Áfram

13. september 2011
Alcoa í sjálfbærnivísitölu Dow Jones tíunda árið í röð

Alcoa var í byrjun september útnefnt tíunda árið í röð á lista yfir þau fyrirtæki sem mynda sjálfbærnivísitölur Dow Jones (Dow Jones Sustainability Indexes). Er Alcoa bæði á lista fyrirtækja sem mynda sjálfbærnivísitölu Dow Jones á heimsvísu og einnig vísitölu fyrirtækja í Norður Ameríku. Í áliðnaðinum í heild er Alcoa útnefnt leiðtoginn í greininni (Industry Leader for the Aluminum Sector).

Sjálfbærnivísitölu Dow Jones (DJSI World) á heimsvísu mynda fyrirtæki, sem þykja skara framúr í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum. Á listanum eru efstu 10 prósent fyrirtækjanna miðað við langtíma efnahags-, umhverfis- og félagsleg skilyrði stærstu fyrirtækja heims. Í sambærilegri vísitölu fyrir Norður Ameríku (DJSI North America) eru leiðandi 20 prósent stærstu fyrirtækjanna. Ýmsir þættir eru metnir við val á fyrirtækjum, en meðal þeirra eru áhættustjórnun, vörumerkjaþróun, aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, kröfur til birgja og starfsmannastefna.
 
„Við höfum í áratug verið hluti af þessari virtu sjálfbærnivísitölu og fyrir það erum við einkar stolt,“ segir Kevin Anton, aðstoðarforstjóri Alcoa og yfirmaður sjálfbærnimála. „Eiginleikar áls, mikill styrkur, lítil eðlisþyngd og mikill endurnýtanleiki, bera sannarlega vitni um sjálfbærni vörunnar og þessir þættir hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir viðskiptavini okkar.“
 
Byrjað var að reikna út sjálfbærnivísitölur Dow Jones árið 1999. Var þá í fyrsta sinn farið að meta starfsemi fyrirtækja um víða veröld á mælikvarða sjálfbærni.
 
Nánari upplýsingar finnur þú hér.