26. september 2018

Alcoa Fjarðaál leggur björgunarsveitinni Geisla lið til kaupa á björgunartæki


Í fyrrahaust fékk björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði styrk úr Samfélagssjóði Alcoa vegna kaupa sveitarinnar á Rescuerunner björgunartæki. Styrkurinn var notaður sem hluti af kaupverði tækisins sem kostaði 2,4 milljónir króna.

Óskar Þór Guðmundsson, útgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Geisla, segir: „Rescuerunnerinn er eina tækið sinnar tegundar á landinu og gagnast björgunarsveitinni ákaflega vel sem viðbót við björgunarbátinnn Hafdísi sem sveitin á fyrir. Kostir tækisins eru helst að mjög auðvelt er að ná manni úr sjó og auðvelt að taka land á stöðum sem eru erfiðir fyrir önnur tæki. Þá er tækið mjög lipurt í vinnu við til dæmis mengunarslys og fleira. Tækið hefur verið notað í þess konar verkefni og hefur reynst mjög vel.”

 

Bjorgunarsveitin_Geisli
Myndin var tekin þegar starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands fengu að prófa Rescuerunnerinn í sumar.


Bjorgunarsveitin_Geisli
Liðsmenn æfa björgun manns úr sjó. (Myndin er af Facebook-síðu björgunarsveitarinnar.)