06. júní 2022

Laus staða - fræðslustjóri Alcoa Fjarðaáls - umsóknarfrestur til og með 20. júní

Alcoa Fjarðaál leitar að sérfræðingi á sviði fræðslumála í starf fræðslustjóra fyrirtækisins. Þjálfun og fræðsla eru mjög stór þáttur í starfsemi álversins. Fræðslustjóri er í mannauðsteymi Alcoa Fjarðaáls og ber ábyrgð á skipulagi, stjórnun og þróun fræðslumála.

Verkefni og ábyrgð

- Greina þörf fyrir þjálfun og fræðslu
- Styðja stjórnendur og starfsmenn í fræðslumálum
- Hanna, innleiða og þróa verkferli á sviði þjálfunar og fræðslu
- Skipuleggja og halda utan um þjálfun og fræðslu starfsmanna
- Hafa yfirumsjón með Stóriðjuskóla Alcoa Fjarðaáls
- Vera tengiliður við móðurfélagið í fræðslumálum
- Taka þátt í að móta fræðslustefnu Alcoa Fjarðaáls

Menntun, reynsla og hæfni

- Háskólapróf í kennslufræðum eða önnur hagnýt háskólamenntun
- Starfsreynsla á sviði þjálfunar og fræðslu er æskileg
- Skipulagshæfni, jákvæðni og lausnamiðun
- Færni í mannlegum samskiptum, upplýsingamiðlun og teymisvinnu
- Gott vald á íslensku og ensku
- Frekari upplýsingar um starfið veitir Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála, í tölvupósti á smari.kristinsson(hjá)alcoa.com eða í síma 843 7728.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið hér á vef Alcoa.

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 20. júní.

Um Alcoa

Starf hjá Alcoa býður upp á marga möguleika. Alcoa er leiðandi á heimsvísu í báxítvinnslu, súráls- og álframleiðslu með rekstur í níu löndum. Vegferð Alcoa hófst fyrir u.þ.b. 135 árum með stórmerkri uppgötvun sem hefur leitt til þess að ál er mikilvægur hluti af daglegu lífi nútímamannsins. Enn er nýsköpun í heiðri höfð hjá okkur og við störfum samkvæmt bestu starfsvenjum með skilvirkni, öryggi, sjálfbærni og öflugari samfélög að leiðarljósi.

Tilgangur okkar, „Við nýtum tækifærin til að ná árangri,“ skilgreinir hvers vegna við erum til og hvernig við getum skapað betri heim. Hann endurspeglar það sem við höfum alltaf verið, gefur skýra stefnu fyrir framtíð okkar og hjálpar okkur að nýta styrkleika okkar. Honum er ætlað að leiða daglegt starf okkar í fyrirtækinu.

Framtíðarsýn okkar, „Leitum nýrra leiða í áliðnaði með sjálfbæra framtíð að leiðarljósi,“ endurspeglar innblástur og tilgang okkar næstu árin. Framtíðarsýn okkar er beintengd stefnumörkun – þær áþreifanlegu aðgerðir sem við erum að grípa til til að uppfylla þessa framtíðarsýn með mælanleg markmið til að tryggja árangur. ​Alcoa er fyrirtæki byggt á gildum. Við vinnum af heilindum, náum árangri, berum umhyggju fyrir fólki og hugrekki. Við leggjum áherslu á velferð starfsmanna okkar, verndun umhverfisins og samstarf við samfélögin þar sem við störfum.

Um Fjarðaál

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári. Við erum alltaf að leita að duglegu og áreiðanlegu fólki sem vinnur saman í aðlaðandi og fjölbreyttu starfsumhverfi. Fólki sem er tilbúið að axla ábyrgð frá fyrsta degi og eiga farsælan feril hjá Fjarðaáli. Á móti bjóðum við upp á vinnustað sem er annt um sömu hlutina og þú, allt frá umhverfinu til fjölskyldunnar og samfélagsins.

Gakktu til liðs við okkur!