• 06. október 2017

  Öflugir sjálfboðaliðar Alcoa í sex árangursríkum samfélagsverkefnum

  Á árinu 2017 hafa starfsmenn Alcoa, fjölskyldur þeirra, vinir og fleiri unnið sex sjálfboðaliðaverkefni sem auk vinnu fólksins hafa skilað um tveimur milljónum króna til ýmissa félagasamtaka á Austurlandi. Í frétt sem birtist hér á heimasíðu Alcoa í júlí var fjallað um tvö fyrstu Action-verkefnin en þau voru unnin fyrir...

  meira
 • 02. október 2017

  Fjölmenn ráðstefna um mannauðsmál á vegum Fjarðaáls

  Föstudaginn 15. september stóð Alcoa Fjarðaál fyrir ráðstefnu um mannauðsmál en hún var haldin í Valaskjálf á Egilsstöðum og stóð frá 9:00 til 16:00. Aðgangur var ókeypis en áhugasamir þurftu að skrá sig fyrirfram. Fullbókað var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu. Úrval sérfræðinga á sviði mannauðsmála flutti...

  meira
 • 13. september 2017

  Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki

  Tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti afhendir Alcoa Fjarðaál styrki til ýmiss konar samfélagsverkefna á Austurlandi. Umsóknarfrestur um styrk í haustúthlutun rennur út þann 1. október nk. Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að framgangi...

  meira
 • 07. september 2017

  „Tilkoma álversins breytti mörgu“

  Á dögunum sýndi sjónvarpsstöðin N4 sérstakan þátt af „Að austan“ í tilefni tíu ára rekstrarafmælis Alcoa Fjarðaáls. Í þættinum ræddi Kristborg Bóel Steindórsdóttir við þrjá aðila, Smára Geirsson, fyrrverandi sveitarstjórnarmann og einn af helstu baráttumönnum fyrir tilkomu álversins, og tvo starfsmenn Fjarðaáls, þau Maríu Ósk Kristmundsdóttur og Elías Jónsson. (Skjáskot...

  meira
 • 31. ágúst 2017

  Fjölmenni á tíu ára afmælishátíð Fjarðaáls

  Laugardaginn 26. ágúst hélt Alcoa Fjarðaál upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins. Enda þótt fyrirtækið hafi formlega verið stofnað árið 2003 var fyrsta kerið gangsett í apríl árið 2007 og í júní það ár bauð Fjarðaál gestum og gangandi til mikillar opnunarhátíðar. Margt spennandi var í boði fyrir gestina í...

  meira
 • 30. ágúst 2017

  Mannauðsstjórnun okkar á milli - ráðstefna í Valaskjálf á Egilsstöðum 15. september (fullbókað)

  Vegna mikillar aðsóknar hefur verið lokað fyrir skráningu á neðangreinda ráðstefnu. Fjarðaál þakkar almenningi þeim mikla áhuga sem ráðstefnunni hefur verið sýndur. Mannauðsmál eru okkur öllum afar mikilvæg. Mannauður skiptir höfuðmáli á stórum jafnt sem smáum vinnustöðum, samfélög verða að hlúa að mannauði og sem einstaklingar þurfum við líka að...

  meira
 • 14. ágúst 2017

  Alcoa Fjarðaál býður til afmælisveislu 26. ágúst

  Starfsfólk Alcoa Fjarðaáls býður heim laugardaginn 26. ágúst í tilefni af 10 ára starfsafmæli álversins. Yfir daginn er opið hús og fjölskylduskemmtun í álverinu og um kvöldið verða rokktónleikar á Reyðarfirði. Inn á milli verða viðburðir hjá fyrirtækjum á álverssvæðinu og hægt að skoða gamla Sómastaðahúsið. Verið öll hjartanlega velkomin....

  meira
 • 11. ágúst 2017

  Tvö vel heppnuð sjálfboðaliðaverkefni starfsmanna Alcoa í júlí

  Alcoa Fjarðaál stendur reglulega fyrir sjálfboðaliðaverkefnum á Mið-Austurlandi sem telst vera áhrifasvæði fyrirtækisins. Fyrirtækið leggur mikið upp úr því að sem flestir starfsmenn taki þátt í einhverju slíku verkefni á ári hverju. Til þess að sýna starfsmönnum hversu vel Alcoa kann að meta vinnuframlag þeirra, leggur fyrirtækið fé með sjálfboðaliðunum,...

  meira
 • 01. ágúst 2017

  Alcoa tilkynnir afkomu annars ársfjórðungs 2017

  Alcoa, móðurfyrirtæki Fjarðaáls, tilkynnti fyrir skemmstu niðurstöður 2. ársfjórðungs 2017. Miðað við niðurstöður fyrra árs hefur fyrirtækið aukið tekjur sínar og handbært fé. Þrátt fyrir verðlækkun á súráli var Alcoa rekið með hagnaði á tímabilinu. Fyrirtækið reiknar með ögn lægri rekstrarhagnaði fyrir afskriftir og fjármagsliði (EBITDA) fyrir árið 2017. Hann...

  meira
 • 28. júlí 2017

  Tæpur helmingur sumarstarfsmanna hjá Alcoa Fjarðaáli eru konur

  Sumarstarfsmenn hjá Fjarðaáli eru 115 og skiptast niður á framleiðslusvæðin í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Rúmlega þriðjungur hópsins hefur starfað sem sumarstarfsmenn áður og jafnvel með skóla undanfarinn vetur. Rétt tæplega helmingur er konur eða 47%. Langstærsti hluti sumarstarfsmanna Fjarðaáls kemur frá Austurlandi, en þó er eitthvað um fólk frá...

  meira

Eldri fréttir


2017
2016
2015
2014