• 15. desember 2017

  Á sjöunda hundrað manns tóku þátt í jólatrésskemmtunum starfsmannafélags Fjarðaáls

  Að vanda hélt Starfsmannafélagið Sómi hjá Alcoa Fjarðaáli fjöruga og fjölbreytta jólatrésskemmtun fyrir félaga þess og fjölskyldur þeirra. Þar sem margir starfsmenn vinna á vöktum er árlega boðið upp á tvær skemmtanir sem nú voru sunnudagana 26. nóvember og 10. desember. Jólatrésskemmtanirnar voru haldnar í hinum rúmgóða og bjarta matsal...

  meira
 • 14. desember 2017

  Vel heppnuð rafgreiningarnámskeið á vegum tækniteymis kerskála Fjarðaáls

  Tækniteymi kerskála Alcoa Fjarðaáls stóð á dögunum fyrir tveimur námskeiðum í rafgreiningu sem ætluð voru rafgreinum og starfsmönnum stjórnherbergis í kerskála. Vegna vaktavinnufólks voru námskeiðin tvö, þann 26. október og 1. nóvember, svo allar vaktir gætu tekið þátt. Alls mættu 64 starfsmenn á námskeiðin tvö en áhuginn var mjög mikill...

  meira
 • 06. desember 2017

  Gefum jólaljósum lengra líf

  Endurvinnsluátakinu „Gefum jólaljósum lengra líf – endurvinnum álið í sprittkertunum“ var ýtt úr vör í dag þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra veitti viðtöku veggspjaldi sem kynnir átakið. Tilgangurinn með átakinu er að fá fjölskyldur til að skila álinu í sprittkertum til endurvinnslu og efla vitund Íslendinga um mikilvægi...

  meira
 • 28. nóvember 2017

  Alcoa Fjarðaál úthlutaði 18,3 milljónum í samfélags- og íþróttastyrkjum

  Í gær, mánudaginn 27. nóvember, úthlutaði Alcoa Fjarðaál styrkjum úr styrktarsjóði og úr íþróttasjóðnum Spretti. Samtals var úthlutað 16 milljónum úr styrktarsjóðnum til margvíslegra samfélagsverkefna á Austurlandi. Þá var úthlutað 2,3 milljónum úr íþrótta- og afrekssjóðnum Spretti sem Fjarðaál styrkir árlega en ÚÍA heldur utan um. Hæstu styrkina frá Fjarðaáli...

  meira
 • 23. nóvember 2017

  Tíu ára farsæl samvinna Fjarðaáls og Slökkviliðs Fjarðabyggðar

  Þegar bygging álvers Alcoa Fjarðaáls hófst fyrir alvöru á árunum 2006-2007, fóru byggingaraðilinn, Bechtel og Alcoa Fjarðaál að leita leiða til þess að tryggja brunavarnir og aðstoð slökkviliðs í neyðartilvikum. Í fyrstu var skoðað að hafa eigin slökkvistöð á svæðinu en eftir viðræður við sveitarfélagið Fjarðabyggð var ákveðið að fyrirtækin...

  meira
 • 15. nóvember 2017

  Heimildamyndin Blindrahundur sýnd í Reykjavík og á Seyðisfirði

  Nú eru hafnar sýningar á heimildamyndinni Blindrahundur i Bíó Paradís en sýningar verða eingöngu í boði í tvær vikur. Myndin verður einnig sýnd á Austurlandi laugardaginn 25. nóv kl. 20:00 og sunnudaginn 26. nóv kl. 17:00 í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Myndin er með enskum texta og ókeypis inn. Alcoa...

  meira
 • 10. nóvember 2017

  Alcoa fær hæstu einkunn í jafnréttisvísitölu stórfyrirtækja 2018

  Alcoa Corporation, sem er fyrirtæki í fararbroddi á heimsvísu í framleiðslu báxíts, súráls og áls, tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði fengið hæstu einkunn, eða 100 í jafnréttisvísitölu stórfyrirtækja 2018 (2018 Corporate Equality Index, CEI), en það er bandarísk skýrsla sem byggir á könnunum á stefnu og verklagi fyrirtækja varðandi...

  meira
 • 10. nóvember 2017

  Merkur áfangi í árangursríku samstarfi Alcoa og Skógræktarfélags Íslands

  Sex ára samstarf Skógræktarfélags Íslands (SÍ) og Samfélagssjóðs Alcoa (Alcoa Foundation, AF) náði stórum áfanga með samningi sem var nýlega undirritaður um 6,4 milljóna króna styrk til gróðursetningar á næstu þremur árum. Með nýja samningnum nær samanlagður fjöldi þeirra trjáplantna sem gróðursettar hafa verið í gegnum samstarf SÍ og AF...

  meira
 • 31. október 2017

  Vel heppnuð jeppaferð Austurlandsdeildar 4x4 með skjólstæðinga félagsþjónustunnar

  Laugardaginn 21. október bauð Austurlandsdeild 4x4 skjólstæðingum félagsþjónustunnar og aðstoðarmönnum þeirra í jeppaferð. Félagið hefur boðið upp á slíka ferð á hverju ári í sjö ár og hún hefur ávallt vakið hrifningu gestanna. Alcoa Fjarðaál styrkti ferðina í ár, sem og á nokkrum fyrri árum. Valdimar Aðalsteinsson hjá Austurlandsdeildinni segir:...

  meira
 • 06. október 2017

  Öflugir sjálfboðaliðar Alcoa í sex árangursríkum samfélagsverkefnum

  Á árinu 2017 hafa starfsmenn Alcoa, fjölskyldur þeirra, vinir og fleiri unnið sex sjálfboðaliðaverkefni sem auk vinnu fólksins hafa skilað um tveimur milljónum króna til ýmissa félagasamtaka á Austurlandi. Í frétt sem birtist hér á heimasíðu Alcoa í júlí var fjallað um tvö fyrstu Action-verkefnin en þau voru unnin fyrir...

  meira

Eldri fréttir


2017
2016
2015
2014