• 27. mars 2020

  Viðbrögð Alcoa vegna COVID-19

  Á meðan tilfellum af COVID-19 fjölgar um allan heim stendur Alcoa vörð um heilsu starfsmanna sinna og hefur gripið til aðgerða til þess að draga úr áhrifum heimsfaraldsins á fyrirtækið. Eins og stendur eru allar verksmiðjur fyrirtækisins enn í rekstri. Við fylgjum ráðleggingum yfirvalda í sérhverju landi þar sem við...

  meira
 • 25. mars 2020

  Tekst á við lífsins áskoranir með bros á vör

  (Þetta viðtal birtist fyrst í Fjarðaálsfréttum í desember 2019) Íþróttagarpurinn og mannauðssérfræðingurinn Elísabet Esther Sveinsdóttir hefur unnið hjá Fjarðaáli síðan árið 2007, lengst af í mannauðsteymi. Þótt Elísabet sé alltaf á hlaupum náðu Fjarðaálsfréttir tali af henni snemma á aðventunni. Árið 2019 hefur verið einkar viðburðaríkt í hennar lífi en...

  meira
 • 28. febrúar 2020

  Perlað af krafti með Fjarðaáli

  Í tilefni af Mottumars ræðst Fjarðaáli í stórt Action verkefni í samstarfi við Kraft og Krabbameinsfélag Austfjarða. Fulltrúar frá þessum stuðningsfélögum heimsækja Fjarðaál til að perla með starfsfólkinu og íbúum Austurlands. Með þátttöku er stutt við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, en armböndin verða seld...

  meira
 • 20. febrúar 2020

  Þekkir þú ævintýraþyrstan 16-18 ára nemanda á Mið-Austurlandi?

  Á undanförnum árum hefur 16-18 ára unglingum, sem hafa áhuga á náttúru og vísindum, gefist kostur til þátttöku í leiðangri um þjóðgarð í Bandaríkjunum á vegum NatureBridge-samtakanna í tvær vikur ásamt öðrum unglingum á sama aldri. Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) greiðir allan ferða- og dvalarkostnað, frá Austurlandi og heim aftur....

  meira
 • 22. janúar 2020

  „Það verður líklegast ekkert úr þessum dreng!“

  Ingólfur T. Helgason er nýtekinn við starfi framkvæmdastjóra álframleiðslu hjá Fjarðaáli og er yngsti framkvæmdastjóri Fjarðaáls frá upphafi. Með einungis 33 ár að baki sér og þar af tíu erfið grunnskólaár og falleinkunn á samræmdu prófunum, er hann eins og fönix sem rís upp úr djúpinu með verðlaunað lokaverkefni við...

  meira
 • 16. janúar 2020

  Allt nýtt sem hægt er að nýta

  Lára Elísabet Eiríksdóttir er Eskfirðingur, brautryðjandi og orkubolti. Árið 2003 þegar Fjarðaál var að opna skrifstofu á Reyðarfirði, var hún ráðin til þess að sjá um ræstingar. Eftir því sem atvinnulífið á Austurlandi þróaðist næstu árin þar á eftir réði hún til sín fleiri og fleiri starfsmenn til þess að...

  meira
 • 25. desember 2019

  Tímarit fullt af fróðleik og skemmtun: Fjarðaálsfréttir 2019 eru komnar út

  Fjarðaálsfréttir 2019 eru komnar út en þær hafa komið út á hverju hausti síðan árið 2008. Í þeim er að finna skemmtileg viðtöl, áhugavert efni um áliðnaðinn, fréttir af framleiðslu Fjarðaáls og margt fleira. Blaðinu verður dreift ókeypis milli jóla og nýárs til allra heimila á Mið-Austurlandi, allt frá Djúpavogi...

  meira
 • 23. desember 2019

  Starfsmenn Landsnets fá hrós frá Alcoa Fjarðaáli

  Stjórnendur Alcoa Fjarðaáls vilja koma á framfæri þökkum til starfsmanna Landsnets fyrir fumlaus vinnubrögð við að koma Fljótsdalslínu 4 með öruggum og skjótum hætti í gagnið og tryggja þannig afhendingaröryggi á raforku til álversins við Reyðarfjörð. Landsnet einhenti sér í verkefnið við erfiðar aðstæður og tryggði mannskap, tæki og verktaka...

  meira
 • 06. desember 2019

  Vilmundur Guðnason hlýtur heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright

  Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, hlýtur heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright í ár fyrir brautryðjendastarf í að samtvinna rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum og erfðum þeirra. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Vilmundi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu fyrr í dag. Verðlaunin eru...

  meira
 • 29. nóvember 2019

  Styrkúthlutun hjá Fjarðaáli – samtals úthlutað 21 milljón

  Alcoa Fjarðaál úthlutaði samfélagsstyrkjum til nærsamfélagsins að upphæð 17,7 milljónir króna í gær, þann 28. nóvember 2019. Við sama tilefni var úthlutað styrkjum frá íþróttasjóðnum Spretti að upphæð 3,5 milljónir króna en ÚÍA heldur utan um sjóðinn sem Alcoa fjármagnar. Úthlutunin fór fram í Egilsbúð í Neskaupstað og heppnaðist vel....

  meira

Eldri fréttir


2020
2019
2018
2017
2016