Samfélag

Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að framgangi góðra mála á Austurlandi í eftirfarandi flokkum:

  • Umhverfi og náttúruvernd
  • Öryggi og heilsa
  • Menntun og þjálfun
  • Menning, tómstundir og félagsstörf

Umsóknarferli

Umsóknir um styrki allt að einni milljón króna er hægt að senda sem fylgiskjal með tölvupósti á styrkir@alcoa.com.

Smelltu hér til þess að hlaða niður eyðublaði í Word. Þegar reitirnir hafa verið fylltir út, vinsamlegast vistaðu skjalið með titli sem inniheldur nafn félagsins sem sækir um.

Samfélagsstyrkir eru veittir einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er til og með 10. september hvert ár.

Ef þér tekst ekki að hlaða niður ofangreindum skjölum, eða vantar nánari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa Fjarðaáls (dagmar.stefansdottir@alcoa.com).