27. september 2018

Með öræfin í bakgarðinum: Vel heppnuð ráðstefna um tengsl hálendis og samfélags á Austurlandi


Dagana 24. og 25. maí sl. var ráðstefna haldin á Egilsstöðum undir yfirskriftinni „Með öræfin í bakgarðinum. Um tengsl hálendis og samfélags á Austurlandi.“ Alcoa Fjarðaál var einn af styrktaraðilum ráðstefnunnar.

Fyrir ráðstefnunni stóð Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi í samvinnu við Söguslóðir Austurlands, Náttúrustofu Austurlands, Minjasafn Austurlands, Vatnajökulsþjóðgarð/Snæfellsstofu og Óbyggðasetur Íslands. Á ráðstefnunni fluttu vísindamenn á sviði ýmissa fræðigreina erindi auk þess sem heimamenn lögðu sitt af mörkum um sögu byggðar og öræfa fyrr og nú. Sjá nánar um þátttakendur og efni fyrirlestra í ráðstefnubæklingi hér.

Sjá má nánari umfjöllun á Facebook-síðu Söguslóða en þaðan eru myndirnar hér fyrir neðan teknar.

Soguslodir_radstefna_1_Gudrun_Oskarsdottir

Soguslodir_radstefna_1_Gudrun_Oskarsdottir

Soguslodir_radstefna_1_Gudrun_Oskarsdottir