21. september 2018

Alcoa Corporation aftur valið á sjálfbærnilista Dow Jones


Alcoa, sem er í fararbroddi fyrirtækja á heimsvísu í báxítvinnslu, súráls- og álframleiðslu, hefur verið valið á sjálfbærnivísitölu Dow Jones (DJSI) - sem er heimsþekkt mjög virt viðmið fyrir samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun. Eingöngu fyrirtæki sem talin eru standa mjög framarlega hvað sjálfbærni varðar, koma til greina á lista Dow Jones.

Alcoa er bæði á heimslistanum og listanum yfir fyrirtæki í Norður-Ameríku. Þetta er í annað skipti sem Alcoa er valið á heimslista DJSI, en þar er að finna efstu 10% þeirra 2.500 fyrirtækja sem eru í BMI-vísitölu Standard og Poor (S&P), og í fyrsta skipti á DJSI listanum fyrir Norður-Ameríku en á honum er að finna efstu 20% þeirra 600 norður-amerísku fyrirtækja sem eru í BMI-vísitölu Standard og Poor (S&P).

„Alcoa leitast stöðugt við að skapa sjálfbær verðmæti í þeim samfélögum þar sem við störfum, að auka virði framleiðsluvöru okkar og draga úr umhverfisáhrifum frá rekstrinum,“ segir Michelle O’Neill, aðalframkvæmdastjóri sjálfbærnimála og samskipta við stjórnvöld hjá Alcoa. „Sú staðreynd að við séum á þessum einstöku listum er mikilvæg viðurkenning fyrir þá vinnu sem við innum af hendi um allan heim þar sem Alcoa starfar.“

DJSI skráning hófst árið 1999 en hún var fyrsta alþjóðlega viðmiðið fyrir sjálfbærni. Vísitalan byggist á frammistöðu leiðandi fyrirtækja í sjálfbærnimálum á heimsvísu og tekur til greina fjárhagslega, umhverfislega, þjóðfélagslega og stjórnsýslutengda þætti.

Sjá nánari upplýsingar um Alcoa Corporation og árangur fyrirtækisins í efnahags-, þjóðfélags- og umhverfismálum í Sjálfbærniskýrslu Alcoa Corporation 2017 (pdf, á ensku).

Kíktu á síðu Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar.

Fjardaal_smelter_with_stream_in_foreground