13. janúar 2022

Ný tækifæri á nýju ári: störf í boði

Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni.

Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til starfsþróunar mikil. Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Nærri tveir af hverjum þremur starfsmönnum Fjarðaáls sinna framleiðslu í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Iðnaðarmenn eru um 13% starfsmanna og sérfræðingar og stjórnendur 21%.

Teymi eru grunneiningar í skipulagi og stjórnun Fjarðaáls. Við trúum því að samhent teymi ólíkra einstaklinga skili bestum árangri. Við erum alls konar fólk með mismunandi bakgrunn og reynslu. Konur eru um 25% starfsmanna Fjarðaáls og markmiðið er að kynjahlutföll í öllum teymum verði sem jöfnust. Um 28% starfsmanna eru innan við þrítugt, 49% á aldrinum 30 til 49 ára og 23% eru 50 ára eða eldri.

Við erum ávallt að leita að góðu fólki til að styrkja hópinn. Þú getur kynnt þér málið betur á ráðningavef Alcoa Fjarðaáls. Þar er hægt að sækja um laus störf eða leggja inn almenna umsókn og við höfum samband ef starf við hæfi losnar.

 

Fjardaal_Tbars_and_woman