19. júlí 2018

Alcoa Corporation kynnir afkomu annars ársfjórðungs 2018

Alcoa, móðurfyrirtæki Fjarðaáls, tilkynnti í gær niðurstöður 2. ársfjórðungs 2018 sem endurpegla hagstætt verð á bæði súráli og áli.

Góðar markaðsaðstæður hafa líka gert fyrirtækinu kleift að draga úr flöktáhættu vegna lífeyrisskuldbindinga. Á öðrum ársfjórðungi 2018 nýtti Alcoa tekjur vegna skuldafjárútboðs og handbært fé til þess að lækka eftirlaunaskuldbindingar um 605 milljónir bandaríkjadala og í lok tímabilsins var sjóður fyrirtækisins um 1,1 milljarður bandaríkjadala.

„Markaðsverð hefur haldist hagstætt á öðrum ársfjórðungi og leiddi til 38 prósenta runubundinnar aukningar á leiðréttum rekstrarhagnaði fyrir vexti, skatta, fyrningar og afskriftir,“ segir Roy Harvey, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa. „Þessi meðbyr á mörkuðum gerði okkur líka auðveldara að ná markmiðum okkar, að draga úr flækjustigi og auka arðsemi eigna, og jafnframt að takast á við eftirlaunaskuldbindingar okkar til að styrkja efnahagsreikninginn til lengri tíma litið.“

Alcoa breytti einnig afkomuspá fyrirtækisins fyrir leiðréttan rekstrarhagnað fyrir vexti, skatta, fyrningar og afskriftir í 3,2 milljarða bandaríkjadala en hann var á bilinu 3,5 til 3,7 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi. Nýja spáin fyrir allt árið endurspeglar núverandi markaðsverð, tolla á innflutt ál til Bandaríkjanna, hærra raforkuverð og ýmis önnur rekstrarleg áhrif.

Roy Harvey segir jafnframt: „Þó að markaðir og viðskipti verði sennilega áfram óstöðug munum við halda áfram að skila hagnaði fyrir hluthafa okkar á öllum mörkuðum.“

Í öðrum ársfjórðungi 2018 tilkynnti Alcoa hagnað upp á 75 milljónir bandaríkjadala (um 8 milljarða króna) en á fyrsta ársfjórðungi nam hagnaður fyritækisins 150 milljónum bandaríkjadala (um 16 milljörðum króna). Í niðurstöðum annars ársfjórðungs felast m.a. neikvæð áhrif vegna kostnaðar upp á 211 milljónir bandaríkjadala fyrir sérstaka liði, þ.m.t. samkomulags vegna vissra eftirlaunaskuldbindinga í Kanada, aðgerða tengdum Wenatchee álverinu í Washington-ríki og taps í gerðardómsmáli gegn verktaka.

Að frátöldum áhrifum sérstakra liða var hagnaður annars ársfjórðungs 286 milljónir dala, eða 1,52 dalir á hlut.

Aukinn hagnað má m.a. rekja til hærra súráls- og álverðs auk styrkingar bandaríkjadals. Síðan voru liðir sem voru óhagstæðir, t.d. aukinn kostnaður vegna raforku, hráefna og viðhalds.

Á öðrum ársfjórðungi stofnaði Alcoa til kostnaðar upp á 15 milljónir bandaríkjadala vegna innflutnings á vörum til Bandaríkjanna frá erlendum starfsstöðvum fyrirtækisins. Meirihluti innflutningsins var frá Kanada en tollar Bandaríkjastjórnar skv. grein 232 tóku gildi þann 1. júní 2018.

Tekjur Alcoa á fjórða ársfjórðungi voru 3,6 milljarðir dala, sem er 16% meira en á fyrsta ársfjórðungi, aðallega vegna hærri súráls- og álverðs og fjölgunar súrálsflutninga.

Í lok annars ársfjórðungs 2018 var Alcoa með 1,1 milljarð dala í handbæru fé en skuldaði 1,9 milljarð dala. Fyrirtækið tilkynnti 24 daga veltufjármagn sem er 6 dögum meira en á sama ársfjórðungi 2017, aðallega vegna hærra súráls- og álverðs.