09. mars 2017

List í Ljósi: „Eitthvað spennandi og upplýst í boði fyrir alla“

Dagana 24. og 25. febrúar 2017 kveikti Listahátíðin List í ljósi á ljósum sínum í annað sinn á Seyðisfirði. Alcoa Fjarðaál er einn af helstu styrktaraðilum hátíðarinnar.

O¦ümar Bogason_20

Hátíðin, sem er haldin utandyra, umbreytti Seyðisfirði með ljósadýrð og spennandi listaverkum og fagnaði um leið komu sólar. Áhorfendur, sem um leið eru virkir þátttakendur, upplifðu á magnaðan hátt allskonar ljósverk, allt frá innsetningum og myndbandsverkum til stærri ljósaskúlptúra. Innlendir sem erlendir listamenn tóku þátt í hátíðinni, sem bókstaflega lýsti upp Seyðisfjörð.

Stofn­end­ur hátíðar­inn­ar, þær Sesselja Hlín Jónas­ar­dótt­ir og Celia Harri­son, segja: „Í ár erum við stoltar að segja frá því að við fengum tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2017 og einnig fengum við blaðamann frá Lonely Planet til okkar alla leið frá Ástralíu til að skrifa um hátíðina.“

Enn fremur segir í upplýsingum um hátíðina: „List í ljósi er tækifæri fyrir samfélagið að koma saman og fagna Seyðisfirði í nýju ljósi (bókstaflega) í gegnum listaverk, innsetningar, sýningar og vídeóverk sem staðsett eru víðsvegar um Seyðisfjörð – að ógleymdri komu sólargeisla eftir langa bið. Hápunktur List í Ljósi er listaganga í gegnum bæinn. Gangan fer fram að kvöldi, þar sem þátttakendur fá yfirlitskort sem sýnir þeim hvar ljósverk eru staðsett og hver listamaður hvers verks er. Þá geta þátttakendur ráðstafað sinni göngu á milli fjölbreyttar ljósverka, sem finna má víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar.“

Í ár bauð List í ljósi upp á fjölbreytt ljósverk frá bæði innlendum og erlendum listamönnum: ljósinnsetningar, gagnvirk verk, staðbundin verk, hljóðverk, vídjóverk, myndvörpun, listaverk og sýningar þar sem sköpun mætir tækni. Á hátíðinni List í ljósi var sannarlega eitthvað spennandi og upplýst í boði fyrir alla, að sögn þeirra Sesselju og Celiu.  

Hrefna Bjo¦êrg Gylfado¦üttir (190 of 223)

O¦ümar Bogason_2

O¦ümar Bogason_4