• 15. júní 2022

  Gleðigangbrautir hjá Alcoa Fjarðaáli

  Nýlega voru tvær gangbrautir á álverslóð Alcoa Fjarðaáls málaðar í regnbogalitunum til að minna okkur á mikilvægi fjölbreytileikans. Innan Alcoa á alþjóðavísu eru starfandi samtök sem leggja áherslu á baráttumál minnihlutahópa, t.d. EAGLE (LGBT+ samfélagið), AWARE (samtök um fjölbreytileika og meðtalningu) og AWN (samtök kvenna um aukið jafnrétti). Alcoa heldur...

  meira
 • 14. júní 2022

  Konur boðnar velkomnar í kvennakaffi hjá Fjarðaáli á kvenréttindadaginn 19. júní

  Til hamingju, kæru konur! Ykkar kraftur er okkar hvatning Markmið Alcoa Fjarðaáls hefur alla tíð verið að byggja upp vinnustað þar sem jafnrétti er í forgrunni. Við erum hæstánægð að geta loks endurvakið kvennakaffið sem hefur verið fastur liður hjá Alcoa Fjarðaáli frá því að fyrirtækið hóf starfsemi. Við bjóðum...

  meira
 • 13. júní 2022

  Framúrskarandi árangur á sveinsprófi

  Atli Berg Kárason vélvirki vann til verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi fyrr á þessu ári. Atli er búinn að starfa hjá Alcoa Fjarðaáli síðan í maí 2018, fyrst sem nemi í vélvirkjun en starfar nú sem iðnaðarmaður á miðlægu viðhaldsvaktinni. Um námsferil sinn segir Atli: „Ég útskrifaðist úr vélvirkjun...

  meira
 • 06. júní 2022

  Laus staða - fræðslustjóri Alcoa Fjarðaáls - umsóknarfrestur til og með 20. júní

  Alcoa Fjarðaál leitar að sérfræðingi á sviði fræðslumála í starf fræðslustjóra fyrirtækisins. Þjálfun og fræðsla eru mjög stór þáttur í starfsemi álversins. Fræðslustjóri er í mannauðsteymi Alcoa Fjarðaáls og ber ábyrgð á skipulagi, stjórnun og þróun fræðslumála. Verkefni og ábyrgð - Greina þörf fyrir þjálfun og fræðslu - Styðja stjórnendur...

  meira
 • 24. maí 2022

  Alcoa Fjarðaál fagnar alþjóðlegum degi gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki

  Ein helstu áherslumál Alcoa á síðastliðnum árum varða fjölbreytileika og meðtalningu. Fjölbreytileiki nær yfir svo margt en þegar fyrirtæki fagnar fjölbreytileika þýðir það að fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að ráða og hylla starfsfólk sem stendur fyrir litríkri flóru fólks af mismunandi uppruna, menningu, kynhneigð og kyntjáningu. Við eigum öll...

  meira
 • 18. maí 2022

  Forsætisráðherra heimsótti Alcoa Fjarðaál

  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var meðal gesta hjá Alcoa Fjarðaáli í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Þetta var í fyrsta skipti sem Katrín heimsótti álverið og vonandi nær hún að stoppa lengur næst og fara þá í skoðunarferð um verksmiðjuna. Með Katrínu í för voru tveir þingmenn VG og tveir fulltrúar sem voru að...

  meira
 • 18. maí 2022

  Ársfundur sjálfbærniverkefnis 2022: Húsnæðismál á Austurlandi

  Í lok apríl var haldinn ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar 2022 í Valaskjálf, Egilsstöðum. Þema fundarins var „Húsnæðismál á Austurlandi.“ Fundarstjóri á fundinum var Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar. Einar Már Sigurðarson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, flutti upphafsávarp og setti fundinn. Síðan tóku við erindi þar sem fjallað...

  meira
 • 18. maí 2022

  Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls fyrir árið 2021 er komin út

  Alcoa Fjarðaál sf. gefur nú út samfélagsskýrslu í sjötta sinn og fylgir alþjóðlegum GRI (Global Reporting Initiative Standards) staðli um samfélagsábyrgð fimmta árið í röð. Grænt bókhald fyrirtækisins er hluti af skýrslunni líkt og í fyrri skýrslum. Með árlegri útgáfu á samfélagsskýrslu er fyrirtækið að auka gegnsæi í starfsemi þess...

  meira
 • 17. maí 2022

  Stjórn SI á ferð um Austurland

  Stjórn Samtaka iðnaðarins heimsótti Austurland dagana 9. og 10. maí og kom víða við á vinnustöðum hér eystra. Þau gáfu sér góðan tíma í heimsókn hjá Alcoa Fjarðaáli mánudaginn 9. maí, byrjuðu á því að hlusta á kynningu frá forstjóra fyrirtækisins um það sem efst er á baugi áður en...

  meira
 • 11. maí 2022

  Konur í verk- og tæknifræði hjá Fjarðaáli

  Í gegnum tíðina hefur talsvert hallað á konur þegar kemur að störfum í verk- og tæknifræðitengdum greinum. Hjá Fjarðaáli starfa flottar fyrirmyndir kvenna í þessum geira og við fengum nokkrar þeirra í stutt spjall. Við hvetjum ungar konur sem eru að velta fyrir sér náms- og starfsvali að kynna sér...

  meira

Eldri fréttir


2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016