08. maí 2020

Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls komin út

Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls fyrir árið 2019 er komin út og er þetta í fjórða sinn sem fyrirtækið gefur út samfélagsskýrlsu. Skýrslan fylgir alþjóðlegum GRI (Global Reporting Initiative Standards) staðli um samfélagsábyrgð. Grænt bókhald fyrirtækisins er hluti af skýrslunni líkt og í fyrri skýrslum. Með árlegri útgáfu á samfélagsskýrslu er fyrirtækið að auka gegnsæi í starfsemi þess sem felst meðal annars í því að gera grein fyrir árangri, stöðu verkefna og tölulegum upplýsingum um umhverfisáhrif og mótvægisaðgerðir auk áhrifa á samfélag, mannauð, efnahag og virðiskeðju.

Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar er undirliggjandi þáttur í samfélagsábyrgð Alcoa Fjarðaáls. Meginmarkmið samfélagsstefnu fyrirtækisins er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni. Innleiðing samfélagsábyrgðar Alcoa Fjarðaáls byggir á mælanlegum markmiðum, markvissum aðgerðum og verkefnum með það að leiðarljósi að ná jafnvægi á milli starfseminnar, samfélags, umhverfis og efnahags til lengri tíma litið. Alcoa Fjarðaál fylgir eftir gildum og leiðbeiningum móðurfélagsins Alcoa Corporation um stjórnarhætti. Sú fyrirmynd stuðlar að skilvirkum rekstri á öllum sviðum félagsins.

Samfélagsskýrslan er gefin út rafrænt og hana má nálgast á slóðinni http://alcoa.samfelagsskyrsla.is/. Á síðunni er að finna PDF útgáfu af skýrslunni og einnig er hægt að fletta henni með því að skoða vefsíðuna.

2020 Samfelagsskyrsla forsida