Virkt eftirlit
Við hönnun álvers Alcoa Fjarðaáls var nýjasta tækni notuð til að draga úr mengun og vernda andrúmsloft, vatn og jarðveg. Fyrirtækið stendur einnig fyrir umfangsmiklu vöktunarferli til að meta og vernda heilsu manna og náttúrulegar auðlindir í Fjarðabyggð. Þetta ferli hófst áður en framkvæmdir við álverið fóru í gang, til að afla viðmiðunargilda fyrir áframhaldandi rannsóknir.
Nánast allt láglendi í Reyðarfirði er vaktað. Vöktunin felur meðal annars í sér söfnun lofts-,vatns-, og lífsýna til að greina möguleg áhrif álversins á umhverfið. Meðal þeirra umhverfisþátta sem eru vandlega vaktaðir má nefna: efnainnihald vatns, tegundasamsetningu í plöntusamfélögum, botnlíf í sjó, loftgæði, sníkjudýr í gróðri og flúoríð innihald mosa, fléttna og háplantna.
Færir innlendir og erlendir vistfræðinga, meðal annars við Náttúrustofu Austurlands sjá um umhverfisvöktunina við álver Fjarðaáls. Vöktun á umhverfisþáttum er einnig mikilvægur liður í sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar.
Stefnuyfirlýsing Fjarðaáls
Öll starfsemi Alcoa Fjarðaáls byggir á gildum Alcoa og stefnum sem eru skráðar og undirritaðar af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Hér er hægt að stefnuyfirlýsingu Alcoa Fjarðaáls (síðast uppfært í október 2019).
Hvað er flúor og hvaða áhrif hefur hann á fólk?
Alan Davison, prófessor við háskólann í Newcastle, var einn helsti sérfræðingur heims í flúormálum og eftir hann liggja ótal greinar og bækur um flúor. Árið 2014 útbjó hann grein fyrir Fjarðaál til þess að upplýsa almenning um áhrif flúors.
GRÆNT BÓKHALD
Hér fyrir neðan er að finna grænt bókhald Alcoa Fjarðaáls allt aftur til ársins 2007 þegar álverið var enn í byggingu, ásamt umhverfisvöktunarskýrslu og viðaukum með henni (frá 2010-2016). Árið 2017 varð sú breyting að grænu bókhaldi er ekki skilað einu og sér, heldur er það hluti af samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls. Ástæðan fyrir því er sú að fyrirtækið vill auka gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi fyrirtækisins og áhrif hennar á umhverfi, samfélag og efnahag. Smellið á mynd af forsíðu hverrar skýrslu til að skoða eða hlaða niður skýrslunni.
Til þess að skoða skjöl í PDF-formi þarf Adobe Acrobat Reader, sem er hægt að sækja endurgjaldslaust á síðu Adobe.