Áfram

Fréttasafn ársins 2013

30. desember 2013
Styrkur frá Fjarðaáli veitir meiri fjölbreytni í íþróttastarfi barna á Vopnafirði
Í fyrra veitti Alcoa Fjarðaál styrkt til Fjaðranna á Vopnafirði til þess að efla blakíþróttina en sú íþrótt hefur verið mjög vinsæl um allt Austurland á undanförnum árum. Fjaðrirnar eru hópur kvenna, um fimmtán talsins, sem hefur stundað blakíþróttina um árabil en þær sóttu um styrkinn til þess að geta boðið upp á þjálfun og aðstöðu fyrir börnin á Vopnafirði.
meira

12. desember 2013
Upplifðu frábært Háfjallakvöld í Háskólabíói Nýlega stóðu Vinir Vatnajökuls, 66°Norður og Félag íslenskra fjallalækna (Fífl) fyrir áhugaverðu fræðslukvöldi í Háskólabíói í Reykjavík, þar sem aðalfyrirlesari kvöldsins var Ed Viesturs, einn fræknasti fjallgöngugarpur sögunnar.
meira

15. nóvember 2013
Tómas Már Sigurðsson stýrir nú einnig álframleiðslusviði Alcoa í Miðausturlöndum Tómas Már Sigurðsson, sem áður var forstjóri Fjarðaáls og Alcoa á Íslandi en hefur síðan 1. janúar 2012 gegnt stöðu yfirmanns Alcoa í Evrópu, hefur nú fengið aukið umráðasvæði, þar sem álframleiðslusvið Alcoa (Global Primary Products, eða GPP) í Miðausturlöndum heyrir nú einnig undir hann.
meira

15. nóvember 2013
Úthlutað úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls Úthlutað var í gær úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls til tuttugu aðila á Austurlandi við athöfn í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.
meira

14. nóvember 2013
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra líkir álveri Fjarðaáls við happdrættisvinning fyrir Austfirðinga Fréttamiðillinn Austurfrétt greindi nýlega frá orðum iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem hún lét falla í opnunarræðu sinni á atvinnumálaráðstefnunni Auðlindin Austurland.
meira

1. nóvember 2013
Esra Ozer nýr forstjóri Alcoa Foundation Esra Ozer tók í gær, fimmtudag, við starfi sem forstjóri Samfélagssjóðs Alcoa (Alcoa Foundation) af Paulu Davis, sem gegnt hefur starfinu frá 2010.
meira

25. október 2013
Forseti Íslands lofar Alcoa Fjarðaál fyrir frumkvæði og forystu í öryggismálum Í vikunni heimsóttu forsetahjónin, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff, Alcoa Fjarðaál, en heimsóknin var liður í opinberri heimsókn forsetahjónanna í Fjarðabyggð.
meira

17. október 2013
Fjölskylduganga á sunnudaginn í þágu krabbameinssjúkra Á sunnudaginn, þann 20. október, munu starfsmenn Fjarðaáls ásamt fjölskyldum sínum ganga hina vinsælu gönguleið að Hengifossi, og styrkja um leið Þjónustumiðstöð krabbameinssjúkra á Austurlandi. Allir eru velkomnir til þess að taka þátt í göngunni en þátttakan er ókeypis. Tilvalið er fyrir einstaklinga og fjölskyldur að slást í hópinn og styrkja um leið gott málefni.
meira

16. október 2013
Samál hlaut bronsviðurkenningu fyrir stjórnun klasa á Íslandi Á ráðstefnu á vegum Rannís, sem haldin var 3. október sl., hlutu níu íslenskir klasar svokallaða bronsviðurkenningu fyrir stjórnun klasa. Það eru evrópsku samtökin European Cluster Excellence Initiative (ECEI) sem  veita verðlaunin en Rannís veitir vottunina hér á landi.
meira

15. október 2013
Fjarðaálsfréttir um allt Austurland Fjarðaálsfréttir litu nýlega dagsins ljós. Tímaritið kemur út árlega og er m.a. dreift til allra heimila á Austurlandi, allt frá Höfn til Vopnafjarðar.
meira

11. október 2013
Alcoa skilar hagnaði á þriðja ársfjórðungi Alcoa skilaði 24 milljón dollara hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs þrátt fyrir lægra álverð á mörkuðum. Á sama ársfjórðungi 2012 nam tap fyrirtækisins 143 milljónum dala. Alls námu tekjur á ársfjórðungnum tæpum 5,8 milljörðum dala. Góðan árangur nú er bæði að þakka áframhaldandi hagræðingaraðgerðum en einnig aukinni framleiðni og sölu á dýrari verkfræðilausnum, sem námu 57% af heildartekjum.
meira

1. október 2013
Forseti Bandaríkjanna leitar til forstjóra Alcoa Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur fengið Klaus Kleinfeld, stjórnarformann og forstjóra Alcoa, til liðs við sig í að efla þróun og nýsköpun á sviði framleiðslu í Bandaríkjunum.
meira

1. október 2013
Alcoa fagnar 125 ára starfsafmæli sínu Hundrað tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá því að fyrsta álver Alcoa tók til starfa í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Af því tilefni fagnar fyrirtækið tímamótunum á starfsstöðvum sínum um allan heim.  Áhersla er lögð á samfélagsmál, sem fyrirtækinu er mikið í mun að sinna vel. Tilkynnt hefur verið um 1,25 milljón dollara samfélagsverkefni þar sem 500 nemendum verður boðið starfsnám í 8 löndum á næstu tveimur árum. Markmiðið er að gefa atvinnulausum ungmennum tækifæri til að öðlast reynslu í framleiðslu sem gæti leitt til starfsferils á því sviði.
meira

10. september 2013
Yfirlýsing frá Alcoa vegna breytinga á úrvalsvísitölu Dow Jones Uppröðun þeirra fyrirtækja sem Dow Jones velur á lista fyrir hina árlegu úrvalsvísitölu (e. industrial average) á heimsvísu hefur engin áhrif á hæfni Alcoa til þess að halda stefnumörkun sinni í rekstri og við munum eins og áður einbeita okkur að því að tryggja arðsemi hluthafa í fyrirtækinu.
meira

20. ágúst 2013
Dagmar Ýr Stefánsdóttir ráðin upplýsingafulltrúi Fjarðaáls Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls og kemur hún til starfa í samfélagsteymi Fjarðaáls í október.
meira

10. júlí 2013
Góður árangur á öðrum ársfjórðungi Góður árangur náðist í endurskipulagningu rekstrar hjá Alcoa á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tap samstæðunnar nam 119 milljónum Bandaríkjadala, um 15 milljörðum íslenskra króna.
meira

26. júní 2013
Fjarðaál styrkir landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað Björgunarsveitir Fjarðabyggðar veittu í gær, þriðjudag, viðtöku 700 þúsund króna styrk frá Alcoa Fjarðaáli til að halda Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað dagana 27. til 29. júní.
meira

21. júní 2013
Aukin menntun fjölgar tækifærum fyrir konur á atvinnumarkaði Fjarðaál hefur á hverju ári síðan 2008 boðið öllum konum í nágrannabyggðum álversins í kvennakaffi á 19. júní, til þess að fagna þeim merka áfanga sem náðist þegar konur fengu kosningarétt árið 1915.
meira

19. júní 2013
Gengið á Grænafell til styrktar lífsstílsnámskeiðum FSN Heilsuviku Fjarðaáls lauk um síðustu helgi með göngudegi starfsmannafélagsins Sóma á Grænafell í botni Reyðarfjarðar. Um 60 starfsmenn Fjarðaáls og fjölskyldur þeirra gengu til styrktar lífsstílsnámskeiðum sem Fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði býður um þessar mundir.
meira

19. júní 2013
Samstarf við Boeing um aukna endurvinnslu áls Boeingverksmiðjurnar og Alcoa undirrituðu sl. þriðjudag, á alþjóðlegu flugsýningunni í París, sérstakan samstarfssamning sem felur í sér að Alcoa mun framvegis taka við meira magni af leifum af áli sem fellur til hjá Boeing og búa til úr þeim nýja íhluti fyrir flugvélaverksmiðjurnar. Samstarfinu er einnig ætlað að hvetja framleiðendur rafeindabúnaðar fyrir Boeing til að taka þátt í verkefninu.
meira

7. júní 2013
Ekki verður af orkuskerðingu til Fjarðaáls Landsvirkjun mun ekki skerða orku til Alcoa Fjarðaáls vegna lágrar vatnsstöðu í Hálslóni eins og fyrirtækið tilkynnti Fjarðaáli í byrjun maí að gæti komið til framkvæmda ef ekki rættist úr fljótlega með nægilega auknu innrennsli í lónið. Á fréttavef Landsvirkjunar kemur nú fram að vorflóð séu hafin á vatnasviði Fljótsdalsstöðvar og hækki því hratt í Hálslóni þessa dagana. Sjá hér nánar frétt á vef Landsvirkjunar.
meira

3. júní 2013
Hreinsuðu ströndina á meðan Vetur konungur fór í frí Þann 11. maí sl. stóð skátafélagið Héraðsbúar fyrir strandhreinsun í Stapavík en þetta verkefni er hluti af samstarfi þeirra við skátafélag í Ohio í Bandaríkjunum sem Samfélagssjóður Alcoa styrkir.
meira

31. maí 2013
Konur 40% sumarstarfsmanna Alcoa Fjarðaál hefur ráðið 96 manns til afleysingastarfa í sumar, 39 konur og 57 karla. Flest þeirra sem ráðin voru, eða 87, munu ganga vaktir við framleiðslustörf í kerskálum, en einnig er um að ræða störf við ýmis sérhæfð verkefni fyrir sérfræðinga hjá álverinu.
meira

30. maí 2013
Yfirlýsing frá Alcoa vegna breytingar á lánshæfiseinkunn Moody's Þrátt fyrir vonbrigði Alcoa með þá ákvörðun Moody's í gær að niðurfæra lánshæfiseinkunn Alcoa, er fyrirtækið staðráðið í að viðhalda lánshæfiseinkunn sinni og fylgja óbreyttri stefnumótun fyrir þetta ár sem hefur að markmiði að skapa jákvætt sjóðsstreymi.
meira

29. maí 2013
Alcoa leiðir þróunina í áliðnaði Alcoa var í liðinni viku útnefnt sem leiðtoginn á heimsvísu í áliðnaði 2013 við upphaf verðlaunahátíðarinnar Platts Global Metals Awards, sem haldin var í London. Platts er ein fremsta upplýsingaveita heims á sviði orkumála, jarðolíufræða og málma. Alcoa hlaut viðurkenninguna fyrir að leiða þróunina í áliðnaði heimsins.
meira

24. maí 2013
Vorúthlutun styrkja Alcoa Fjarðaáls - hæsti styrkurinn til landsmóts unglingadeilda Landsbjargar Alcoa Fjarðaál úthlutaði nýlega vorstyrkjum fyrirtækisins til samfélgsmála á Austurlandi. Að þessu sinni var úthlutað 6,5 milljónum króna til 29 verkefna, þar af nær þremur milljónum til barna- og unglingastarfs af ýmsu tagi, en fyrirtækið hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að styrkja slík verkefni.
meira

17. maí 2013
Útblástur gróðurhúsalofttegunda minnkað um 23 prósent frá 2005 Alcoa birti nýlega árlega sjálfbærniskýrslu sína þar sem er farið yfir starfsemi fyrirtækisins á heimsvísu og áhrif hennar á samfélags- og umhverfismál á síðasta ári. Í skýrslunni kemur m.a. fram að útblástur gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni á heimsvísu hefur minnkað um 23 prósent á undanförnum 7 árum.
meira

9. apríl 2013
Hagnaður Alcoa umfram áætlanir Þrátt fyrir lágt verð á álmörkuðum var hagnaður Alcoa á 1. ársfjórðungi þessa árs tæpum 59% meiri en á sama ársfjórðungi 2012.
meira

22. mars 2013
Yfirlýsing frá Samáli - Samtökum álframleiðenda á Íslandi Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn, 20. mars, var því m.a. haldið fram að Alcoa Fjarðaál og Norðurál kæmu sér hjá því að greiða tekjuskatt hér á landi. Af þessu tilefni vilja Samál koma eftirfarandi á framfæri:
meira

19. mars 2013
Alcoa handhafi jafnréttisverðlauna Catalyst Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa hlaut jafnréttisverðlaun Catalyst fyrir árið 2013. Þetta var tilkynnt á ráðstefnu í New York í dag, þar sem Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls var meðal ræðumanna. Góður árangur Fjarðaáls á sviði jafnréttismála átti ekki síst sinn þátt í árangri Alcoa, en sérfræðingar Catalyst heimsóttu fyrirtækið sl. haust sérstaklega í þeim tilgangi að skoða stjórnskipulag þess m.t.t. kynjahlutfalla og fleiri þátta. Auk Alcoa hlutu CocaCola og Unilever jafnréttisverðlaun Catalyst.
meira

13. mars 2013
Alcoa aftur útnefnt virtasta málmfyrirtæki heims Að mati tímaritsins Fortune er Alcoa virtasta málmfyrirtæki heims á lista tímaritsins yfir orðspor fyrirtækja sem birtur er árlega. Þetta er annað árið í röð sem Alcoa hlýtur útnefninguna.
meira

24. janúar 2013
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendir forstjóra Alcoa Fjarðaáls heillaóskir Í kjölfar þess að forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Janne Sigurðsson, hlaut nýlega bandarísku Stevie-gullverðlaunin, sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, hefur Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sent Janne heillaóskir. Janne veitti viðtöku kveðju untanríkisráðherrans í móttöku sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga, í dag, föstudaginn 18. janúar.
meira

23. janúar 2013
Nýtt fæðingarrúm á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað Nýtt fæðingarrúm hefur verið tekið í notkun á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað í stað eldra rúms sem komið var til ára sinna og úr sér gengið. Nokkrir velunnarar sjúkrahússins lögðu til fé til kaupa á nýju rúmi af bestu gerð, þar á meðal Alcoa Fjarðaál og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. Það var svo íþróttakonan Harpa Vilbergsdóttirr sem sl. sumar safnaði áheitum til styrktar fæðingardeildinni með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu, sem gerði sjúkrahúsinu endanlega kleift að ráðast í kaupin á rúminu.
meira

9. janúar 2013
Austurbrú tekur við umsjón með Sjálfbærniverkefninu Umsjón með Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar, sem var sett á laggir árið 2004 og Þekkingarnet Þingeyinga á Húsavík hefur haldið utan um, hefur verið flutt til Austurbrúar á Egilsstöðum. Samkomulag þess efnis var undirritað eystra í dag. Austurbrú er sjálfseignarstofnun, sem stofnuð var á síðasta ári á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands.
meira

8. janúar 2013
Engin eitrun í beinum dýra þrátt fyrir meiri flúor Engin merki eru um flúoreitrun í beinum grasbíta í Reyðarfirði þrátt fyrir hækkun á flúorgildi í grasi sl. sumar, sem kom til vegna bilunar í mengunarvarnarbúnaði Fjarðaáls. Þetta sýna niðurstöður rannsókna dýralækna á beinsýnum.
meira