum

6 Í námi jafnhliða starfi   

7 Pólskt bókasafn lítur dagsins ljós    

8 Enn gríðarleg sóknarfæri til staðar

10 Stuðningur fyrir krabbameinssjúka    

11 Reynsla sem ég mun aldrei gleyma    

12 Styrkúthlutanir Alcoa Fjarðaáls

13 Dægurlagadraumar í Mjóafirði    

14 Fjarðaál - í lífi og starfi árið 2014    

16 Flúor ekki í því magni að geta skaðað

17 Í Action    

18 Álklasinn    

19 Vörur sem skila meiru í þjóðarbúið    

20 Oddur álbóndi gerir garðinn frægan

22 Jafnrétti mun aukast    

23 Spriklandi lax og bleikja í Jökulsá á Dal    

24 Alls staðar yndislegt fólk

26 Gunnarshús á Skriðuklaustri 75 ára    

27 Fróðleiksmolar - sífellt meira ál í bílum

 

image from alcoa.typepad.com

 

Fjarðaálsfréttir 2013 

Download Fjardaalsfrettir_2013_lr

Efnisyfirlit:

3 Ávarp forstjóra Fjarðaáls

4 Starfsemi Fjarðáls 2012

5 Áfanga náð í bættum umhverfismálum

6 Mikilvægt að styrkja dreifikerfi rafmagns

8 Raforkunotkun

9 Langar að stuðla að sátt um áliðnaðinn

10 Svipmyndir

12 Ævintýri á víravélinni

14 Hálslón – vatnsborð ekki lægra áður

15 Kalt vor réð miklu um síðbúnar vorleysingar

16 Betri tekjumöguleikar í hefðbundnum karlastörfum

18 Listamaður í liðinu

19 Met í melmi

20 Leiklistarbakterían blundar enn

22 Flokkunarstöðvar aukaafurða álversins vekja athygli

23 Fróðleiksmolar Hilmars

 

image from alcoa.typepad.com

 

Fjarðaálsfréttir 2012 

Download Fjardaalsfrettir_2012_lr

Efnisyfirlit:

3 Farsæl starfsemi í fimm ár

4 Ýmsir áfangar - myndir

5 Upprifjun ráðherra

6 Forréttindi að fá að byggja frá grunni

7 Ýmsir áfangar

8 Íbúarnir öðluðust trú á svæðið

9 Hér er pláss fyrir alla

10 Ýmsir áfangar

12 Ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið fljótt

13 Sækir vinnu um langan veg

14 Í ferðaþjónustu og þvotti

15 Þetta var ótrúlegur tími og skemmtilegur

16 Enn ótal tækifæri til staðar

17 Tökum virkan þátt í samfélaginu

18 Fleiri atvinnutækifæri fyrir konur

19 Styrkur og uppbygging

19 Þetta álver er bara snilld

20 Sitt lítið af hverju

22 Gjörbreytti atvinnustiginu á svæðinu

23 Önnur stærsta höfn landsins

24 Hamingjuóskir þingmanna

26 Að vera eða fara – það var spurningin

27 Þakklátir fyrir aukatímann

28 Þrjú öflug atvinnufyrirtæki

30 Umhverfis Fjarðaál á fimm árum

 

image from alcoa.typepad.com

 

Fjarðaálsfréttir 2011 

Download Fjardaalsfrettir_2011_lr

Efnisyfirlit:

3 Nýsköpun alls staðar

4 Staðreyndir um Alcoa Fjarðaál

5 Nýja kersmiðjan

6 Ferðasjúkur iðnaðarverkfræðingur

7 Rafknúinn bílafloti

8 Sorp og endurvinnsla

9 Bilanagreining

10 Brammer

11 Mikil hagræðing

11 Kranahermir Fjarðaáls

12 Vinir Vatnajökuls

13 „Þungmálmur“ í álverinu

14 Fjölskyldan ánægð fyrir austan

15 Melmisstangir

16 Gamla kaupfélagið öðlast nýtt líf

18 Samfélagsstyrkir

18 Félagsmiðstöðvar

19 Kjarneðlisfræði31 Fróðleikur um álið

 

image from alcoa.typepad.com

 

Fjarðaálsfréttir 2010 

Download Fjardaalsfrettir_2010_lr

Efnisyfirlit:

4 Alcoa Fjarðaál við Reyðarfjörð

5 Vatnajökulsþjóðgarður

6 Valkyrjurnar í álverinu

8 Sjálfbærniverkefni Landsvirkjunar og Alcoa

10 Svipmyndir

12 Álvíraframleiðsla

13 Ný og krefjandi verkefni

14 Á ferð og flugi alla tíð

15 Norðursprotar skjóta rótum

16 Sómastaðir endurbyggðir

17 Hugmyndir um kapalverksmiðju

17 Álheimar taka til starfa

18 Framlag til hjálparstarfs kirkjunnar

18 Kersmiðja skapar tugi nýrra starfa

19 Fróðleiksmolar Hilmars

 

image from alcoa.typepad.com

 

Fjarðaálsfréttir 2009 

Efnisyfirlit:

 

image from alcoa.typepad.com

 

Fjarðaálsfréttir 2008 

Download Fjardaalsfrettir_2008_lr

Efnisyfirlit:

3 Góðir Austfirðingar

4 Skemmtilegt, lærdómsríkt og spennandi

5 Fylgst með samfélagsbreytingum

6 Næsti nágranni álversins

6 Sjötíu störf hjá Eimskip

7 Menntaður bóndi í skautsmiðjunni

8 Hátíð í bæ!

9 Alcoa í fararbroddi

10 Allir njóta góðs af uppbyggingunni

10 Ört vaxandi fyrirtæki

11 „Til sölu ruggustóll og einnig fjögur málverk eftir Tryggva Ólafsson“

12 Sameinast fyrir Fjarðaál

12 80 milljónir í styrki

13 Nýttu tækifærið til að snúa aftur heim

14 Uppbygging fræðasamfélags

15 Álið er alls staðar

15 Saga Alcoa