• 22. janúar 2020

  „Það verður líklegast ekkert úr þessum dreng!“

  Ingólfur T. Helgason er nýtekinn við starfi framkvæmdastjóra álframleiðslu hjá Fjarðaáli og er yngsti framkvæmdastjóri Fjarðaáls frá upphafi. Með einungis 33 ár að baki sér og þar af tíu erfið grunnskólaár og falleinkunn á samræmdu prófunum, er hann eins og fönix sem rís upp úr djúpinu með verðlaunað lokaverkefni við...

  meira
 • 16. janúar 2020

  Allt nýtt sem hægt er að nýta

  Lára Elísabet Eiríksdóttir er Eskfirðingur, brautryðjandi og orkubolti. Árið 2003 þegar Fjarðaál var að opna skrifstofu á Reyðarfirði, var hún ráðin til þess að sjá um ræstingar. Eftir því sem atvinnulífið á Austurlandi þróaðist næstu árin þar á eftir réði hún til sín fleiri og fleiri starfsmenn til þess að...

  meira
 • 25. desember 2019

  Tímarit fullt af fróðleik og skemmtun: Fjarðaálsfréttir 2019 eru komnar út

  Fjarðaálsfréttir 2019 eru komnar út en þær hafa komið út á hverju hausti síðan árið 2008. Í þeim er að finna skemmtileg viðtöl, áhugavert efni um áliðnaðinn, fréttir af framleiðslu Fjarðaáls og margt fleira. Blaðinu verður dreift ókeypis milli jóla og nýárs til allra heimila á Mið-Austurlandi, allt frá Djúpavogi...

  meira
 • 23. desember 2019

  Starfsmenn Landsnets fá hrós frá Alcoa Fjarðaáli

  Stjórnendur Alcoa Fjarðaáls vilja koma á framfæri þökkum til starfsmanna Landsnets fyrir fumlaus vinnubrögð við að koma Fljótsdalslínu 4 með öruggum og skjótum hætti í gagnið og tryggja þannig afhendingaröryggi á raforku til álversins við Reyðarfjörð. Landsnet einhenti sér í verkefnið við erfiðar aðstæður og tryggði mannskap, tæki og verktaka...

  meira
 • 06. desember 2019

  Vilmundur Guðnason hlýtur heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright

  Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, hlýtur heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright í ár fyrir brautryðjendastarf í að samtvinna rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum og erfðum þeirra. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Vilmundi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu fyrr í dag. Verðlaunin eru...

  meira
 • 29. nóvember 2019

  Styrkúthlutun hjá Fjarðaáli – samtals úthlutað 21 milljón

  Alcoa Fjarðaál úthlutaði samfélagsstyrkjum til nærsamfélagsins að upphæð 17,7 milljónir króna í gær, þann 28. nóvember 2019. Við sama tilefni var úthlutað styrkjum frá íþróttasjóðnum Spretti að upphæð 3,5 milljónir króna en ÚÍA heldur utan um sjóðinn sem Alcoa fjármagnar. Úthlutunin fór fram í Egilsbúð í Neskaupstað og heppnaðist vel....

  meira
 • 08. nóvember 2019

  Fréttatilkynning frá Alcoa Fjarðaáli, Landsvirkjun og Landsbankanum: Jafnréttismál á vinnustöðum

  Ráðstefna um jafnréttismál á vinnustöðum var vel sótt á Egilsstöðum föstudaginn 8. nóvember. Þar ræddu þrjú stórfyrirtæki sem öll hafa sett jafnréttismál á oddinn um árabil hvers vegna áhersla á jafnréttismál væru vinnustöðum og atvinnulífinu mikilvægt. Þá var einnig rætt um ávinning af jafnlaunavottunum og Jafnréttisvísi Capacent. Hvar eru þær?...

  meira
 • 21. október 2019

  Jafnréttismál á vinnustöðum: Ráðstefna um jafnréttismál í Valaskjálf á Egilsstöðum föstudaginn 8. nóvember

  Hvers vegna eru jafnréttismál mikilvæg í fyrirtækjarekstri? Þrjú stórfyrirtæki sem öll hafa sett jafnréttismál á oddinn um árabil munu ræða jafnréttismál á ráðstefnu á Egilsstöðum þann 8. nóvember nk. Einnig verða innlegg um jafnlaunavottun og jafnréttisvísa Capacent á fundum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að auka veg jafnréttismála...

  meira
 • 25. september 2019

  Alcoa Fjarðaál styrkir endurbyggingu gangnamannakofa á Laugavöllum

  Einn af þeim styrkjum sem veittir voru í vorúthlutun Fjarðaáls 2019 rann til Ferðafélags Fljótsdalshéraðs til þess að hefja endurbætur á gamla gangnamannakofanum í Laugavalladal norðan Kárahnjúka. Ferðafélagið sótti um styrkinn í samstarfi við landeigendur. Í Laugavalladal er að finna rústir nokkurra býla. Sá bær sem síðast var búinn hét...

  meira
 • 04. september 2019

  Tor Arne verður forstjóri Fjarðaáls

  Norðmaðurinn Tor Arne Berg mun taka við stöðu forstjóra Alcoa Fjarðaáls þann 30. september nk. en þangað til mun Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, sinna starfi forstjóra. Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011 og unnið fjölbreytt störf fyrir fyrirtækið. Meðal annars hefur hann verið framkvæmdastjóri steypuskála hjá álveri...

  meira

Eldri fréttir


2020
2019
2018
2017
2016