• 25. desember 2019

  Tímarit fullt af fróðleik og skemmtun: Fjarðaálsfréttir 2019 eru komnar út

  Fjarðaálsfréttir 2019 eru komnar út en þær hafa komið út á hverju hausti síðan árið 2008. Í þeim er að finna skemmtileg viðtöl, áhugavert efni um áliðnaðinn, fréttir af framleiðslu Fjarðaáls og margt fleira. Blaðinu verður dreift ókeypis milli jóla og nýárs til allra heimila á Mið-Austurlandi, allt frá Djúpavogi...

  meira
 • 23. desember 2019

  Starfsmenn Landsnets fá hrós frá Alcoa Fjarðaáli

  Stjórnendur Alcoa Fjarðaáls vilja koma á framfæri þökkum til starfsmanna Landsnets fyrir fumlaus vinnubrögð við að koma Fljótsdalslínu 4 með öruggum og skjótum hætti í gagnið og tryggja þannig afhendingaröryggi á raforku til álversins við Reyðarfjörð. Landsnet einhenti sér í verkefnið við erfiðar aðstæður og tryggði mannskap, tæki og verktaka...

  meira
 • 06. desember 2019

  Vilmundur Guðnason hlýtur heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright

  Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, hlýtur heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright í ár fyrir brautryðjendastarf í að samtvinna rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum og erfðum þeirra. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Vilmundi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu fyrr í dag. Verðlaunin eru...

  meira
 • 29. nóvember 2019

  Styrkúthlutun hjá Fjarðaáli – samtals úthlutað 21 milljón

  Alcoa Fjarðaál úthlutaði samfélagsstyrkjum til nærsamfélagsins að upphæð 17,7 milljónir króna í gær, þann 28. nóvember 2019. Við sama tilefni var úthlutað styrkjum frá íþróttasjóðnum Spretti að upphæð 3,5 milljónir króna en ÚÍA heldur utan um sjóðinn sem Alcoa fjármagnar. Úthlutunin fór fram í Egilsbúð í Neskaupstað og heppnaðist vel....

  meira
 • 08. nóvember 2019

  Fréttatilkynning frá Alcoa Fjarðaáli, Landsvirkjun og Landsbankanum: Jafnréttismál á vinnustöðum

  Ráðstefna um jafnréttismál á vinnustöðum var vel sótt á Egilsstöðum föstudaginn 8. nóvember. Þar ræddu þrjú stórfyrirtæki sem öll hafa sett jafnréttismál á oddinn um árabil hvers vegna áhersla á jafnréttismál væru vinnustöðum og atvinnulífinu mikilvægt. Þá var einnig rætt um ávinning af jafnlaunavottunum og Jafnréttisvísi Capacent. Hvar eru þær?...

  meira
 • 21. október 2019

  Jafnréttismál á vinnustöðum: Ráðstefna um jafnréttismál í Valaskjálf á Egilsstöðum föstudaginn 8. nóvember

  Hvers vegna eru jafnréttismál mikilvæg í fyrirtækjarekstri? Þrjú stórfyrirtæki sem öll hafa sett jafnréttismál á oddinn um árabil munu ræða jafnréttismál á ráðstefnu á Egilsstöðum þann 8. nóvember nk. Einnig verða innlegg um jafnlaunavottun og jafnréttisvísa Capacent á fundum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að auka veg jafnréttismála...

  meira
 • 25. september 2019

  Alcoa Fjarðaál styrkir endurbyggingu gangnamannakofa á Laugavöllum

  Einn af þeim styrkjum sem veittir voru í vorúthlutun Fjarðaáls 2019 rann til Ferðafélags Fljótsdalshéraðs til þess að hefja endurbætur á gamla gangnamannakofanum í Laugavalladal norðan Kárahnjúka. Ferðafélagið sótti um styrkinn í samstarfi við landeigendur. Í Laugavalladal er að finna rústir nokkurra býla. Sá bær sem síðast var búinn hét...

  meira
 • 04. september 2019

  Tor Arne verður forstjóri Fjarðaáls

  Norðmaðurinn Tor Arne Berg mun taka við stöðu forstjóra Alcoa Fjarðaáls þann 30. september nk. en þangað til mun Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, sinna starfi forstjóra. Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011 og unnið fjölbreytt störf fyrir fyrirtækið. Meðal annars hefur hann verið framkvæmdastjóri steypuskála hjá álveri...

  meira
 • 03. september 2019

  Fjarðaál auglýsir eftir sérfræðingi í launavinnslu

  Við leitum að sérfræðingi í launavinnslu Alcoa Fjarðaáls og hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Hægt er að sækja um starfið með því að smella HÉR. Umsóknarfrestur er til og með 13. september.

  meira
 • 31. ágúst 2019

  Fjarðaál er leiðandi fyrirtæki í notkun Microsoft Teams

  Í fyrirtæki eins og Fjarðaáli, sem er rekið allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar, úti á landi, er að mörgu að huga. Hvernig er best að manna vaktir? Hvernig fylgist maður með vinnuáætlun og biður um frí? Hvaða samskiptaleið er best til að hafa samband við yfirmann, mannauðsteymi og aðra starfsmenn...

  meira
 • 28. ágúst 2019

  Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki

  Tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti afhendir Alcoa Fjarðaál styrki til ýmiss konar samfélagsverkefna á Austurlandi. Umsóknarfrestur um styrk í haustúthlutun rennur út þann 10. september nk. Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að framgangi...

  meira
 • 21. ágúst 2019

  Framkvæmdir hafnar við byggingu rannsókna- og þróunarmiðstöðvar ELYSIS í Saguenay í Kanada

  ELYSIS tilkynnti í síðustu viku að byggingaframkvæmdir vegna rannsókna- og þróunarmiðstöðvar fyrirtækisins í Saguenay í Québec í Kanada séu hafnar. Þar munu sérfræðingar vinna að rannsóknum á tímamótatækni sem mun væntanlega útrýma allri beinni losun gróðurhúsalofttegunda frá álframleiðslu. Fulltrúar stjórnvalda í Québec og Kanada ásamt forsvarsmönnum ELYSIS, Alcoa og Rio...

  meira
 • 16. ágúst 2019

  Útskriftarverkefni í Stóriðjuskóla Fjarðaáls: Rofar í stað lykla í lyfturum

  Alcoa Fjarðaál býður starfsmönnum sem uppfylla vissar kröfur að stunda nám við Stóriðjuskóla Fjarðaáls en námið skiptist í grunnnám og framhaldsnám. Samtals hafa 125 starfsmenn lokið grunnnámi síðan skólinn tók til starfa haustið 2011. Við útskriftarathöfnina í maí sl. kynntu útskriftarnemar verkefni sín sem eru hvert öðru áhugaverðara. Stjórnendur Fjarðaáls...

  meira
 • 30. júlí 2019

  Magnús Þór lætur af störfum hjá Fjarðaáli

  Magnús Þór Ásmundsson hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Alcoa Fjarðaáli. Hann hefur starfað hjá Fjarðaáli frá árinu 2009, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, síðan sem forstjóri móðurfélagsins Alcoa á Íslandi frá 2012 og jafnframt sem forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði frá 2014. Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, tekur tímabundið...

  meira
 • 18. júlí 2019

  Alcoa Corporation tilkynnir afkomu 2. ársfjórðungs 2019: Aðgerðir á álframleiðslusviði styrkja fyrirtækið enn frekar

  Alcoa Corporation, móðurfyrirtæki Fjarðaáls, tilkynnti í gær niðurstöður 2. ársfjórðungs 2019 sem fela meðal annars í sér ýmsar aðgerðir til þess að efla álframleiðslusvið fyrirtækisins. Frá og með 1. janúar sl. breytti fyrirtækið um reikningsskilaaðferð úr því að meta vissar birgðir sem síðast inn - fyrst út (LIFO) yfir í...

  meira
 • 12. júlí 2019

  Alcoa fagnar ákvörðun Unesco um að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá

  Þann 5. júlí var sú ákvörðun tekin á heims­minjaráðstefnu Unesco í Bakú í Aser­baíd­sj­an að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Alcoa fagnar þessari niðurstöðu enda hefur fyrirtækið lengi borið hagsmuni þjóðgarðsins fyrir brjósti. Viljayfirlýsing 2002 Árið 2002, þegar Alcoa var að stíga sín fyrstu skref á Íslandi var undirrituð viljayfirlýsing um...

  meira
 • 04. júlí 2019

  Alcoa Foundation veitir styrk upp á tæpar 4 milljónir króna til hreinsunar strandlengju Fjarðabyggðar

  Fimmtudaginn 27. júní unnu starfsmenn Alcoa Fjarðaáls ásamt fleirum að „Action“ sjálfboðaliðaverkefni í samvinnu við Björgunarsveitina Ársól og sveitarfélagið Fjarðabyggð en verkefnið fólst í fjöruhreinsun. Að því loknu veitti Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli formlega styrk til sveitarfélagsins sem varið verður til verkefnisins „Hreinsun strandlengju...

  meira
 • 02. júlí 2019

  Konur geta öðlast jafnrétti í „karllægu“ umhverfi með því að vera þær sjálfar

  Það ríkti samhugur og gleði hjá konunum í matsal álvers Alcoa Fjarðaáls þann 19. júní en þangað voru þær komnar til þess að fagna afmæli kosningaréttar kvenna. Boðið var upp á góðar veitingar, áhugaverð erindi og ýmis skemmtiatriði. Fjarðaál hefur boðið konum heim þennan dag frá því álverið hóf starfsemi...

  meira
 • 24. júní 2019

  Action-verkefni fyrir Hestamannafélagið Blæ

  Sjálfboðaliðastarfið hjá Alcoa gengur vel í ár og starfsmenn hafa þegar lagt sitt af mörkum til þriggja verkefna eins og lesendum Austurgluggans er eflaust kunnugt. Fjórða verkefnið, sem var fyrir Hestamannafélagið Blæ í Neskaupstað, var á dagskrá þann 4. júní en þurfti að fresta um viku vegna veðurs. Ábyrgðarmaður verkefnisins...

  meira
 • 20. júní 2019

  Viljayfirlýsing um kolefnishreinsun

  Í gær var und­ir­rituð í Ráðherra­bú­staðnum vilja­yf­ir­lýs­ing um kol­efn­is­hreins­un- og bind­ingu. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og for­stjór­ar og full­trú­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur, Elkem, Fjarðaáls, Rio Tinto á Íslandi og Norðuráls und­ir­rituðu vilja­yf­ir­lýs­ing­una....

  meira
 • 18. júní 2019

  Litla barnið þeirra er orðið fullorðið - heimsókn frá Pittsburgh

  Alcoa Fjarðaál tekur oft á móti hópum fólks sem heimsækir álverið, t.d. leikskólabörnum, háskólanemum, sveitarstjórnarfólki og ýmsum samtökum. Í síðustu viku kom hópur sem skar sig töluvert úr en það voru starfsmenn höfuðstöðva Alcoa í Pittsburgh í Bandaríkjunum sem komnir eru á eftirlaun. Einstaklega var tekið vel á móti þeim...

  meira
 • 12. júní 2019

  Fjarðaál býður konum heim

  Venju samkvæmt býður Fjarðaál konum heim þann 19. júní til að fagna kvenréttindadeginum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem hefst kl. 16:30. Dagskrá: Veislustjórar: Vandræðaskáldin Opnunarávarp frá Rosu García Pinero yfirmanni sjálfbærnimála hjá Alcoa á heimsvísu. Ávarp: Andrea Hjálmsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri: „Langhlaup án marklínu." Hversu hratt...

  meira
 • 16. maí 2019

  Innlendur kostnaður álvera 86 milljarðar

  „Ál er hluti af lausninni“ var yfirskrift vel sótts ársfundar Samáls sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu að morgni 9. maí. Loftslagsmálin voru í brennidepli og hér má sjá stutta samantekt frá fundinum um þau. Fundargestum gafst kostur á að skoða nýjan rafbíl Jaguar I-Pace og eins spreyta sig...

  meira
 • 08. maí 2019

  Áliðnaðurinn þarf umhverfi til að vaxa

  Í dag birtist viðtal við Magnús Þór Ásmundsson, forstjóra Alcoa Fjarðaáls í Markaðinum, fylgiblaði Fréttablaðsins. Tilefni viðtalsins er ársfundur Samáls, sem haldinn verður í Hörpu í fyrramálið, þann 9. maí 2019, undir yfirskriftinni „Álið er hluti af lausninni.“ Á fundinum mun Magnús Þór ræða stöðu og horfur í íslenskum áliðnaði...

  meira
 • 08. maí 2019

  Fyrsta Action verkefni ársins

  Laugardaginn 13. apríl fór fram fyrsta Action verkefni ársins þegar starfsmenn Alcoa Fjarðaáls ásamt félögum úr unglingadeild og björgunarsveitinni Gerpi komu saman í Neskaupstað og negldu dekk á bryggju sem búið er að byggja við björgunarsveitarhúsið. Alls tóku um 70 manns þátt í verkefninu og á meðan fullorðna fólkið einbeitti...

  meira
 • 07. maí 2019

  Álið er hluti af lausninni - ársfundur Samáls 9. maí

  Ársfundur Samáls verður 9. maí frá 8:30 til 10:00 í Kaldalóni í Hörpu. Horft verður til framtíðar og verða umhverfis- og öryggismál í brennidepli. Um leið verður þess minnst að hálf öld er liðin frá því álframleiðsla hófst á Íslandi. Dagskrá 8:00 - Morgunverður. 8:30 - Ársfundur. · Staða og...

  meira
 • 03. maí 2019

  Fimmti útskriftarárgangur frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls

  Þann 12. apríl útskrifuðust 25 nemendur úr grunnnámi í Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Þetta var í fimmta skiptið sem grunnhópur útskrifast frá skólanum. Samtals hafa 125 starfsmenn lokið grunnnámi síðan skólinn tók til starfa haustið 2011. Útskriftarnemar kynntu verkefni sín sem voru hvert öðru áhugaverðara. Stjórnendur Fjarðaáls telja að öll verkefnin séu...

  meira
 • 05. apríl 2019

  Lokaverkefni þriggja nemenda í framhaldsnámi í Stóriðjuskóla Fjarðaáls hefur tekið á sig mynd

  Meðal útskriftarnema úr framhaldsnámi í Stóriðjuskólanum í desember 2017 voru þeir Tryggvi Þór Sigfússon, rafvirki í steypuskála, Pétur J.B. Sigurðsson vélvirki í skautsmiðju og Jónas Pétur Bjarnason vélvirki á kranaverkstæði. Þeir félagarnir unnu að sameiginlegu lokaverkefni sem snerist um hugmynd sem nú er orðin að veruleika. Hugmynd þremenninganna flokkast undir...

  meira
 • 20. mars 2019

  Snjallvæðing, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið – þriðja nýsköpunarmót Álklasans

  Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í þriðja skipti í gær, þriðjudaginn 19. mars í hátíðarsal Háskóla Íslands. Að mótinu stóðu Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn. Fundarstjóri á mótinu var Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Fjarðaáli. Snjallvæðing, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið voru ofarlega...

  meira
 • 08. mars 2019

  Glamúr og elegans á tónleikum á Eskifirði

  Laugardagskvöldið 16. febrúar voru haldnir Nýársglamourgalatónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands. 75 gestir mættu til að skemmta sér, hlusta á góða tónlist og eiga saman ánægjulega kvöldstund. Alcoa Fjarðaál er einn af styrktaraðilum tónleikanna, auk Fjarðabyggðar og Uppbyggingarsjóðs Austurlands. Tónleikarnir voru unnir í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands. Að viðburðinum stóðu söngvararnir Erla...

  meira
 • 06. mars 2019

  Vínfræðingur hlaut styrk frá Alcoa Fjarðaáli á nýsveinahátíð IMFR

  Glæsileg nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur var haldin laugardaginn 9. febrúar sl. í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Á hátíðinni voru 22 iðnnemar úr 14 iðngreinum frá sjö skólum heiðraðir, ýmist með bronsi eða silfri auk þess sem meistarar þeirra fengu viðurkenningu. Þá fengu 14 nemar styrk til framhaldsnáms frá ýmsum styrktaraðilum. Alcoa Fjarðaál...

  meira
 • 04. mars 2019

  Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki

  Tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti afhendir Alcoa Fjarðaál styrki til ýmiss konar samfélagsverkefna á Austurlandi. Umsóknarfrestur um styrk í vorúthlutun 2019 rennur út þann 10. mars nk. Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að...

  meira
 • 17. janúar 2019

  Vinir Vatnajökuls úthluta milljónum til styrktar verkefnum sem varða Vatnajökulsþjóðgarð

  Vinir Vatnajökuls úthlutuðu við hátíðlega athöfn á veitingahúsinu Nauthóli þann 15. janúar sl. um sextán milljónum króna til styrktar 15 verkefnum sem falla undir rannsóknir, kynningu og fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni hans. Að auki styrkja Vinirnir verkefni Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárlón og Skaftafell um tugi milljóna. Alcoa Fjarðaál er einn...

  meira
 • 15. janúar 2019

  Gullið tækifæri fyrir ævintýraþyrstan 16-18 ára nemanda á Mið-Austurlandi

  Á undanförnum árum hefur 16-18 ára unglingum, sem hafa áhuga á náttúru og vísindum, gefist kostur til þátttöku í leiðangri um þjóðgarð í Bandaríkjunum á vegum NatureBridge-samtakanna í tvær vikur ásamt öðrum unglingum á sama aldri. Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) greiðir allan ferða- og dvalarkostnað, frá Austurlandi og heim aftur....

  meira

Eldri fréttir


2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016