Áfram

8. febrúar 2012
Fjarðaál gæðavottað

Alcoa Fjarðaál við Reyðarfjörð hefur staðist alþjóðlega og óháða vottunarúttekt BSI á gæða- og stjórnunarstöðlunum ISO 9001 og 14001 auk OHSAS 18001, en þeir snúa allir að vinnuferlum í gæða-, umhverfis-, heilsu- og öryggisstjórnkerfi álversins. Fjarðaál er fjórða fyrirtækið á Íslandi sem fær faggilda vottun á þessum þremur stjórnunarstöðlum og rekur jafnframt umfangsmestu starfsemina.

Alcoa Fjarðaál við Reyðarfjörð hefur staðist alþjóðlega og óháða vottunarúttekt BSI á gæða- og stjórnunarstöðlunum ISO 9001 og 14001 auk OHSAS 18001, en þeir snúa allir að vinnuferlum í gæða-, umhverfis-, heilsu- og öryggisstjórnkerfi álversins. Fjarðaál er fjórða fyrirtækið á Íslandi sem fær faggilda vottun á þessum þremur stjórnunarstöðlum og rekur jafnframt umfangsmestu starfsemina.
 
Að sögn Geirs Sigurpáls Hlöðverssonar, framkvæmdastjóra umhverfis-, heilsu- og öryggismála hjá Fjarðaáli, ríkir mikil ánægja með vottun BSI því hún hjálpar m.a. stjórnendum og starfsmönnum öllum að viðhalda stöðugu öryggi og umbótum í gæðamálum fyrirtækisins. „Við lærðum mikið á úttektinni og komum auga á fjölmörg tækifæri til að gera enn betur. Svona úttektir hafa meðal annars þann tilgang að greina ný tækifæri til bætts árangurs,“ segir Geir.
 
Árni Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslandi, segir það hafa verið ánægjulegt verkefni að taka út ferla Fjarðaáls. „Við upplifðum mjög vel hversu starfsmenn álversins eru meðvitaðir um mikilvægi gæðakerfanna og þær kröfur sem þau gera varðandi öguð vinnubrögð. Slíkt er ávallt grundvöllur að öruggum og stöðugum rekstri.“
 
Geir segir að þrátt fyrir vottunina megi alls ekki slaka á kröfunum því hér eftir verði fyrirtækið tekið út á hálfs árs fresti. „Sérfræðingar BSI munu hér eftir koma á sex mánaða fresti og ganga úr skugga um að allir vinnuferlar séu í samræmi við kröfur gæðastaðlanna. Þetta heldur okkur við efnið og hjálpar okkur að greina ný tækifæri,“ segir Geir.
 
BSI á Íslandi ehf. er umboðsskrifstofa British Standards Institution hérlendis og jafnframt faggild skoðunarstofa frá faggildingarsviði Einkaleyfastofu. BSI er alþjóðlegur vottunaraðili og frumkvöðull í gerð stjórnkerfisstaðla og framkvæmir úttektir á yfir 60.000 vinnustöðum árlega um allan heim.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Viðurkenning afhent


Frá vinstri F.v.: Örn Alexandersson, sérfræðingur hjá BSI á Íslandi, Anna Björk Hjaltadóttir, ferliseigandi stjórnunarkerfa hjá Fjarðaáli, Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, Geir Sigurpáll Hlöðversson, framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála hjá Fjarðaáli,  og Árni H. Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslandi.