Áfram


Prentvæn útgáfa
go

1. nóvember 2013
Esra Ozer nýr forstjóri Alcoa Foundation

Esra Ozer tók í gær, fimmtudag, við starfi sem forstjóri Samfélagssjóðs Alcoa (Alcoa Foundation) af Paulu Davis, sem gegnt hefur starfinu frá 2010.

Alcoa Foundation er einn stærsti samfélagsjóður á vegum fyrirtækis í Bandaríkjunum. Hann var stofnaður árið 1952 og hefur frá upphafi verið rekinn án hagnaðarmarkmiða (non-profit). Hann er eingöngu rekinn í þeim tilgangi að veita fjármagni til samfélagsverkefna, bæði á vegum starfsmanna Alcoa og ekki síður til sjálfseignarstofnana, samtaka og hreyfinga sem starfa að samfélagsverkefnum og án hagnaðarvonar.
 
Frá stofnun hefur Alcoa Foundation veitt meira en 570 milljónum dollara, um 69 milljörðum króna, til samfélagsverkefna um allan heim. Mun Ozer hafa yfirumsjón með alþjóðlegu mannúðarstarfi sjóðsins, þar sem megináhersla er lögð á menntun og umhverfismál og almennan stuðning við þau nærsamfélög þar sem Alcoa starfar.
 
Nánari upplýsingar
Sjá nánari upplýsingar um Esra Ozer í frétt Alcoa Inc. með því að smella hér.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.