28. febrúar 2020

Perlað af krafti með Fjarðaáli

Perlad_af_krafti

Í tilefni af Mottumars ræðst Fjarðaáli í stórt Action verkefni í samstarfi við Kraft og Krabbameinsfélag Austfjarða. Fulltrúar frá þessum stuðningsfélögum heimsækja Fjarðaál til að perla með starfsfólkinu og íbúum Austurlands.

Með þátttöku er stutt við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, en armböndin verða seld til styrktar Krafti. Þá mun Fjarðaál einnig veita félögunum beinan fjárstuðning í tilefni af verkefninu.

Við hvetjum alla íbúa Austurlands til að fjölmenna á þessa  skemmtilegu stund og perla með okkur. Gríptu tækifærið og láttu gott af þér leiða. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni!

Viðburðurinn verður haldinn þriðjudaginn 10. mars kl. 14:30–17:30í matsal Alcoa Fjarðaáls.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá svipuðu verkefni árið 2018.

Kraftur_3
Kraftur_3
Kraftur_3