07. maí 2019

Álið er hluti af lausninni - ársfundur Samáls 9. maí

Ársfundur Samáls verður 9. maí frá 8:30 til 10:00 í Kaldalóni í Hörpu. Horft verður til framtíðar og verða umhverfis- og öryggismál í brennidepli. Um leið verður þess minnst að hálf öld er liðin frá því álframleiðsla hófst á Íslandi. 

Dagskrá

8:00 -  Morgunverður. 
8:30 -  Ársfundur.

·        Staða og horfur í áliðnaði

Magnús Þór Ásmundsson stjórnarformaður Samáls og forstjóri Alcoa Fjarðaáls.

·        Ávarp

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

·        Verðmætasköpun í hálfa öld

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.

·        Nýsköpun í öryggismálum

Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri AMS.

·        Fókusinn er á umhverfið

Steinunn Dögg Steinsen framkvæmdastjóri öryggis- og umhverfismála Norðuráli.

·        Stefnumótun út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.

·        Endurvinnsla áls og hringrásarhagkerfið

Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls.

10:00 - Kaffispjall að loknum fundi. 

Fundargestum gefst kostur á að skoða nýjan rafbíl úr frumframleiddu og endurunnu áli, Jaguar I-Pace. Þá gefst kostur á að spreyta sig á öryggisþjálfun í sýndarveruleika í boði Statnett.

Boðið verður upp á morgunverð og að fundi loknum verður kaffispall og veitingar. 

Fundarstjóri er Sólveig Bergmann.

Aðgangur er öllum opinn og er hægt að skrá sig hér á síðu Samáls.

 

Samal-banner-stefna-arsfundur2019-sm