06. júní 2016

Ársfundur, staða áliðnaðar, háskólanám, orka og kókdósir í fréttabréfi Samáls

Fréttabréf Samáls, samtaka álframleiðenda, kemur nú út í annað skipti á þessu ári. Tilgangurinn með þessari útgáfu er að stuðla að upplýstri umræðu um áliðnað á Íslandi.


Til umfjöllunar í fréttabréfinu er nýafstaðinn ársfundur Samáls. Þar var m.a. rætt um stöðu og horfur í áliðnaði, þróun orkuiðnaðar í Evrópu, framtíðarsýn náms á háskólastigi og kókdósir með íslenskum landsliðsmönnum - auðvitað úr áli. Einnig var opnuð sýning á sögu, framleiðsluferli og afurðum Málmsteypunnar Hellu. Umsjón hefur Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.

2016_06_ragnheidur_elin_large
„Það var stór viðburður í atvinnusögu Íslands þegar Ísal, fyrsta álverið á Íslandi, hóf starfsemi í Straumsvík árið 1969 með 33 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Íslendingar voru stoltir af þessu iðjuveri sem setti alþjóðlegan brag á fábrotið atvinnulífið,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra í ávarpi sínu á ársfundi Samáls.

 
Fréttabréfið er aðgengilegt í rafrænu formi á vefsíðu Samáls.