Áfram

10. júlí 2012
Íslendingar sækja námskeið í þjóðgarðafræðum til Bandaríkjanna

Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation), bandaríska stofnunin The American-Scandinavian Foundation (ASF) og Vinir Great Smokey Mountain þjóðgarðsins í Bandaríkjunum (Friends of Great Smoky Mountains National Park) hafa skipulagt tvö þriggja vikna námskeið í þjóðgarðafræðum fyrir Íslendinga.

Samfélagssjóður Alcoa veitir rúmum 19 milljónum króna til verkefnsins en alls fara fjórtán manns héðan til Bandaríkjanna af þessu tilefni.
 
Námskeiðunum er ætlað að stuðla að og viðhalda vernd íslenskra þjóðgarða og friðlýstra landsvæða hér á landi, þjálfa þátttakendur við frekari markaðssetningu þjóðgarðanna og einnig og ekki síst að stuðla að formlegu og faglegu samstarfi ríkisstofnana og frjálsra félagasamtaka sem hagsmuna eiga að gæta. Þess vegna er námið sérsniðið að hlutverki og þörfum starfsfólks þjóðgarða og þeirra sem vinna að málefnum sem tengjast þjóðgörðum, umferð ferðamanna og landvernd.
 
Þátttakendur á haustönn 2012
Washington D.C.
 
Umhverfisstofnun:
 1. Jón Björnsson, sérfræðingur og umsjónarmaður friðlandsins á Hornströndum
 2. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, sérfræðingur friðlands Surtseyjar hjá Þekkingasetrinu í Vestmannaeyjum.
 
Vatnajökulsþjóðgarður:
 1. Helga Árnadóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar Ásbyrgi,
 2. Guðmundur Ögmundsson, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar Skaftafelli,
 3. Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á Austursvæði, Egilsstöðum
 
Þingvallaþjóðgarður:
 1. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi
 
Náttúrustofa Norðausturlands: Húsavík:
 1. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur

 
Þátttakendur á vorönn 2013
Washingtonfylki og Oregon
 
Þingvallaþjóðgarður:
 1. Berglind Sigmundsdóttir
 
Vatnajökulsþjóðgarður:
 1. Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður Jökulsárgljúfrum
 2. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður Skaftafelli
 
Snæfellsjökull þjóðgarður
 1. Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður
 
Slysavarnafélagið Landsbjörg
 1. Jónas Guðmundsson
 
Vinir Vatnajökuls, hollvinasamtök
 1. Kristbjörg Stella Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri
 
Ferðamálastofa
 1. Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri
 


The American-Scandinavian Foundation


Sjóðurinn er til húsa í Scandinavian House í New York, þar sem ýmiss konar starfsemi fer fram.
skoða síðu samtakanna

Friends of Great Smoky Mountains National Park


Vinir Great Smokey Mountain þjóðgarðsins í Bandaríkjunum standa að fjársöfnun og kynningarmálum fyrir þjóðgarðinn.
skoða síðu samtakanna