09. maí 2018

Hagnýting í þágu samfélagsins


Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum þriðjudaginn 8. maí undir yfirskriftinni „Hagnýting í þágu samfélagsins“.

Þetta var áttundi ársfundur verkefnisins og umfjöllunarefnið var hvernig Sjálfbærniverkefnið geti nýst Austurlandi best.  Flutt voru áhugaverð erindi auk þess sem hópastarf skipaði stóran sess í dagskrá.

Vífill Karlsson dósent við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sagði frá könnun sem hefur verið gerð reglulega frá árinu 2004 um búsetuskilyrði landshluta og hvað  fólk telur til lífsgæða.  Niðurstöður gefa upplýsingar um það hvaða þættir eru mikilvægastir fyrir íbúa varðandi áframhaldandi búsetu úti á landi.

Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri á Fljótsdalshéraði og Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar fóru yfir möguleika í hagnýtingu verkefnisins innan sveitarfélaga.

Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar skoðaði verkefnið í samhengi við stefnumótun stjórnvalda og störf Austurbrúar.  Titill erindis Jónu var „Gögn, upplýsingar, þekking og viska" sem vísar til þess að nauðsynlegt er að vinna hrágögn og breyta þeim í upplýsingar sem skapa þekkingu og auka visku.

Í hópastarfi sköpuðust líflegar umræður og verða niðurstöður nýttar við áframhaldandi þróun verkefnisins.

Eftir hópastarf voru innlegg frá Landsvirkjun og Fjarðaáli. Árni Óðinsson sagði frá framkvæmd virkjanaleyfis og HSAP-úttekt á Fljótsdalsstöð og Dagný Björk Reynisdóttir sagði frá samfélagsábyrgð Alcoa Fjarðaáls og GRI-vottun.

Á fundinum voru samþykktar breytingar á vísum 1.17 Gæði skóla, 1.18 Samfélagsleg velferð og 1.20 Framboð á menningarviðburðum en verklagsregla um breytingar á vísum kveður á um að þær skuli bera undir ársfund.

Fundarstjóri var Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem lýsa stemmingunni á fundinum.

X1C1A8597
X1C1A8597
X1C1A8597
X1C1A8597
X1C1A8597
X1C1A8597
X1C1A8597
X1C1A8597
X1C1A8597
X1C1A8597