Áfram

7. nóvember 2011
Risaverkefni í Sádí-Arabíu

Alcoa og sádí-arabíska námufyrirtækið Ma’aden undirrituðu nýlega samkomulag um fjármögnun annars áfanga við sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna, Ma’aden Bauxite and Alumina Company, sem unnið er að í Sádí-Arabíu. Fjármögnun áfangans nemur um einum milljarði bandaríkjadala, en alls nemur fjárfestingarkostnaður verkefnisins um 11 milljörðum dala.


Verkefnið í Sádí-Arabíu felur í sér samþætta starfsemi nokkurra fyrirtækja. Þar á meðal eru:
 
  • báxítnáma með byrjunarafkastagetu uppá fjórar milljónir tonna á ári,
  • súrálsverksmiðja, sem afkasta mun 1,8 milljónum tonna á ári í upphafi,
  • álver, sem mun framleiða um 740 milljón tonn á ári í byrjun, og
  • völsunarverksmiðja með árlega framleiðslugetu uppá 380 þúsund tonn. Verksmiðjan verður sú fyrsta sinnar tegundar í Austurlöndum nær og ein sú tæknilega fullkomnasta í heiminum.
 
Áætlað er að starfsemi álversins og völsunarverksmiðjunnar hefjist 2013 og fyrstu afurðir þeirra komi á markað ári síðar. Alcoa mun sjá álverinu fyrir súráli til að byrja með.
 
Að fjármögnun annars áfanga koma þrettán bankar, þar á meðal Commercial Bank, Riyadh Bank, Saudi French Bank, Al Rajhi Bank, SAMBA Financial Group, Al Inma Bank, Arab National Bank, Saudi British Bank, Bank AlJazira, Saudi Hollandi Bank, Saudi Investment Bank, Emirates Bank og Export Development Canada.
 
Nánar upplýsingar um verkefnið í heild eru að finna hér.