Áfram

14. júní 2012
Byltingarkennd utanhússklæðning frá Alcoa eykur loftgæði og dregur úr rykmengun

Dótturfyrirtæki Alcoa, Alcoa Architectural Products hefur þróað byltingarkennda efnablöndu sem er brennd inn í formálaðar utanhússklæðningar úr áli og veldur því að óhreinindi á yfirborði húsklæðninganna leysast upp. Þessi nýja tækni eykur loftgæði í nálægu umhverfi og dregur úr rykmengun. Efnablandan inniheldur títandíoxíð, sem gengur í samband við sólarbirtu og vatn og framkallar þessi jákvæðu áhrif. Utanhússklæðningin frá Alcoa er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Eitt fyrsta stóra atvinnuhúsnæðið sem byggt verður og klætt með nýju klæðningunni verður í eigu endurvinnslufyrirtækisins Electronic Recyclers International (ERI), sem ætlar að reisa nýja starfsstöð í Baden í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Um 200 ný störf skapast með tilkomu endurvinnslunnar. Alcoa er meðal eigenda ERI, sem er stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna á sviði endurvinnslu rafeindatækja. Samstarf Alcoa og ERI hefur m.a. það að markmiði að auka hlutfall áls í framleiðslu rafeindatækja, en það er helsta forsenda þess að unnt sé að gera endurvinnslu á rafeindatækjum arðbæra.
 
„Áhersla á sjálfbærni og vöruþróun eru meðal grunnstoðanna í starfsemi Alcoa og við erum mjög spennt að ljúka uppsetningu á EcoClean-klæðningunni á byggingunni í Baden, sem er ein sú fyrsta í Bandaríkjunum sem tekur hana í notkun,“ sagði Kevin Anton, framkvæmdastjóri sjálfbærnimála hjá Alcoa af því tilefni þegar samningurinn við ERI var undirritaður.
 
Ál gegnir mjög mikilvægu hlutverki í arkitektúr vegna sveigjanleika síns og fjölþættra nýtingarmöguleika. Raunar skiptir ál mjög miklu máli í nýsköpun á sviði hönnunar. Það gerir arkitektum m.a. kleift að hanna betri, hagkvæmari og sjálfbærari byggingar, t.d. orkusparandi hús, og nú fá arkitektar nýja möguleika til hönnunar með hinni nýju sjálfhreinsandi utanhússálklæðningu frá Alcoa.


Fræðist meira um Ecoclean


Á vefsíðu Reynobond er að finna meiri upplýsingar um þessa byltingarkenndu klæðningu. 
skoða