Yfirlit
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hóf rekstur árið 2007. Fjarðaál er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi og er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álverið er það stærsta á Íslandi en framleiðslugeta þess er allt að 360 þúsund tonn af áli á ári. Meiri upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er að finna í Samfélagsskýrslunni okkar (sjá tengil hér fyrir neðan).