22. janúar 2018

Alcoa Corporation kynnir niðurstöður fjórða ársfjórðungs og alls ársins 2017

Í síðustu viku tilkynnti Alcoa Corporation niðurstöður fjórða ársfjórðungs og alls ársins 2017.

Afkoma síðasta ársfjórðungs og ársins í heild endurspeglar hækkun súráls- og álverðs ásamt góðum árangri stefnu fyrirtækisins að draga úr flækjustigi, skila afkomu og styrkja efnahagsreikninginn.

Fyrirtækið átti í árslok 1,36 milljarða Bandaríkjadala (sem samsvarar 139,8 milljörðum króna) í lausu fé sem er 505 milljónum Bandaríkjadala meira en árið áður.

Miðað mið markaðsforsendur í janúar 2018 reiknar Alcoa með því að EBITDA (leiðréttur rekstrarhagnaður alls ársins 2017 fyrir vexti, skatta, fyrningar og afskriftir), án sérstakra liða, verði á bilinu 2,6 til 2,8 milljarðar Bandaríkjadala (267-287 milljarðar króna).

 „Traustar markaðsundirstöður á síðasta ársfjórðungi 2017 gerðu okkur kleift að ná besta leiðrétta rekstrarhagnaði fyrir vexti, skatta, fyrningar og afskriftir, síðan nýja fyrirtækið var sett á stofn sem sjálfstætt, hlutafélag á markaði,“ sagði Roy Harvey, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa. „Við tókum ýmsar ákvarðanir varðandi rekstur og eignir og fylgdum jafnframt eftir forgangsstefnu fyrirtækisins. Fyrsta árið okkar hefur verið virkilega einstakt. Með því að einbeita okkur stöðugt að helstu forgangsmálum, og einnig vegna hagstæðra markaðsaðstæðna, hefur okkur tekist að framfylgja þeirri áætlun að styrkja grundvöll fyrirtækisins fyrir enn betri tíma sem framundan eru. Á árinu 2018 munum við halda áfram að vinna að markmiðum okkar og við hlökkum til að gera ennþá betur á þessu nýja ári.“

Roy-harvey
Roy Harvey, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa Corporation

Afkoma fjórða ársfjórðungs 2017

Í fjórða ársfjórðungi 2017 tilkynnti Alcoa tap upp á 196 milljónir Bandaríkjadala (2 milljarða króna) en á þriðja ársfjórðungi nam hagnaður fyritækisins 113 milljónum Bandaríkjadala (1,16 milljörðum króna).

Tekjur Alcoa á fjórða ársfjórðungi voru 3,2 milljarðir dala, sem er 7% meira en á þriðja ársfjórðungi, aðallega vegna hærri súráls- og álverðs og aukinnar súrálssölu.

Handbært fé frá rekstri á fjórða ársfjórðungi 2017 var 455 milljónir Bandaríkjadala (46 milljarðar króna) og sjóðstreymi var 305 milljónir dala (31 milljarður króna).

Í lok fjórða ársfjórðungs 2017 var Alcoa með 1,36 milljarð dala  (139,8 milljarða króna) í handbæru fé en skuldaði 1,41 milljarð dala (145 milljarða króna). Fyrirtækið var með 11 daga veltufjármagn, sem er 3 dögum betra en á fyrra ári.

 

Afkoma ársins 2017

Yfir árið 2017 í heild var hagnaður Alcoa 217 milljónir Bandaríkjadala (22 milljarðar króna) en yfir allt árið 2016 var tap upp á 400 milljónir dala (41 milljarð króna). Leiðréttur hagnaður fyrirtækisins að frátöldum sérstökum liðum var 563 milljónir Bandaríkjadala (um 58 milljarðar króna) en á árinu 2016 var tap upp á 227 milljónir dala (23 milljarða króna).

Leiðréttur EBITDA (rekstrarhagnaður fyrir vexti, skatta, fyrningar og afskriftir) án sérstakra liða, var 2,35 milljarðar Bandaríkjadala (241 milljarður króna) en það er rúmlega tvöfaldur rekstrarhagnaður ársins 2016, sem var 1,11 milljarður Bandaríkjadala (113 milljarðar króna).  Hagnaðaraukningin er aðallega rakin til hærra súráls- og álverðs sem þó skilaði sér ekki að fullu vegna hærra orku- og hráefnisverðs og óhagstæðrar þróunar í gengi [erlendra] gjaldmiðla.

Tekjur ársins 2017 voru 11,7 milljarðar Bandaríkjadala, sem er 25% hærri en á árinu 2016 en aukningin endurspeglar hærra súráls-og álverð.

Handbært fé frá rekstri á árinu 2017 var 1,2 milljarðar Bandaríkjadala (123 milljarðar króna) og sjóðstreymi 0,8 milljarðar Bandaríkjadala (82 milljarðar króna).