18. maí 2022

Forsætisráðherra heimsótti Alcoa Fjarðaál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var meðal gesta hjá Alcoa Fjarðaáli í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. Þetta var í fyrsta skipti sem Katrín heimsótti álverið og vonandi nær hún að stoppa lengur næst og fara þá í skoðunarferð um verksmiðjuna. Með Katrínu í för voru tveir þingmenn VG og tveir fulltrúar sem voru að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningum.

Einnig komu fulltrúar frá framboðum Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi og Fjarðabyggð og fulltrúar Fjarðalistans í heimsókn til fyrirtækisins fyrir kosningar. Pólitíkusarnir fengu almenna kynningu á fyrirtækinu frá Einari Þorsteinssyni forstjóra og var sagt frá því sem er efst á baugi og þeim áskorunum sem eru fram undan, ekki síst hvað húsnæðismál á Austurlandi varðar í tengslum við ráðningar hjá fyrirtækinu. Þá hitti stjórnmálafólkið starfsmenn Alcoa í matsalnum og fékk að fara þar á milli borða til að ræða helstu málefnin sem brunnu á fólki fyrir kosningar.

Við þökkum fyrir þessar góðu heimsóknir og hlökkum til að starfa með nýjum sveitarstjórnum sem munu taka við í okkar sveitarfélögum í kjölfar kosninganna.

Heimsokn v kosninga 1

Heimsokn v kosninga 2

Heimsokn v kosninga 3