04. nóvember 2016

Leiðtoginn Rebekka Rán Egilsdóttir er komin í hóp fagfólksins á mbl.is

Í gær var birt viðtal við Rebekku Rán Egilsdóttur á mbl.is í þáttaröðinni „Fagfólk" undir fyrirsögninni „Konum í álveri fjölgar." Í kynningu á þáttaröðinni á mbl.is segir: „Fjölmargir frábærir starfskraftar vinna góð og skapandi störf hér á landi þar sem verkvitið skiptir höfuðmáli. Á næstu mánuðum mun Morgunblaðið og mbl.is í samstarfi við Samtök Iðnaðarins fjalla um fólk um allt land sem vinnur störf af þessu tagi. Í stuttum og áhugaverðum þáttum á mbl.is verður skyggnst inn í líf þess þar sem áhorfendur fá að kynnast áhugamálum þess og störfum. Fólkið er jafn ólíkt og það er margt og störfin líka.“

Rebekka Rán Egilsdóttir hóf störf hjá Fjarðaáli fyrir rúmum áratug þegar hún var 21 árs gömul en nú starfar hún sem leiðtogi í steypuskála. Í viðtalinu lætur hún vel af því að starfa hjá fyrirtækinu. „Þetta er stór vinnustaður," segir hún. „Við erum öll að vinna í teymum og við erum öll að vinna saman." Hún bendir á að hlutverk leiðtoga sé ekki það sama og hið hefðbundna starf verkstjóra. Þótt hún stýri 20 manna teymi, vinnur hún með fólkinu og leiðbeinir því á jafningjagrundvelli, ólíkt því sem gengur og gerist með verkstjóra. Hún fagnar því að á undanförnum árum hafi konum fjölgað í starfsmannaliði Fjarðaáls enda hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að fá fleiri konur til starfa, m.a. með því að taka upp 8 tíma vaktakerfi. Nú eru til dæmis 8 konur í 20 manna teymi Rebekku Ránar.

Rebekka_Ran
Rebekka Rán Egilsdóttir á álverslóðinni. Myndin er tekin af mbl.is.

Í fréttinni með myndbandinu segir m.a.

Vinn­una seg­ir hún geta tekið á, hit­inn í ál­ver­inu sé t.a.m. á köfl­um mik­ill en með góðri skipu­lagn­ingu sé dregið úr lík­am­lega þætt­in­um eins og hægt er. Þar sem álfram­leiðsla fer fram er ým­is­legt að var­ast. „Við erum að vinna með bráðinn málm og það fer eft­ir verk­inu hversu mikið varn­ar­lag við þurf­um. Ef við erum að vinna með bráðið ál þurf­um við að vera í rétt­um ör­ygg­is­fatnaði, við vilj­um að all­ir komi heil­ir heim.“  

Hér má sjá myndbandið á vef mbl.is.