24. júní 2018

Kvenréttindadeginum fagnað í Alcoa Fjarðaáli


Frá því álver Fjarðaáls tók til starfa hefur konum á Austurlandi verið boðið í síðdegiskaffi þann 19. júní til þess að fagna afmæli kosningaréttar kvenna. Að meðaltali hafa um tvö hundruð konur mætt, þegið veitingar, hlustað á ræður og notið góðrar tónlistar.

Í ár mætti fjöldi kvenna en boðið var upp girnilegar veitingar og dagskrá sem samanstóð af söng og ávörpum. Anya Hrund Shaddock, tónlistarkona frá Fáskrúðsfirði flutti nokkur lög fyrir gesti, Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað flutti erindi um stöðu jafnréttismála og Birna Ingadóttir, áreiðanleikasérfræðingur hjá Fjarðaáli fjallaði um um konur í verk- og tæknigreinum. Margrét Perla Kolka Leifsdóttir var kynnir og tók vel á móti gestum.

Kynjafræði verði kennd í öllum skólum

María Ósk Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestinga, framleiðsluþróunar og upplýsingatækni hjá Alcoa Fjarðaáli segir að dagurinn hafi verið frábær. „Það sem stóð upp úr voru fjórar hæfileikaríkar konur sem gerðu daginn hátíðlegan og vöktu mann til umhugsunar. Perla deildi hugrenningum sínum um jafnrétti og stýrði fundi. Birna sagði okkur frá því hvernig hennar menntunar og starfsferill hefur verið og sýndi fram á að maður þarf ekki alltaf að vera búinn að hugsa starfsferilinn sinn til enda þegar maður byrjar að mennta sig. Hún lagði til að sinna því sem manni finnst skemmtilegast hverju sinni og grípa tækifærin þegar þau gefast. Birna er frábær fyrirmynd öðrum konum hjá Fjarðaáli og konum almennt. Ingibjörg var með hugvekju um kynjahlutverkin í samfélaginu og minnti okkur á hversu samgróin hefðbundin kynjahlutverk eru okkar sjálfsmynd og samfélagi. Hún leggur til að kynjafræði verði kenndi í öllum skólum og að uppalendur séu meðvitaðir um þau kynjahlutverk sem þau varpa yfir á börnin sín í uppeldinu.“

Þá hrósar María Ósk einnig tónlistarflutninguri Anyu og segir að lokum: „Veitingarnar voru afbragðsgóðar og grillaði kjúklingurinn var bestur.“

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem lýsa vel stemmingunni í Kvennakaffi Fjarðaáls 2018.

IMG_1391

20180619_173700

Margrét Perla Kolka Leifsdóttir var kynnir og tók vel á móti gestum.

20180619_173700

Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað flutti erindi um stöðu jafnréttismála


20180619_173700
20180619_173700

Anya Hrund Shaddock, tónlistarkona frá Fáskrúðsfirði flutti nokkur frumsamin lög fyrir gesti.


20180619_173700

Birna Ingadóttir, áreiðanleikasérfræðingur hjá Fjarðaáli, flutti erindi.


IMG_1391

IMG_1391


IMG_1391

IMG_1391
IMG_1391