Áfram

12. apríl 2012
Aukin framleiðni og betri markaðsaðstæður meginástæða afkomu Alcoa á 1. ársfjórðungi

Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, skilaði tæplega 12 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Niðurstaðan sýnir jákvæðan viðsnúning uppá rúma 36 milljarða króna frá síðasta ársfjórðungi 2011 þegar fyrirtækið skilaði 24 milljarða króna tapi. Skýrist hin jákvæða niðurstaða nú fyrst og fremst af aukinni framleiðni og betri markaðsaðstæðum, aðallega vegna aukinnar eftirspurnar eftir áli í bíla- og flugvélaiðnaði.

Til samanburðar var hagnaður Alcoa á fyrsta ársfjórðungi ársins 2011 tæpir 35 milljarðar króna, eða 23 milljörðum króna meiri en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Án tillits til neikvæðra áhrifa af ákveðnum rekstrarþáttum, sem mörkuðust af fremur óhagsstæðri þróun í samningum um orkuverð og gjaldfærðum kostnaði vegna samdráttar í rekstri tiltekinna álvera, námu tekjur af reglulegri starfsemi fyrsta ársfjórðungs 2012 um 13,4 milljörðum króna.
 
Starfsemi Alcoa á fyrsta ársfjórðungi þessa árs einkenndist fyrst og fremst af hnitmiðuðum aðgerðum í stjórnun fjárflæðis, skýlausum áherslum á arðbæran vöxt og því að koma á jafnvægi á mörkuðum, segir Klaus Kleinfeld, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa. Hann segir fyrirtækið enn vinna í hnitmiðuðum aðhaldsaðgerðum til að ná niður kostnaði og að því að hámarka framlegð og arðsemi. „Við stöndum enn frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í greininni en við erum betur undirbúin nú en nokkru sinni áður,“ segir Kleinfeld.
Frekari upplýsingar

Sjá nánar frétt Alcoa um afkomu á fyrsta ársfjórðungi 2012 (á ensku).
 
Þess má geta hér í lokin að markaðir tóku vel við sér í kjölfar tilkynningar Alcoa um góða afkomu á 1. ársfjórðungi 2012. Þá fjölluðu helstu fjölmiðlar heims um árangur fyrirtækisins með afar jákvæðum hætti eins og fyrirsagnir þeirra hér að neðan bera glöggt vitni um:
 
- Finanical Times: Alcoa shines with surprise boost
- AP-fréttastofan: Alcoa's surprise 1Q profit could boost Wall Street
- Wall Street Journal:  Alcoa Squeezed by Lower Prices
- Bloomberg: Alcoa Posts Surprise Profit After Orders Climb
- Reuters: Alcoa surprises Wall St with first-quarter profit
- Dow Jones: Alcoa CEO: Still See Global Aluminum Market In Deficit In 2012
- Reuters: Alcoa ups 2012 aerospace demand forecast
- Marketwatch: Alcoa profit keeps it in the lineup
- Los Angeles Times: Alcoa kicks off earnings season by posting a profit