14. febrúar 2021

Alcoa Fjarðaál og tvær aðrar starfsstöðvar Alcoa hljóta eftirsóknarverða ASI-vottun

Alcoa Fjarðaál og tvær aðrar starfsstöðvar Alcoa hljóta eftirsóknarverða ASI-vottun

Nýlega tilkynnti Alcoa að þrjár starfsstöðvar fyrirtækisins í viðbót hafi hlotið vottun  alþjóðlega staðlaráðsins ASI (Aluminium Stewardship Initiative) en það eru alþjóðleg samtök um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu í áliðnaði.

Þær þrjár starfsstöðvar Alcoa sem fengu vottun að þessu sinni eru Alcoa Fjarðaál, Lista álverið í Noregi og San Ciprián súrálsverksmiðjan á Spáni.

Nú hefur Alcoa áunnið sér afkastastuðulsvottun fyrir 13 starfsstöðvar, þar með talið þrjár báxítnámur, fimm súrálsverksmiðjur, fimm álver og steypuskála.

Staðlaráðið hefur auk þess veitt fleiri starfsstöðvum Alcoa rekjanleikavottun (Chain of Custody) en hún staðfestir rekjanleika ábyrgrar framleiðslu, aðfanga og stjórnunar, og því getur fyrirtækið markaðsett vörur með hinni eftirsóttu vottun ASI. Nú nær rekjanleikavottun (CoC) staðlaráðsins til allra báxítnáma fyrirtækisins í Vestur-Ástralíu og Brasilíu, allra súrálsverksmiðja þess í Vestur-Ástralíu og Alumar súrálsverksmiðjunnar í Brasilíu, ásamt álverum og steypuskálum Alcoa í Mosjøen og Lista (Noregi), Baie-Comeau (Kanada) og Fjarðaáls.

Rekjanleikavottunin (CoC) og viðmiðunarstaðlar ASI veita sjálfstæða staðfestingu og vottun þriðja aðila á rekjanleika ábyrgrar framleiðslu, aðfangakeðju og stjórnun fyrirtækja í áliðnaði.

„Eitt af helstu stefnumálum Alcoa er að sækja fram á sjálfbæran hátt, en það felur meðal annars í sér að öðlast og viðhalda efnahags-, þjóðfélags- og umhverfislegum styrkleika og sú vegferð okkar að fá vottun fyrir ábyrga framleiðslu endurspeglar þessa skuldbindingu,“ segir Rosa García Pineiro, framkvæmdastjóri sjálfbærnimála hjá Alcoa. „Við óskum starfsmönnum þessara starfsstöðva fyrirtækisins í Evrópu innilega til hamingju með að hafa áunnið sér þessa vottun og ná einstökum árangri í rekstri.“

Fiona Solomon, forstjóri ASI sagði: „Við óskum Alcoa til hamingju með þessa vottun fyrir þrjár starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Þessi nýja vottun, ásamt viðmiðunarstaðli og rekjanleika sem Alcoa hefur þegar áunnið sér á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins fela ekki eingöngu í sér viðurkenningu fyrir aðgerðir fyrirtækisins í þá átt að efla ábyrgan rekstur á öllum starfsstöðvum, heldur stendur hún einnig fyrir fylgni fyrirtækisins við tilgang ASI.“

Kynntu þér betur sjálfbærnimál á síðu Alcoa, www.alcoa.com/sustainability og framboð fyrirtækisins á umhverfisvænum vörum, www.alcoa.com/sustana.

ASI-Summary