Áfram


Prentvæn útgáfa
go

19. júní 2013
Gengið á Grænafell til styrktar lífsstílsnámskeiðum FSN

Heilsuviku Fjarðaáls lauk um síðustu helgi með göngudegi starfsmannafélagsins Sóma á Grænafell í botni Reyðarfjarðar. Um 60 starfsmenn Fjarðaáls og fjölskyldur þeirra gengu til styrktar lífsstílsnámskeiðum sem Fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði býður um þessar mundir.

Göngufólk kleif fellið undir öruggri leiðsögn Þórodds Helgasonar, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, og var gangan hluti af alþjóðlegu heilsuátaki Alcoa „Alcoans in Motion“ sem Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) styrkir. Rúmlega 300 þúsund krónur söfnuðust sem varið verður til styrktar Fjórðungssjúkrahúsinu.
 
Fjórðungssjúkrahúsið hefur undanfarin ár boðið uppá sérstök lífstílsnámskeið, sem ætluð eru þeim sem vilja komast í betra form og/eða eiga við lífstílstengda sjúkdóma að etja. Viðkomandi dvelja þá á sjúkrahúsinu alla virka daga í 4-5 vikur. Á námskeiðinu er lögð áhersla á úthalds- og styrktarþjálfun, slökun og reglubundna fræðslu ásamt því að sjúklingar fá einstaklingsbundna þjálfun. Nýlega fékk meðferðin meira rými á sjúkrahúsinu þegar nýbygging var tekin í notkun. Er því unnt að sinna þessari þjónustu betur en áður og bjóða hana fleirum.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Lagt á tindinn


Þóroddur Helgason leiðir hópinn af stað. Ekki hefði verið hægt að biðja um betra veður.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Upp í mót ...


Menn og konur, börn og unglingar, og meira að segja hundar, klifu Grænafell.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Útsýni yfir Reyðarfjörð


Ekki spillti útsýnið fyrir þessari ánægjulegu gönguferð. Horft út Reyðarfjörð.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Snemma beygist krókurinn


Harpa Vilbergsdóttir, starfsmaður í fjármálateymi, ásamt syni sínum, Bergi Kára, sem var að sjálfsögðu með göngustaf úr áli.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Að göngu lokinni


Hópurinn samankominn eftir gönguna, tilbúinn í grillveislu.