01. nóvember 2016

Alcoa Corporation, leiðandi fyrirtæki í báxít-, súráls- og álframleiðslu hleypt af stokkunum í dag

Alcoa Corporation tilkynnti í dag að nú sé aðskilnaðarferli fyrirtækisins frá móðurfyrirtækinu Alcoa Inc. (sem nú heitir Arconic Inc.) að fullu lokið og að nýja fyrirtækið sé nú rekið sem sjálfstætt fyrirtæki sem skráð er hjá Kauphöllinni í New York með auðkenninu „AA.“ Alcoa Corporation er alþjóðlegt kostnaðarskilvirkt fyrirtæki í fararbroddi í báxít-, súráls og álframleiðslu sem er í einstakri stöðu til þess að ná góðum árangri á þessum mörkuðum.

Day_One_with_Tomas_Magnus_and_more
Í dag var nýja fyrirtækið sérstaklega kynnt fyrir starfsmönnum Fjarðaáls. Á myndinni eru t.f.v. Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alcoa Corporation,  Geir Sigurpáll Hlöðversson, framkvæmdastjóri steypuskála Fjarðaáls, Nik Winjum, framkvæmdastjóri málmsteypusviðs fræðsluseturs Alcoa og Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.

 

„Við erum að hleypa af stokkunum Alcoa Corporation sem leiðandi fyrirtæki í áliðnaði með sterka samkeppnisstöðu í allri virðiskeðju álframleiðslu,“ segir Roy Harvey, aðalforstjóri hins nýja fyrirtækis. „Báxít- og súrálsframleiðslan okkar komu kostnaðarlega vel út úr fyrsta fjórðungsmarkinu og álframleiðslan var með góða samkeppnisstöðu eftir annað fjórðungsmarkið. Við höfum náð frábærum árangri í steyptum álvörum og erum fremst í flokki fyrirtækja sem framleiða álþynnur fyrir dósaiðnaðinn í Norður-Ameríku. Orkuframleiðsla fyrirtækisins hefur líka skilað góðum árangri. Þessu höfum við náð þrátt fyrir erfiða tíma á markaðinum og verið óbugandi sem er helst að þakka mikilli vinnu og trúmennsku starfsmanna okkar sem eru um 16.000 talsins. Hvað framtíðina varðar hyggjumst við halda áfram rekstri með yfirburðum og nýsköpun í þeim iðnaði sem við vorum brautryðjendur í. Við höfum ávallt unnið samkvæmt gildum okkar og metnaði til að skara fram úr.“

Styrkleiki á öllum stigum álframleiðslu

Alcoa er leiðandi, kostnaðarskilvirkt fyrirtæki sem samanstendur af sex einingum sem starfa í allri virðiskeðju álframleiðslunnar – báxíti, súráli, áli, steyptum vörum, völsuðum vörum og raforkuframleiðslu – og fyrirtækin eru í einstakri stöðu til þess að ná góðum árangri á þessum mörkuðum. Samtals er fyrirtækið með 25 framleiðslustöðvar á heimsvísu og starfsmannafjöldinn telur um 16.000 manns.

Meðal helstu kosta fyrirtækisins má telja:

  • Mesta báxítnámuvinnsla á heimsvísu, þ.e. framleiðsla sem nam 45,3 tonnum (bdmt) á árinu 2015 og aðgangur að stórum námusvæðum með afnotarétti sem nær í flestum tilvikum til meira en 20 ára.
  • Stærsti súrálsframleiðandi í heimi með níu verksmiðjur í fimm heimsálfum;
  • Álver víða um heim sem eru í góðri stöðu til að hagnast þegar markaðsaðstæður verða betri í framtíðinni.
  • Steypuskálar sem bjóða sérhæfðar, virðisaukandi vörur með álblöndum, steyptum í ýmiss konar mót til að sinna þörfum viðskiptavinarins.
  • Völsunarverksmiðjur í Warrick, Indiana, og Ras Al Khair í Sádí Arabíu til að þjóna áldósamarkaðinum í Norður-Ameríku.
  • Ýmiss konar orkuframleiðslufyrirtæki, en um 55% þeirra framleiða kostnaðarlitla vatnsaflsorku fyrir fyrirtæki okkar með sem minnstum tilkostnaði. Fyrirtækið selur einnig orku til utanaðkomandi aðila.

Alcoa spáir því að eftirspurn eftir áli á heimsvísu muni aukast um 5 prósent á árinu 2016 og reiknar með að hún muni tvöfaldast miðað við tímabilið frá árinu 2010 til ársins 2020. Alcoa Corporation er í góðri stöðu til að mæta þessum auknu kröfum.

Aðskilnaðarferli lokið

Í dag lauk aðskilnaðarferlinu með því að Alcoa Inc. skipti hlutfallslega út 80.1% af útistandandi hlutabréfum í hinu nýstofnaða fyrirtæki, Alcoa Corporation. Arconic mun halda eftir 19.9% af almennum hlutabréfum í Alcoa Corporation. Útskiptingunni er hagað þannig að hún teljist skattfrjáls fyrir hlutafjáreigendur í Alcoa Inc. samkvæmt tekjuskattslögum Bandaríkjanna. Í dag fá hluthafar í Alcoa Inc. (i) eitt almennt hlutabréf í Alcoa Corporation fyrir hver þrjú hlutabréf sem þeir áttu í Alcoa Inc. þann 20. október 2016 og (ii) halda hlutabréfum sínum í Alcoa Inc. sem vegna nafnabreytingar Alcoa Inc. í Arconic Inc. verða nú hlutabréf í Arconic Inc.

Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation)

Í tilefni þess að Alcoa Corporation hefur hafið göngu sína sem sjálfstætt fyrirtæki hefur Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) tilkynnt að hann muni einbeita sér að sjálfbærri þróun og byrja á því að veita eins árs styrk að upphæð 300.000 Bandaríkjadala (um 33,7 milljónir króna) til World Wildlife Fund (WWF). Verkefnið sem WWF mun koma á laggirnar beinist að áhrifum loftslagsbreytinga í löndum þar sem Alcoa Corporation starfar, t.d. í suðvesturhluta Ástralíu, í Brasilíu, Noregi og á Íslandi. Á næsta ári mun WWF vinna með samstarfsaðilum sínum að því að safna bráðnauðsynlegum gögnum um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á mannlíf og líffræðilegan fjölbreytileika. Niðurstöður rannsókna munu hjálpa WWF við stefnumótun varðandi náttúruvernd og gerð fræðsluefnis.

PIMG_9467

Tómas Már Sigurðsson og Margrét Linda Erlingsdóttir, leiðtogi framleiðslu í skautsmiðju. 

 

PIMG_9794

Starfsmenn í steypuskála ásamt yfirmönnum hjá Alcoa. T.f.v.  Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alcoa Corporation, Vala Thoroddsen, Sindri Már Smárason, Hulda Garðarsdóttir og Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls.