Áfram

20. febrúar 2012
Ráðinn yfirmaður kerskálaþjónustu Fjarðaáls

Ingólfur Þór Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kerskálaþjónustu Fjarðaáls. Fréttatilkynning 20. febrúar 2012.

Ingólfur Þór mun stjórna starfsemi skautsmiðjunnar og leiða starf þeirra sem vinna að umhverfistæknimálum álversins. Hann mun einnig hafa yfirumsjón með starfsemi í nýju kersmiðjunni, sem tekur til starfa í apríl, þar sem kerhreinsun og endurfóðrun mun fara fram.
 
Ingólfur hefur starfað hjá Fjarðaáli frá 1. febrúar 2009, fyrst sem verkfræðingur í tækniteymi kerskála og síðar ferliseigandi í kerskála. Hann hefur einnig verið formaður frammistöðuávinningsnefndar.
 
Ingólfur er fæddur árið 1975. Hann er með B.Sc. próf véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. próf í aðgerðarannsóknum frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum. Ingólfur er kvæntur Kristínu Gestsdóttur og eiga þau eina dóttur.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Ingólfur Þór Ágústsson