27. júní 2016

Nítján fjölbreytt samfélagsverkefni hlutu styrk frá Styrktarsjóði Fjarðaáls

Þann 9. júní voru veittir 19 styrkir úr Styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls og 13 styrkir frá Spretti, afrekssjóði UÍA og Fjarðaáls. Styrkúthlutun úr Styrktarsjóðnum og Spretti fer fram tvisvar á ári: að vori og að hausti.

Alcoa Fjarðaál leggur sitt af mörkum til að stuðla að framgangi góðra mála á Austurlandi. Fyrirtækið tekur ríkan þátt í samfélagsmálum og veitir margvíslega styrki með ýmsum leiðum. Annars vegar koma styrkir frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation) í Bandaríkjunum og hins vegar beint frá Alcoa Fjarðaáli.
 
Styrkir frá samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation) eru veittir til mjög stórra verkefna og hafa t.d. runnið til Breiðdalsseturs, uppbyggingar Sómastaða og ýmiss konar menntunarverkefna. Þaðan koma líka styrkir með sjálfboðaliðaverkefnum starfsmanna Fjarðaáls sem kallast „Action“ og „Alcoans in Motion“ ásamt árlegum „Bravó“ styrkjum til félagasamtaka sem starfsmenn Alcoa tilheyra og hafa unnið fyrir. Á síðasta ári veitti Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa um 140 milljónum króna í styrki til fjölbreyttra samfélagsverkefna á Austurlandi.

2016_06_styrkir_large
Styrkþegar og fulltrúar styrkþega samankomnir fyrir utan Valaskjálf.

Styrktarsjóður Fjarðaáls
Formleg athöfn af tilefni styrkveitinga frá Styrktarsjóði Fjarðaáls og Spretti var haldin í samkomusal Valaskjálfs fimmtudaginn 9. júní sl. Í reglum um styrktarsjóðinn segir m.a.: „Sótt er um styrki allt að einni milljón króna hjá Alcoa Fjarðaáli. Stuðningur er einungis veittur frjálsum félagasamtökum eða stofnunum á Mið-Austurlandi. Ekki eru veittir styrkir til einstaklinga, stjórnmálasamtaka, trúfélaga eða til almenns reksturs félaga.“ Því eru aðilar hvattir til þess að sækja um sérstök verkefni í þágu samfélagsins.
 
Alls fengu 19 aðilar styrki að þessu sinni og nam heildarstyrkupphæð í fyrri úthlutun ársins 6,3 milljónum króna. Héraðsskjalasafn Austfirðinga hlaut hæsta styrkinn eða eina milljón króna. Styrkurinn er veittur til að koma öllum kvikmyndafilmum, myndböndum, segulböndum og snældum um héraðs- og menningarsögu Austurlands á stafrænt form.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá aðila sem hlutu styrk í vorúthlutun Styrktarsjóðs Fjarðaáls.
 
Geðsjúk baráttusamtök. „Faces of depression“ verkefnið: ljósmyndun á andlitum þunglyndra á Austurlandi.
 
Félag Heyrnarlausra. Upptökuhljóðver til framleiðslu á fræðslu og efni á táknmáli t.d. Tinnu táknmálsálfi.
 
Foreldrafélag Grunnskóla Reyðarfjarðar. Endurnýjun á endurskinsvestum fyrir yngsta stig skólans.
 
Jassklúbbur Egilsstaða. Hljómsveitarnámskeið á Austurlandi.
 
Minjasafn Austurlands. Verkefnið Fest Tråden; rannsaka og bera saman útsaum kvenna á Austurlandi og Vesterålen í Noregi.
 
Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs. Afmælissýning og samstarfsverkefni allra félaga sem stendur frá 17. júní til 8. okt. 2016.
 
Náttúrustofa Austurlands. Að halda 5 daga náttúrufræðinámskeið fyrir börn 8-10 ára samhliða gönguvikunni „Á fætur í Fjarðabyggð.“
 
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan. Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar sumarið 2016.
 
Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Þátttökugjöld á lúðrasveitarmót.
 
Ungmennafélagið Neisti. Forvarnarstarf í formi fyrirlestra og fræðslu, „Edrúlífið fyrir alla“.
 
Ungmennafélagið Valur. Byggja upp íþróttina Tchoukball á Austurlandi.
 
Listaakademía Verkmenntaskóla Austurlands. Búningagerð fyrir leikritið „Lovestar“ eftir Andra Snæ Magnason.
 
7. bekkur Vopnafjarðarskóla. Þátttaka í First Lego League keppninni á Tenerife 4. – 7. maí síðastliðinn.
 
Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi (ÆSKA).Farskóli leiðtogaefna á Austurlandi fyrir 14-17 ára unglinga.
 
Björgunarsveitin Hérað. Kaup á nýjum sjúkratöskum í farartæki sveitarinnar.
 
Lortur framleiðslufélag ehf. Gera heimildarmyndina „Blindrahundur“ sem fjallar um myndlistarmanninn Birgi Andrésson sem lést árið 2007.
 
Gunnarsstofnun í samvinnu við Sviðsverk. Setja upp leiksýninguna „Sælir eru einfaldir“ sem er byggð á samnefndri bók Gunnars Gunnarssonar.
 
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs - Sláturhúsið. Þjóðleikur á Austurlandi.
 
Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Stafræn afritun á hljóð- og myndefni um héraðs- og menningarsögu Austurlands.

2016_06_sprettur_large
Myndin sýnir þá sem tóku á móti styrkjum frá Afrekssjóðnum Spretti.

Úthlutun úr Spretti styrktarsjóði
Að lokinni formlegri úthlutun úr Styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls fór fram fyrri úthlutun ársins úr afrekssjóðnum Spretti. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði (excellence) að leiðarljósi. Alcoa Fjarðaál sér um fjármögnun sjóðsins en UÍA um skipulag og utanumhald. Í úthlutunarnefndinni situr fólk frá bæði ÚÍA og Alcoa sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjóðnum.
 
Á hverju ári eru veittir afreksstyrkir, iðkendastyrkir, þjálfarastyrkir og félagastyrkir auk þess sem íþróttamaður Austurlands er styrktur sérstaklega. Að þessu sinni voru veittir sex iðkendastyrkir, samtals að upphæð 500.000 kr. Fjórir þjálfarar fengu styrk vegna þátttöku í verkefnum samtals að upphæð 200.000 kr. og þá fengu þrjú aðildarfélög UÍA styrk vegna verkefna, samtals að upphæð 150.000 kr.
 
Iðkendastyrkir: 
Atli Fannar Pétursson (Þróttur-blak)
Gígja Guðnadóttir (Þróttur-blak)
Halldóra Birta Sigfúsdóttir (Umf. Valur-skíði)
Lísbet Eva Halldórsdóttir (Höttur-fimleikar)
Þórarinn Örn Jónsson (Þróttur-blak)
Glímuráð Vals (Valur-glíma)

Þjálfarastyrkir:
Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir (Brettafélag Fjarðabyggðar)
Stefán Einar Kristjánsson (Brettafélag Fjarðabyggðar)
Borja Gonzalez Vicente (Þróttur)
Anna Maria Vidal Bouza (Þróttur)

Félagastyrkir: 
 
Brettafélag Fjarðabyggðar. Parkour/hjólabrettanámskeið.
 
UMF Þristur. Hjólakraftur: Verkefnið snýr að því að skapa ungmennum einkum þeim sem standa höllum fæti tækifæri til aukinnar lýðheilsu, samfélagsþátttöku og styðja þau við að temja sér heilbrigðan lífsstíl og taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi.
 
Valur. Tchoukball: Kynning á íþróttinni Tcoukball sem er yfir þrjátíu ára gömul íþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda um allan heim.