22. ágúst 2022

Starfstækifæri - Umsjónarmaður rafveitu Alcoa Fjarðaáls - umsóknarfrestur til og með 29. ágúst

Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum og reyndum rafiðnaðarmanni í starf umsjónarmanns rafveitu. Fjarðaál er stærsti raforkunotandi á Íslandi og rafveitan er fjölbreyttur og krefjandi starfsvettvangur þar sem öryggismál eru ávallt í forgrunni.  Umsjónarmaður rafveitu heyrir undir rafveitustjóra og ber ábyrgð á framkvæmd daglegra verka, vinnur að skipulagningu viðhaldsverka og sinnir umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismálum.

Ábyrgð og verkefni       

  • Dagleg umsjón með rekstri rafveitu
  • Þátttaka í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd viðhaldsverka
  • Eftirfylgni með umhverfis-, heilbrigðis- og öryggismálum
  • Umsjón með vinnu verktaka í rafveitunni
  • Vinna að umbótaverkefnum
  • Þjálfun og fræðsla

Menntun, reynsla og hæfni

  • Meistara- eða sveinspróf í rafvirkjun eða rafveituvirkjun
  • Reynsla af rekstri og viðhaldi háspennubúnaðar
  • Sterk öryggis- og gæðavitund
  • Lipurð í samskiptum og teymishugsun
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið veitir Bjarki Franzson, rafveitustjóri Alcoa Fjarðaáls, í tölvupósti á bjarki.franzson@alcoa.com eða í síma 843 7941.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Hægt er að sækja um starfið í Workday eða á www.alcoa.is.

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 29. ágúst.

Umsjónarmaður rafveitu