24. maí 2022

Alcoa Fjarðaál fagnar alþjóðlegum degi gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki

Ein helstu áherslumál Alcoa á síðastliðnum árum varða fjölbreytileika og meðtalningu. Fjölbreytileiki nær yfir svo margt en þegar fyrirtæki fagnar fjölbreytileika þýðir það að fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að ráða og hylla starfsfólk sem stendur fyrir litríkri flóru fólks af mismunandi uppruna, menningu, kynhneigð og kyntjáningu. Við eigum öll að geta verið við sjálf í vinnunni – án fordóma, útilokunar og athlægis.

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls fögnuðu hinum alþjóðlega gleðidegi þann 17. maí víðs vegar um fyrirtækið. Dagurinn var tileinkaður baráttu gegn fordómum fyrir hinsegin fólki. Meðal annars var boðið upp á regnbogaköku í matsalnum en matsalurinn var líka skreyttur til að minna fólk á mikilvægi þessa málefnis.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá gleðideginum í Fjarðaáli.

Regnbogi_5
Regnbogi_5
Regnbogi_5
Regnbogi_5
Regnbogi_5
Regnbogi_5