26. apríl 2017

Afkoma Alcoa Corporation á fyrsta ársfjórðungi 2017

Alcoa Corporation tilkynnti á mánudaginn að hagnaður  á fyrsta ársfjórðungi 2017 hefði aukist vegna hækkandi súráls- og álverðs og að fyrirtækið sé í góðri stöðu varðandi handbært fé.

Fyrirtækið ítrekaði væntingar sínar um jöfnun EBITDA (rekstrarhagnað, hreinar rekstrartekju og rekstrarafgang) á árinu 2017 sem ætti skv. markaðsspám í apríl 2017 að vera á bilinu 2,1-2,3 milljarðar Bandaríkjadala.

„Alcoa byrjar árið vel með fyrsta ársfjórðunginn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki," segir Roy Harvey, forstjóri Alcoa. „Síðustu mánuðina höfum við beint sjónum okkar að helstu stefnumálum. Til þess að draga úr flækjustiginu höfum við sameinað rekstrareiningar okkar og þjónustustöðvar. Við héldum áfram að styrkja efnahagsreikninginn með því að eiga nóg af handbæru fé. Núna þegar við lítum fram á við til ársloka 2017, erum við í góðri stöðu til þess að skila hluthöfum okkar arði."

Á fyrsta ársfjórðungi 2017 bókfærði Alcoa hagnað upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar 1,21 dölum á hlut. Þar skipti hagnaður vegna sölu Yadkin vatnsorkuversins miklu máli. Á þessum fyrsta ársfjórðungi 2017 var hagnaður 2,7 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar 5 prósenta aukningu frá síðasta ársfjórðungi. Alcoa lauk fyrsta ársfjórðungi 2017 með 804 milljónum Bandaríkjadala í handbæru fé eftir að hafa skilað tekjum vegna sölu Yadkin til Arconic skv. skilmálum samnings um aðskilnað. Fyrirtækið bókfærði 19 daga veltufjármagn.

Á fyrsta ársfjórðungi straumlínulagaði Alcoa fyrirtækið með því að skipta rekstrareiningum þess í þrennt, þ.e. báxít-, súráls- og álframleiðslu. Í aprílmánuði tilkynnti fyrirtækið að stjórnsýslueiningum þess yrði fækkað.

Sjá nánar í fréttatilkynningu á heimasíðu Alcoa.com:

http://news.alcoa.com/press-release/alcoa-corporation-reports-first-quarter-2017-results

Alcoa_folk-6