25. ágúst 2022

Alcoa sækir fram á sjálfbæran hátt með endurunnu áli sem framleitt er með endurnýjanlegri orku

Við hjá Alcoa erum að vinna að þeirri framtíðarsýn okkar að leita nýrra leiða í áliðnaði. Í sumum tilfellum þýðir það umbreytandi nýsköpun sem mun gjörbreyta því hvernig við framleiðum ál í framtíðinni.  Í öðrum tilfellum þýðir það mikilvægar uppfærslur sem geta stuðlað að sjálfbærri þróun strax í dag – nýjasta dæmið er álverið okkar í Mosjøen.

Álverið sem liggur milli fjalls og fjöru á fallegum stað í Norður-Noregi, státar nú af stærstu fjárfestingu Alcoa í endurvinnsluiðnaði. Þar hefur fyrirtækið nýlokið við uppsetningu á nýjum ofni sem notar endurnýjanlega orku til að endurvinna brotajárn, spara orku og sýna fram á óendanlega endurvinnsluhæfni áls.

Mosjoen 1

Hreinum álflögum og spónum hefur verið þjappað saman í kubba og bíða nú bráðnunar í spanofni þar sem endurvinnsluálinu verður blandað saman við kolefnislágt ál sem álverið hefur framleitt og melmisefnum, allt eftir óskum viðskiptavina.

Stór fjárfesting fyrir ört stækkandi grænan markað

Verkefnið er sprottið af samstarfi Alcoa og MMG Aluminium, þýsks fyrirtækis í málmiðnaði sem sér Mosjøen fyrir hreinum álflögum og spónum sem þjappað hefur verið saman í kubba.  Spanofninn bræðir þessa kubba á skilvirkan hátt og síðan er endurunna álinu hellt úr honum til að blandast saman við lágkolefnisál álversins og ýmsar málmblöndur, allt eftir endanlegri notkun.

Mosjoen 2

Ál er endalaust hægt að endurvinna. Serban Baci, framleiðslustarfsmaður á spanofnasvæði skoðar álkubbana sem einu sinni voru rusl og verða brátt endurunnir á sjálfbæran hátt.

Þegar hinn endurunni málmur hefur verið steyptur í nýjar stærðir og form er hægt að nota hann í ýmsar lausnir, allt frá drykkjardósum til rafbíla.

„Við höfum unnið með verksmiðjunni í Mosjøen í meira en 15 ár og við erum ánægð með að sjá langt og stöðugt samband okkar við Alcoa vaxa með aukinni endurvinnslugetu hennar,“ sagði Guenter Strobel, forstjóri og stofnandi MMG Aluminium.  „Við lítum á Alcoa sem réttan samstarfsaðila fyrir þetta verkefni, sem sameinar græna orku sem notuð er til að knýja nýjan ofn og einstakan gæðastaðal þeirrar vöru sem við fáum frá Alcoa Mosjøen.“

Hvað er spanofn?

Flestar verksmiðjur um allan heim endurbræða málmafganga með því að nota ofna knúna með jarðgasbrennurum sem staðsettir eru á hliðum og þaki ofnsins og varpa hitageislum á efni sem er sett í miðjuna. Spanofninn í Mosjøen gengur hins vegar fyrir rafmagni sem framleitt er með vind- og vatnsafli og hann notar riðstraum sem liggur í gegnum viðnámsspólu og skapar hita. Þessi hiti bræðir úrganginn og öll óhreinindi eru fjarlægð áður en hreinu áli er hellt úr honum með búnaði sem hallar ofninum.

Mosjoen 3

Spanofninn er knúinn af endurnýjanlegri orku sem er framleidd með vind- og vatnsafli.  Espen Breivik, framleiðslustarfsmaður á spanofnasvæði, framkvæmir hefðbundna skoðun.

Spanofn Alcoa var stærsta einstaka fjárfestingarverkefni fyrirtækisins árið 2021 og hann var byggður á mettíma, aðeins 10 mánuðum.

Með því að bræða ál í spanofni sem er knúinn með endurnýjanlegri orku er hægt að afstýra því að um það bil 4.400 tonn af koltvísýringi séu losuð út í andrúmsloftið eins og væri gert með því að nota hefðbundinn ofn með jarðgasi. Það jafngildir því að taka um 1.000 bíla með brunahreyfli úr umferð.  Þar sem úrgangur sem verið er að endurvinna hefur minnkað kolefnisfótspor yfir lífsferilinn, minnkar verulega heildarkolefnisfótspor hins brædda áls.

Sjálfvirkni eykur öryggi og skilvirkni

Ofninn er hlaðinn, hirtur, hreinsaður og fleyting framkvæmd með sjálfvirku kerfi. Nýjustu öryggiseiginleikarnir hjálpa til við að greina alla umferð óviðkomandi fóks í fullkomlega sjálfvirku aðgerðaherbergi. Spanofninn getur starfað hálfsjálfstætt, vegna fjölbreytts úrvals skynjara og stýrikerfa.  Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar brotajárni er blandað saman við nýtt ál í fullkomnu samræmi við þarfir viðskiptavinarins. Með því að greina ruslið og gera fyrirframútreikninga er kröfum viðskiptavina fullnægt hvað varðar hreinleika, málmblöndunarhlutfall og hvers kyns sérstakar þarfir.

Mosjoen 4

Hver hleðsla af brotaáli krefst vandlegra útreikninga.  Vegna þess að mismunandi úrgangur inniheldur ýmiss konar málmblöndur, framkvæma starfsmenn Alcoa prófanir og stærðfræðilega útreikninga til að tryggja að varan sé í samræmi við málmblöndunarforskriftir viðskiptavinarins.

Mosjoen 5

Brotaál fær nýtt líf. Fyrst er það pressað í kubba og flutt til Mosjøen þar sem það bíður þess að fara í gegnum sjálfbæra ferlið.

Mosjoen 6

Bráðnum málmi er hellt í deigluna til flutnings í steypuskálann. Vegna þess að ál er sjálfbær málmur með takmarkalausa endurvinnslumöguleika er hægt að endurvinna það aftur og aftur og aftur.

Að fylgja vegvísinum að grænni framtíð

Spanofninn er aðeins ein af mörgum aðferðum sem Alcoa er að þróa áfram til að framleiða kolefnislágar lausnir, sem eru m.a. tækniáætlun okkar fyrir framtíðina og núverandi Sustana vörulínan sem getur hjálpað viðskiptavinum að minnka kolefnisfótspor sitt.

Sustana línan telur ásamt fleiru EcoDuraTM ál með a.m.k. 50 prósent endurunnu innihaldi og EcoLumTM ál með minna en 4,0 CO2e losun (umfang 1 og 2) frá báxíti, súráli, bræðslu og steypu. Þessi frammistaða telst u.þ.b. 3,5 sinnum betri en meðaltalið í iðnaðinum og fyrirtækið býður upp á ýmsar frumframleiðsluvörur í vörulínunni, svo sem álstangir, melmisstangir, víra, barra, óblandað hágæðaál og P1020.

Mosjoen 7

Þegar hinn endurunni málmur hefur verið steyptur í nýjar stærðir og form er hægt að nota hann í í ýmsar lausnir, allt frá drykkjardósum til rafbíla. Á myndinni sést Malin Salomonsen, starfsmaður í steypuskála.