19. desember 2018

Rúmar 27 milljónir veittar í styrkúthlutun Fjarðaáls 2018

Þann 11. desember var úthlutað við formlega athöfn í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði hluta þeirra samfélagsstyrkja sem Fjarðaál veitti á árinu 2018. Um var að ræða styrki úr Styrktarsjóði Fjarðaáls fyrir samtals 18 milljónir, styrki úr íþróttasjóðnum Spretti fyrir 2,5 milljónir og einnig var formlega afhentur styrkur frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation) sem nam 7 milljónum króna eða 60 þúsundum dollara. Samtals var því úthlutað styrkjum sem nema 27,5 milljónum króna.

Verkefnin sem hlutu styrki þetta árið í vor- og haustúthlutun Styrktarsjóðs Alcoa Fjarðaáls voru afar fjölbreytt. Þó má segja að þetta hafi verið ár „ærslabelgjastyrkja“ en samtals voru veittir sex styrkir til að setja upp svokallaða ærslabelgi vítt og breitt um Austurland. Þá voru veittir styrkir til margvíslegra menningar-, forvarnar- og tómstundarverkefna auk þess sem fjórar björgunarsveitir hlutu styrk. Hæstu einstöku styrkirnir þetta árið, ein milljón hvor, fóru til Ungs Austurlands annars vegar til að halda atvinnu- og menntasýningu á Austurlandi og hins vegar til nýstofnaðrar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands. Hluti sveitarinnar kom saman í tilefni af úthlutuninni og flutti jólalagið um Rúdólf með rauða nefið. Nýafstaðnir tónleikar sinfóníuhljómsveitarinnar þann 1. desember hlutu mikið lof og verður skemmtilegt að fylgjast með næstu verkefnum hennar.

(Hér fyrir neðan má sjá lista yfir öll þau verkefni sem hlutu styrk úr sjóðnum í ár.)

Sprettur er íþróttasjóður sem Alcoa Fjarðaál leggur til fjármagn en ÚÍA sér um utanumhald hans. Úr Spretti voru samtals veittar 2,5 milljónir en þær runnu til ungs íþróttaafreksfólks á Austurlandi og til þjálfara og íþróttafélaga.

Þá var einnig veittur einn styrkur úr Samfélagssjóði Alcoa, Alcoa Foundation. Hann rann til Lungaskólans á Seyðisfirði og hlaut skólinn samtals 60 þúsund dollara sem samsvarar um 7 milljónum króna til að efla skólann og stuðla að uppbyggingu varanlegs skólahúsnæðis á Seyðisfirði. Skólinn fékk að gjöf gömlu netaverksmiðjuna frá Síldarvinnslunni og þar hafa staðið yfir miklar breytingar þannig að framlag Samfélagssjóðs Alcoa var kærkomið í þá vinnu. Lasse Høgenhof, skólastjóri Lunga skólans, veitti styrknum viðtöku og sagði frá vinnunni við uppbyggingu skólans en þar stunda um 40 nemendur nám á hverju skólaári við listir og skapandi greinar.

Styrkir úr Styrktarsjóði Fjarðaáls 2018

Umsækjandi

Verkefni

ADHD Samtökin

Gerð stuttmyndar á Seyðisfirði sem snertir á málefnum eins og geðheilsu, vináttu drengja, félagslegri einangrun og sjálfsvígum

Aksturíþróttafélagið Start

Tveggja daga alþjóðleg torfærukeppni í Ylsgrúsum við Mýnes

Austfirskir staksteinar

Tónleikar og útgáfa hljómplötu með efni Óðins G. Þórarinssonar frá Fáskrúðsfirði

Austurbrú

Sýning í tilefni fullveldis Íslands á Austurlandi

Austurbrú

Barnamenningarhátíð á Austurlandi í september 2018.

Björgunarsveitin Ársól, Reyðarfirði

Kaupa fjórhjól með beltabúnaði

Björgunarsveitin Eining, Breiðdalsvík

Koma fyrir kassa með björgunarvestum nærri bryggjunni til að auka öryggi barna sem dorga

Björgunarsveitin Hérað, Fljótsdalshéraði

Gera upp bifreið til að nota til björgunarstarfa

Björgunarsveitin Jökull

Breytingar á bifreið þannig að hún henti til að flytja sjúklinga á börum

Blátt áfram

Þjálfun fyrir leiðbeinendur sem vinna með börnum og unglingum á Austurlandi

Bókasafn Héraðsbúa

Setja upp farandsýninguna Kona á skjön sem fjallar um ævi og störf rithöfundarins Guðrúnar frá Lundi

Bókstafur ehf.

Útgáfa 101 Austurland - Gönguleiðir fyrir alla

Bókstafur ehf.

Útgáfa byggð á heftinu Fornir fjallvegir á Austurlandi

Brján; Blús-rokk og djassklúbburinn á Nesi

Tónleikar í samstarfi við Fjarðadætur og Rocknes til heiðurs Areathu Franklin

DDT pönkviðburðir

Pönkhátíð með fjórum austfirskum hljómsveitum

El Grillo félagið

Sýning í tilefni af því að 10. febrúar 2019 verða 75 ár liðin frá því  El Grillo sökk í Seyðisfirði.

Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra

Uppfæra og endurútgefa gönguleiðakortið Víknaslóðir og halda áfram uppbyggingu og viðhaldi á gönguleiðinni.

Félag áhugafólks um Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarf.

Frekari fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði

Félagsmiðstöðin Nýung

Ritsmiðja fyrir mið- og elsta stig grunnskóla og til að halda forvarnardaginn fyrir 8.-10. bekk í fjórða sinn

Félagsmiðstöðin Nýung

Myndlistarhópur fyrir unglinga í 8.-10. bekk á Fljótsdalshéraði

Félagsmiðstöðvar Fjarðabyggðar

Ungmennahátíðin Kuldaboli 2018

Fimleikadeild Hattar, Egilsstöðum

Til áhaldakaupa

Fimleikadeild Leiknis, Fáskrúðsfirði

Til áhaldakaupa

Foreldra- og kennarafélag Fellaskóla

Bjóða stelpum í 6.-10. bekk á Fljótsdalshéraði, foreldrum  og kennurum á námskeiðið Stelpur geta allt

Foreldrafélag grunnskóla Eskifjarðar

Fræðsla og námskeið fyrir börn sem glíma við lágt sjálfsálit.

Foreldrafélag grunnskóla Reyðarfjarðar

Söfnun fyrir ærslabelg á Reyðarfirði

Foreldrafélag Nesskóla, Neskaupsstað

Forvarnarfræðsla á unglingastigi í efstu bekkjum Nesskóla í Neskaupstað

Foreldrafélag VA

Kaup á spjaldtölvum fyrir starfsbraut Verkmenntaskóla Austurlands til notkunar í kennslu

Foreldrafélag Vopnafjarðarskóla

Söfnun fyrir ærslabelg á Vopnafirði

Foreldrafélög grunn- og leikskóla Seyðisfjarðar

Söfnun fyrir ærslabelg á Seyðisfirði

Gunnarsstofnun

Rithöfundalestin 2018

Göngufélag Suðurfjarða

Hreinsunardagur í fjörunum í sunnanverðri Fjarðabyggð

Íbúasamtök Eskifjarðar

Söfnun fyrir ærslabelg á Eskifirði

Íþróttafélagið Þróttur, Neskaupsstað

Söfnun fyrir ærslabelg í Neskaupstað

Karatefélag Eskifjarðar

Útbúa sal til karateiðkunar

Kvenfélagið Bláklukka, Egilsstöðum

Útgáfa á 70 ára sögu Kvenfélagsins Bláklukku.

Körfuknattleiksdeild Fjarðabyggðar

Körfuboltaskóli víðsvegar í Fjarðabyggð

Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Setja á svið leiksýningu og kvikmynda hana

List í Ljósi

List í Ljósi, vetrarhátíð á Seyðisfirði í febrúar

Listaakademía VA; Djúpið

Leiklistanámskeið fyrir nemendur VA

Litla ljóða hámerin   

Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki og Ljóðaganga í skógi

LME

Uppsetning á leiksýningu menntaskólans

Millifótakonfekt

Eistnaflug, fagleg og rótgróin alþjóðleg tónlistarhátíð

Minjasafn Austurlands

Endurbætur á sumarhúsi Jóhannesar Kjarval í Kjarvalshvammi á Fljótsdalshéraði

Rauðakrossdeildir Fjarðabyggðar

Ferðalag um Austurland fyrir flóttafólk á svæðinu

SamAust

Standa að Austurlandsmóti fulltrúa félagsmiðstöðva

Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar  1. desember 2018

Skemmtifélag Stöðvarfjarðar  

Söfnun fyrir ærslabelg á Stöðvarfirði

Skjala- og myndasafn Norðfjarðar í samstarfi við Héraðsskjalasafn Austurland

Koma skönnuðum sögulegum heimildum á vefinn

Sumartónleikaröðin Bláa Kirkjan

Tónleikar á miðvikudagskvöldum í júlí í Seyðisfjarðarkirkju.

Tónleikafélag Austurlands

Tónleikar þar sem ungmenni af svæðinu eru í aðalhlutverki og ágóðinn rennur til HSA vegna geðheilbrigðismála ungs fólks

Tónleikafélag Austurlands

Master class í slagverksleik fyrir unglinga

Tónlistarstundir

Sex tónleikar sumarið 2018 í Egilsstaða- og Vallaneskirkju

Ungt Austurland

Atvinnu- og menntasýning á Austurlandi í samstarfi við SSA.

Vegahúsið, ungmennahús

Sjáumst-hópurinn fyrir ungmenni sem standa höllum fæti félagslega

Verkmenntaskóli Austurlands

Tæknidagur fjölskyldunnar 2018

Þjóðminjasafn Íslands

Lokafrágangur umhverfis Sómastaði

Þroskahjálp á Austurlandi   

Listahátíðin „List án landamæra" í maí 2018

 

Styrktarsjodur

Hér má sjá hópinn sem tók á móti styrkjum úr Styrktarsjóði Fjarðaáls ásamt Magnúsi Þór og Dagmar Ýr frá Fjarðaáli

Sinfo

Lasse Høgenhof frá LungA skólanum tók við styrk fyrir hönd skólans



Sinfo

Styrkþegar frá Spretti og fulltrúar frá ÚÍA, Gunnar Gunnarsson og Benedikt Jónsson ásamt þeim Dagmar og Magnúsi frá Fjarðaáli

 

Sinfo

Mynd sinfó: Hluti nýstofnaðrar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands flutti lag á viðburðinum