Áfram

Fréttasafn ársins 2011

27. desember 2011
Tómas Már verður forstjóri Alcoa í Evrópu
Í dag tilkynntu Klaus Kleinfeld, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, og Chris Ayers, aðalframkvæmdastjóri Alcoa og yfirmaður álframleiðslusviðs (GPP) Alcoa, að Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, muni taka við stöðu forstjóra Alcoa í Evrópu og álframleiðslusviðs (GPP) Alcoa í Evrópu þann 1. janúar 2012. Tómas Már tekur við stöðunni af Marcos Ramos sem var nýlega ráðinn forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) í Suður Ameríku. Síðar verður tilkynnt hver tekur við af Tómasi sem forstjóri Fjarðaáls.
meira

8. desember 2011
Kveikt á hæsta íslenska jólatrénu í ár Ljós voru nýlega tenduð á hæsta íslenska jólatrénu í ár við hátíðlega athöfn hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði. Börn frá leikskólunum Dalborg og Lyngholti komu í heimsókn og sungu jólalög við athöfnina, sem haldin var miðvikudaginn 7. desember.
meira

5. desember 2011
Framkvæmdum miðar vel áfram við nýja kersmiðju - 100 þúsund slysalausum vinnustundum nýlega fagnað Framkvæmdum miðar vel áfram við byggingu nýrrar kersmiðju Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og fögnuðu starfsmenn byggingaverktakanna nýlega 100 þúsund slysalausum vinnustundum við framkvæmdirnar. Tæplega hundrað manns vinna við bygginguna. Kostnaður vegna framkvæmdanna er áætlaður nálægt fjórum milljörðum króna.
meira

29. nóvember 2011
Úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa Sprettur Afrekssjóður UÍA og Alcoa styrkir árlega ungt og efnilegt íþróttafólk á Austurlandi til frekari afreka og öflugrar þjálfunar, og íþróttafélög á svæðinu til góðra verka. Í úthlutunarnefnd sjóðsins sitja þau Hreinn Halldórsson og Helga Jóna Jónasdóttir fyrir hönd UÍA og Guðný Björg Hauksdóttir og Hilmar Sigurbjörnsson fyrir hönd Alcoa. Þau fengu svo sannarlega að velta vöngum þetta haustið en 37 umsóknir, hver annarri frambærilegri, bárust í sjóðinn að þessu sinni.
meira

28. nóvember 2011
Alcoa og stjórnvöld í Québec gera með sér nýja þróunaráætlun Samkomulagið, sem tilkynnt var um í byrjun nóvember, hefur að markmiði að auka arðsemi í rekstri þriggja álvera Alcoa í Québecfylki í Kanada og draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi þeirra. Gerð hefur verið 5 ára fjárfestingaráætlun um verkefnið og hljóðar kostnaðaráætlun þess upp á um 2,1 milljarð bandaríkjadala, eða um 600 milljarða króna.
meira

7. nóvember 2011
Risaverkefni í Sádí-Arabíu Alcoa og sádí-arabíska námufyrirtækið Ma’aden undirrituðu nýlega samkomulag um fjármögnun annars áfanga við sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna, Ma’aden Bauxite and Alumina Company, sem unnið er að í Sádí-Arabíu. Fjármögnun áfangans nemur um einum milljarði bandaríkjadala, en alls nemur fjárfestingarkostnaður verkefnisins um 11 milljörðum dala.
meira

3. nóvember 2011
Alcoa heiðrað af Samtökum kvenna í atvinnulífinu í NY Alcoa hlaut nýlega viðurkenningu Samtaka kvenna í atvinnulífinu í New York (The Women’s Forum of New York) sem „framúrskarandi fyrirtæki“ (Corporate Champion) fyrir góðan árangur í jafnréttismálum vegna þess að hjá Alcoa eru 40 prósent stjórnarmanna fyrirtækisins konur.
meira

3. nóvember 2011
Kuldaboli á Reyðarfirði Unglingahátíðin Kuldaboli var nýlega haldin á Reyðarfirði í annað sinn og gekk glimrandi vel að sögn Þórodds Helgasonar, fræðslustjóra Fjarðabyggðar. Hátíðin stóð frá laugardegi til sunnudags og alls tóku 165 ungmenni þátt. Þau kynntust ýmsum skemmtilegum frístundagreinum og gistu í tjöldum í Fjarðarbyggðarhöllinni. Fjarðaál styrkti Kuldabola með 200 þúsund króna framlagi.
meira

26. október 2011
Vélaverkstæði Alcoa Fjarðaáls fyrirtæki ársins að mati Vinnueftirlitsins Miðgarður, vélaverkstæði Alcoa Fjarðaáls, fékk í gær, þriðjudag, viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem fyrirtæki ársins.  Vinnueftirlitið veitir því fyrirtæki viðurkenningu, sem þykir skara framúr á því sviði sem er í kastljósinu ár hvert.
meira

20. október 2011
Alcoa hættir við áform um uppbyggingu á Bakka Alcoa á Íslandi tilkynnti hagsmunaaðilum á Norðurlandi fyrr í vikunni að félagið væri hætt áformum um byggingu álvers á Bakka enda ljóst að ekki muni bjóðast nægileg orka á samkeppnishæfu verði til álsversins. Þessi niðurstaða kemur í kjölfar rúmlega fimm ára undirbúningsvinnu við verkefnið, en af hálfu Alcoa hefur legið fyrir frá upphafi að ekki yrði ráðist í svo umfangsmikla fjárfestingu, sem álver er, nema tryggt væri að næg orka fengist til álversins á viðunandi verði til framtíðar.
meira

12. október 2011
Afkoma Alcoa betri á 3. ársfjórðungi en á sama tímabili 2010 Afkoma Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, var betri á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á sama tímabili 2010. Tekjur drógust saman milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs, einkum vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á áli og minni eftirspurnar í Evrópu.
meira

10. október 2011
Skíðasvæðið í Stafdal gert klárt fyrir veturinn Í gær, sunnudaginn 9. október tók allnokkur hópur starfsmanna Fjarðaáls að sér margvísleg viðhaldsstörf í sjálfboðavinnu á skíðasvæðinu í Stafdal. Eyddu þeir deginum við að dytta að og gera við og koma öllu í gott stand fyrir skíðavertíðina í vetur.
meira

10. október 2011
Starfsmenn Fjarðaáls í bleiku boðhlaupi - til styrktar krabbameinsfélögum á Austurlandi Bleiki mánuðurinn var settur með trukki hjá Fjarðaáli í gær, sunnudaginn 9. október. Þá tóku um 60 manns, starfsfólk álversins ásamt mökum, börnum og öðrum fylgifiskum þátt í bleiku boðhlaupi inn Reyðarfjörðinn til styrktar krabbameinsfélögum á Austurlandi. Með þátttöku sinni söfnuðu starfsmenn álversins 350.000 króna framlagi frá Samfélagssjóði Alcoa, sem renna mun óskipt til krabbameinsfélaganna.
meira

7. október 2011
Fjarðaál tekur þátt í bleikum október Sómastaðabærinn verður baðaðar bleiku ljósi í októbermánuði til þess að minna á átak Krabbameinsfélagsins Bleiku slaufuna, en það er árvekni- og fjáröflunarátak til styrktar baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Starfsmannabyggingin og súrálsfæribandið eru einnig lýst upp með bleiku ljósi og starfsfólk fyrirtækisins efnir til boðhlaups laugardaginn 8. október.
meira

14. september 2011
Yfirlýsing vegna Bakka Í viðtölum við iðnaðarráðherra í fjölmiðlum í gær, sagði ráðherrann að hann teldi ekki að Alcoa myndi taka ákvarðanir um uppbyggingu álvers á Bakka á næstu árum. Því hefði verið mikilvægt að leita annarra fjárfestingartækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka.
meira

13. september 2011
Stóriðjuskóli Fjarðaáls settur í fyrsta sinn Stóriðjuskóli Fjarðaáls á Hrauni við Reyðarfjörð var settur í fyrsta sinn í morgun, þriðjudaginn 13. september. Þrjátíu manns, allt starfsfólk álversins, settust þá á skólabekk í kennslustofu álsversins í því skyni að afla sér fjölbreyttrar menntunar, sem bæði er ætlað að nýtast í störfum þeirra í álverinu en einnig til frekara náms síðar. Alls sóttu yfir áttatíu manns um skólavist, en meðal umsóknaskilyrða er að lágmarki þriggja ára starfsaldur hjá Fjarðaáli.
meira

13. september 2011
Alcoa í sjálfbærnivísitölu Dow Jones tíunda árið í röð Alcoa var í byrjun september útnefnt tíunda árið í röð á lista yfir þau fyrirtæki sem mynda sjálfbærnivísitölur Dow Jones (Dow Jones Sustainability Indexes). Er Alcoa bæði á lista fyrirtækja sem mynda sjálfbærnivísitölu Dow Jones á heimsvísu og einnig vísitölu fyrirtækja í Norður Ameríku. Í áliðnaðinum í heild er Alcoa útnefnt leiðtoginn í greininni (Industry Leader for the Aluminum Sector).
meira

8. september 2011
Gert ráð fyrir að innlend útgjöld verði um 1200 milljarðar á 40 ára tímabili Miðað við orkusamninga Fjarðaáls mun fyrirtækið starfa hér á landi í að minnsta kosti 40 ár. Á þeim tíma má gera ráð fyrir að innlend útgjöld Fjarðaáls verði um eitt þúsund og tvö hundruð milljarðar króna, eða fimmtánfalt meiri en innlendi kostnaðurinn við byggingu álversins.
meira

7. september 2011
Breiðdalssetur: Gamla kaupfélagið á Breiðdalsvík öðlast nýtt líf Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa hafa veitt Breiðdalssetri á Breiðdalsvík tveggja milljóna króna styrk til frekari uppbyggingar safnsins.
meira

16. ágúst 2011
Georg Ögmundsson er Austfjarðatröllið 2011 Hin árlega aflraunakeppni um Austfjarðatröllið fór fram dagana  11.–13. ágúst á nokkrum stöðum á Austurlandi.  Keppni var hörð og börðust þeir Georg Ögmundsson og Ari Gunnarsson um sigurinn. Úrslit réðust ekki fyrr en í lokagreininni, en hana sigraði Georg og keppnina samanlagt.  Þetta er í annað sinn sem Georg sigrar í Austfjarðatröllinu en hann stóð einnig uppi sem sigurvegari árið 2007. 
meira

12. júlí 2011
Hagnaður jókst um 138 prósent og sala um 27 prósent á öðrum ársfjórðungi Tekjur af reglulegri starfsemi Alcoa á öðrum ársfjórðungi þessa árs námu 326 milljónum dollara og jukust um 138 prósent miðað við sama tímabil 2010. Vörusala nam 6,6 milljörðum dala og jókst um 27 prósent á sama tímabili. Vörusalan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 11 prósentum meiri en á sama tímabili 2010.
meira

9. júlí 2011
Ný og háþróuð tækni minnkar orkuþörf um 25% í felguverksmiðjunni í Barberton, Ohio Alcoa mun fjárfesta í nýrri tækni á sviði endurvinnslu og málmsteypu í verksmiðju sinni í Barberton í Ohio, þar sem framleiddar eru bílfelgur fyrir ýmsa bílaframleiðendur. Nýja tæknin mun draga verulega úr orkuþörf verksmiðjunnar og útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Innleiðingin er hluti af 2,4 milljarða króna fjárfestingaráætlun fyrirtækisins vegna framleiðslu fyrir samgönguiðnaðinn.
meira

28. júní 2011
Obama Bandaríkjaforseti skoðar hátækniframleiðslu Alcoa í Davenport Í gær heimsótti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna verksmiðju Alcoa í Davenport, Iowa þar sem hann kynnti sér hátækniframleiðslu fyrirtækisins. Á meðan á heimsókninni stóð tilkynnti hann að Alcoa hafi gengið til liðs við forsetann í samstarfi um hátækniframleiðslu sem kallast „Advanced Manufacturing Partnership.”
meira

23. júní 2011
Metaðsókn í kvennakaffi hjá Fjarðaáli Aldrei hafa fleiri konur komið í heimsókn til Alcoa Fjarðaáls og á nýliðnum kvenréttindadegi, þann 19. júní. Þá var konum á Austurlandi boðið til kaffisamsætis í mötuneyti fyrirtækisins. Þetta er fjórða árið í röð sem álverið býður konum í kaffi á kvenréttindadaginn og mættu rúmlega tvö hundruð konur, þáðu veitingar og hlýddu á tónlist og ávörp nokkurra starfsmanna Fjarðaáls.
meira

21. júní 2011
Alcoa Fjarðaál veitir Vinum Vatnajökuls 80 milljóna króna styrk Vinir Vatnajökuls – hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs veittu í dag viðtöku 700 þúsund dollara styrk frá Alcoa Fjarðáli eða rúmlega 80 milljónum íslenskra króna. Athöfnin fór fram í Snæfellsstofu á Skriðuklaustri.
meira

21. júní 2011
Tveggja mánaða umhverfisátaki formlega lokið með gróðursetningu í Reyðarfirði Samfélagssjóður Alcoa lauk formlega tveggja mánaða sjálfboðavinnuátakinu „Green Works” með því að gróðursetja 125 tré í Reyðarfirði í morgun og afhenda Vinum Vatnajökuls styrk að upphæð um 80 milljónir króna við hátíðlega athöfn í Snæfellsstofu síðdegis í dag.
meira

16. júní 2011
Iðandi djass á Austurlandi síðustu helgina í júní Djasshátíð Egilsstaða verður haldin í 24. sinn dagana 23.-26. júní næstkomandi. Boðið verður upp á lifandi tónlist á þremur stöðum á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál er meðal helstu styrktaraðila hátíðarinnar.
meira

16. júní 2011
Alcoa kynnir byltingarkennda tækninýjung fyrir flugvélaiðnaðinn Alcoa tilkynnti nýlega að fyrirtækið hafi þróað nýjar tæknilausnir fyrir flugvélaiðnaðinn sem gerir honum kleift að framleiða mun léttari og ódýrari flugvélar fyrir styttri flug. Nýju lausnirnar felast m.a. í notkun valsaðrar og mótaðrar framleiðsluvöru Alcoa í ýmsa flugvélarhluti, til dæmis í bolinn og vængina. 
meira

10. júní 2011
Alcoa Fjarðaál gerir kjarasamninga við AFL Starfsgreinafélag og Rafiðnarsamband Íslands Undirritaður var í dag á Reyðarfirði kjarasamningur milli Alcoa Fjarðaáls annars vegar og AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (Rafís) hins vegar. Í aðalatriðum byggir samningurinn á sömu launabreytingum og þeir samningar sem nýlega voru gerðir milli aðila vinnumarkaðarins, en felur þó í sér ákveðnar nýjungar og breytingar frá fyrri samningi.
meira

10. júní 2011
Þjóðfélag án þröskulda með aðstoð starfsmanna Alcoa Laugardaginn 4. júní tóku tíu starfsmenn Fjarðaáls, ásamt fjölskyldum sínum og konum úr Kvenfélagi Eiðaþinghár, þátt í sjálfb  oðaverkefni við gamla barnaskólann á Eiðum. Helsta markmið þeirra var að gera barnaskólann aðgengilegan fyrir fatlaða,  en húsnæðið var einnig málað og umhverfið snyrt.
meira

7. júní 2011
Útflutningur frá Fjarðaáli nam 250 milljónum króna á dag Árlega framleiðir Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði um 346 þúsund tonn af áli til útflutnings, í formi hreins gæðaáls, álblanda og álvíra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútgefnu staðreyndaskjali Fjarðaáls, þar sem birtar eru helstu lykiltölur um starfsemina og samfélagsleg áhrif hennar.
meira

25. maí 2011
Sprettur styrkir efnilegt íþróttafólk og félagsstarfsemi Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegra íþróttamanna og -kvenna á Austurlandi.
meira

19. maí 2011
Stóriðjuskóli Fjarðaáls tekur til starfa í haust Í haust munu fyrstu 30 nemendurnir hefja grunnnám við Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Stóriðjunám er tækifæri fyrir framleiðslustarfsmenn til að afla sér fjölbreyttrar menntunar sem nýtist bæði í starfi og frekara námi, auk þess að veita launahækkun.
meira

13. apríl 2011
Alcoa Fjarðaál veitir 38 milljónum króna til samfélagsverkefna Alcoa Fjarðaál veitti í dag 26 styrki til samfélagsverkefna á Austurlandi að upphæð samtals 38 milljónir króna. Afhendingin fór fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.
meira

12. apríl 2011
Hagnaður hjá Alcoa Hagnaður Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, á fyrsta ársfjórðungi 2011 nam um 34,7 milljörðum króna. Til samanburðar var um 29 milljarða króna hagnaður á rekstri fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi 2010. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra var hins vegar um 20 milljarða króna tap á rekstrinum.
meira

1. apríl 2011
Margir söfnuðu yfirskeggi hjá Fjarðaáli Karlpeningurinn í Fjarðaáli tók sig saman og stofnaði lið Alcoa Fjarðaáls í Mottumars-átakinu sem snýst um að safna yfirvaraskeggi til styrktar Krabbameinsfélagsinu í baráttunni gegn krabbameinum karla.

meira

25. mars 2011
Motocross ökuþór íþróttamaður ársins hjá UÍA Hjálmar Jónsson akstursíþróttamaður var kjörinn Íþróttamaður ársins 2010 hjá UÍA, Ungmenna og íþróttasambandi Austurlands.  Þetta var tilkynnt nýlega á Eskifirði. 
meira

15. mars 2011
Samfélagsstyrkir 148 milljónir króna á síðasta ári Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa veittu tæplega 50  styrki til samfélagsverkefna á síðasta ári að upphæð 148 milljónir króna. 
meira

25. febrúar 2011
Fjarðabyggð tekjuhæst stærri sveitarfélaga Fjarðabyggð hefur tekið fram úr Garðabæ sem hið tekjuhæsta af stærri sveitarfélögum landsins miðað við íbúafjölda. Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum að því er fram kemur í fréttaskýringu Fréttablaðsins fimmtudaginn 24. febrúar.
meira

23. febrúar 2011
125 ár frá áluppgötvun Charles Martin Hall Merkileg tímamót í iðnaðarsögu heimsins urðu fyrir 125 árum, nánar tiltekið í lok febrúar árið 1886, þegar bandarískur háskólanemi, Charles Martin Hall, sendi rafstraum í gegnum bráðnaða krýólít-súrálslausn. Afurðin varð kubbur sem Charles molaði niður með hamri. Hann var þá með í höndunum litlar kúlur úr hreinu áli. Þar með var kominn lykillinn að álframleiðslu eins og við þekkjum hana nú.
meira

20. febrúar 2011
Reynobond ál klæðir fallega hannað sjúkrahús í Chicago Reynobond ál frá Alcoa klæðir nýja og fallega hannaða byggingu Advocate Lutherian General sjúkrahússins í Bandaríkjunum.
meira

9. febrúar 2011
Námsmenn fá stjörnusjónauka að gjöf Allir grunn- og framhaldsskólar á Austurlandi fengu í gær 8. febrúar afhenta stjörnusjónauka að gjöf frá Stjarnvísindafélagi Íslands, Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009. Alcoa Fjarðaál styrkti verkefnið um 300 þúsund krónur en það miðar að því að allir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi fái stjörnusjónauka að gjöf.
meira

17. janúar 2011
Sjálfboðaliðar bjuggu til skautahöll á Egilsstöðum Nítján sjálfboðaliðar frá Alcoa Fjarðaáli og fjölskyldur þeirra unnu hörðum höndum um helgina við að koma upp skautasvelli í gamla „Bragganum“ á Egilsstöðum. Húsnæðið var áður korngeymsla Sláturhússins á Egilsstöðum en mun nú þjóna nýju hlutverki og gefa Austfirðingum tækifæri á að renna sér á skautum við prýðilegar aðstæður.
meira

14. janúar 2011
Norðursprotar veita styrki til nýsköpunar Norðursprotar veittu nýlega 10 nýsköpunarverkefnum styrki við hátíðlega athöfn í Háskólanum á Akureyri, en verkefnið var styrkt af Samfélagssjóði Alcoa.  Samanlagt hafa 29 verkefni fengið styrk  í gegnum Norðursprota. 
meira

11. janúar 2011
Hagnaður á fjórða ársfjórðungi Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, skilaði 258 milljónum Bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi 2010 sem samsvarar 30,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta er mesti hagnaður Alcoa á einum ársfjórðungi frá því á þriðja fjórðungi ársins 2008. Á sama tímabili í fyrra var 277 milljón dala tap á rekstri fyrirtækisins.
meira