• 12. maí 2018

  Alcoa og Rio Tinto kynna fyrsta kolefnislausa framleiðsluferli áls á heimsvísu

  (Fréttatilkynning frá Alcoa Corporation) Alcoa Corporation og Rio Tinto kynntu þann 10. maí byltingarkennda aðferð við framleiðslu áls sem losar frá sér súrefni og útrýmir allri beinni losun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslunni. Stjórnendur Alcoa, Rio Tinto og Apple stóðu að fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um samvinnuverkefni fyrirtækjanna sem felur í...

  meira
 • 09. maí 2018

  Hagnýting í þágu samfélagsins

  Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum þriðjudaginn 8. maí undir yfirskriftinni „Hagnýting í þágu samfélagsins“. Þetta var áttundi ársfundur verkefnisins og umfjöllunarefnið var hvernig Sjálfbærniverkefnið geti nýst Austurlandi best. Flutt voru áhugaverð erindi auk þess sem hópastarf skipaði stóran sess í dagskrá. Vífill Karlsson...

  meira
 • 07. maí 2018

  Hundraðasti neminn útskrifast frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls

  Þann 4. maí síðastliðinn útskrifuðust 30 starfsmenn frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Þau skemmtilegu tímamót urðu í sögu skólans að hundraðasti nemandinn fékk skírteinið sitt í hendurnar, en skólinn hóf göngu sína haustið 2011. Útskriftarathöfnin fór fram í mötuneyti fyrirtækisins, að loknum kynningum á lokaverkefnum nemenda. Öll verkefni höfðu umbætur að leiðarljósi...

  meira
 • 04. maí 2018

  Endurheimta votlendi í Fjarðabyggð

  Á vegum Landgræðslu ríkisins er að hefjast endurheimt á 60 hektara votlendi í Fjarðabyggð. Verkefnið felur einnig í sér vöktun á breytingum sem verða á svæðinu við þessa aðgerð. Þá er ætlunin að útbúa tilheyrandi fræðsluefni fyrir grunnskólanema og almenning. Verkefnið hlaut 150 þúsund dollara styrk frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa...

  meira
 • 17. apríl 2018

  Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls 2017 er komin út

  Á hverju ári skilar Alcoa Fjarðaál inn grænu bókhaldi til Umhverfisstofnunar, ásamt skýrslu sem Náttúrustofa Austurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinna fyrir fyrirtækið. Á síðasta ári varð sú breyting að grænu bókhaldi er ekki skilað einu og sér, heldur er það hluti af samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls. Ástæðan fyrir því að Alcoa...

  meira
 • 12. apríl 2018

  Árlegur fundur með sveitarstjórnum á Austurlandi

  Þann 27. mars fór fram árlegur fundur hjá Alcoa Fjarðaáli með sveitastjórnum á Mið-Austurlandi. Tilgangur fundarins er að ræða sam­eigin­lega hags­muni og fara yfir það helsta sem er á döf­inni bæði hjá fyrir­tæk­inu og sveitarfélög­unum. Þá var fulltrúum stærstu verktaka Fjarðaáls einnig boðið á fundinn að þessu sinni. Yfirskrift fundarins...

  meira
 • 22. mars 2018

  Álklasar Íslands og Kanada taka upp formlegt samstarf

  Álklasar Íslands og Kanada hafa gert með sér samning um aukið samstarf milli klasanna. Líkt og hérlendis er stærstur hluti kanadískrar álframleiðslu drifinn áfram af endurnýjanlegri orku og því er mikill samhljómur milli þessara landa varðandi mikilvægi umhverfisvænnar álframleiðslu. Með samningnum er lögð áhersla á að efla samstarf á sviði...

  meira
 • 20. mars 2018

  Dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi í matsal Alcoa Fjarðaáls

  Í hádeginu sl. föstudag, þann 16. mars, glumdi tónlistin í matsal Fjarðaáls og bæði menn og konur dilluðu mjöðmum og stigu dans í takt við tónana. Enda þótt fjörið hafi verið dæmalaust, var tilefnið alvarlegra. Um var að ræða árlegan viðburð á vegum UNWomen í formi dansbyltingar gegn kynbundnu ofbeldi...

  meira
 • 13. mars 2018

  Betri gönguleiðir og minni ágangur á Víknaslóðum

  Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra fékk 400.000 króna styrk frá samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls árið 2016 til verkefnis sem nefndist „Viðhald og uppbygging innviða göngusvæðisins á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri með tilliti til ágangs ferðamanna.“ Nú er verkefninu lokið og Hafþór Snjólfur Helgason, formaður ferðamálahópsins segir frá því hvernig hafi til tekist. „Styrknum...

  meira
 • 08. mars 2018

  Alcoa Fjarðaál styrkti nýtt hjól fyrir þolpróf á endurhæfingardeild FSN

  Frá því Alcoa Fjarðaál var stofnað hefur fyrirtækið á ýmsan hátt stutt við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað (FSN), aðallega gegnum Hollvinasamtök FSN. Samtökin eru mjög virk og gefa fyrirtækjum á Austurlandi vísbendingu um ef sárlega vantar einhvern útbúnað á FSN sem ekki hefur fengist opinber fjárveiting til. Árið 2007 gaf Fjarðaál...

  meira

Eldri fréttir


2018
2017
2016
2015
2014