06. desember 2016

Alcoa kynnir SUSTANA álvörur: framleiddar með lágmarks kolefnalosun og úr endurunnu efni

  • Nýja framleiðslulínan felst í tveimur vöruflokkum, ECOLUM™ og ECODURA™ og er vel til þess fallin að mæta kröfum viðskiptavina um vörur úr áli sem falla að sjálfbærnisjónarmiðum.
  • Framleiðslulínan byggir á langtíma stefnu Alcoa um sjálfbæra þróun.

 

Alcoa básinn
Bás Alcoa á sýningunni í Dusseldorf.

SUSTANA vörulínan var frumsýnd á álsýningunni í Dusseldorf þann 29. nóvember 2016. Hér er um nýja álvörulínu að ræða en hún er framleidd með lítilli kolefnalosun og úr endurunnu efni. Vörulínan er vel til þess fallin að mæta kröfum viðskiptavina um vörur úr áli sem falla að sjálfbærnisjónarmiðum. Hún er hönnuð til þess að hjálpa fyrirtækjum að minnka kolefnisfótspor aðfangakeðju þeirra og ná þeim sjálfbærnimarkmiðum sem þau hafa sett sér.

SUSTANA framleiðslulínan felst í tveimur aðalvöruflokkum:

  • ECOLUM™ -  Mikið úrval steyptrar álvöru sem felur í sér minnstu kolefnisáhrifin en þau eru 75 prósent minni en meðaltalið í iðnaði. Þessar vörur eru framleiddar í álverum sem knúin eru með vatnsafli og því er losunarhlutfall þeirra minna en 2,5 tonn af kolefni fyrir hvert tonn af áli. Alcoa útvegar upprunavottorð sem staðfestir sjálfbærnikvarða vöruflokksins og hjálpar viðskiptavinum þegar þeir gera grænt bókhald fyrir sitt fyrirtæki.
  • ECODURA™ – álstangir gerðar úr endurunnum málmi, tilvaldar fyrir viðskiptavini sem sækjast eftir kolefnissparandi hráefnum í framleiðsluvörur sínar. Þessar framleiðsluvörur eru fáanlegar í ýmsum blöndum og stærðum og innihalda að lágmarki 50% endurunninn málm og þurfa til framleiðslunnar allt að 95% minni orku en sambærileg vara sem inniheldur engin endurunnin efni. Þær stuðla einnig að LEED® og BREEAM® vottun fyrir sjálfbær byggingarverkefni.

 

IMG_2116
Timothy D. Reyes, framkvæmdastjóri málmsteypu Alcoa Corporation.

ECOLUM frá Fjarðaáli
Fjarðaál lék stórt hlutverk á álsýningunni þar sem Fjarðaál framleiðir mikið af vörum sem heyra undir vöruflokkinn ECOLUM. „Mörg fyrirtæki sem framleiða neytendavörur úr áli hafa gert sjálfbærni að meginmarkmiði sínu og þessvegna leitast þau við að nota einungis ál með lítið kolefnisfótspor og tilskilin vottorð," segir Timothy D. Reyes, framkvæmdastjóri málmsteypu Alcoa Corporation. „Með því að markaðssetja þessar umhverfisvænu SUSTANA vörur, sem hafa mikilvæga kosti varðandi sjálfbærni í samanburði við algengustu vörur sem eru í boði í áliðnaðinum, vill Alcoa sýna í verki þá stefnu fyrirtækisins að hjálpa viðskiptavinum sínum að draga úr áhrifum reksturs þeirra á umhverfið. Þessar vörur sem við setjum núna á heimsmarkað byggja á langvarandi skuldbindingu Alcoa við sjálfbæra þróun, sem meðal annarst felst í umtalsverðri minnkun á okkar eigin kolefnisfótspori.“

 

IMG_2184
Álkapall frá Nexans til sýningar á Álsýningunni í Dusseldorf. Nexans er þýskur framleiðandi álkapla og kaupir ál úr víravél Fjarðaáls til áframvinnslu.