Áfram

9. júlí 2011
Ný og háþróuð tækni minnkar orkuþörf um 25% í felguverksmiðjunni í Barberton, Ohio

Alcoa mun fjárfesta í nýrri tækni á sviði endurvinnslu og málmsteypu í verksmiðju sinni í Barberton í Ohio, þar sem framleiddar eru bílfelgur fyrir ýmsa bílaframleiðendur. Nýja tæknin mun draga verulega úr orkuþörf verksmiðjunnar og útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Innleiðingin er hluti af 2,4 milljarða króna fjárfestingaráætlun fyrirtækisins vegna framleiðslu fyrir samgönguiðnaðinn.

Byggð verður ný 35 þúsund fermetra verksmiðja, sem verður sú fyrsta sinnar gerðar í Bandaríkjunum. Þar verður notast við nýja tækni til að framleiða álstangir úr endurunnu áli, sem síðan verða notaðar til að framleiða felgur. Nýja tæknin mun auka verulega sjálfbærni og afköst framleiðslunnar í Barberton. Fjárfestingin mun skapa 30 ný störf og verja þau liðlega 350 störf sem fyrir eru í núverandi verksmiðju.
 
Aukin framleiðslugeta
„Þetta mun styrkja stöðu Alcoa sem leiðandi aðila í tækniþróun, sem framleiðsluvörur okkar, þar á meðal LvL ONE® og Dura-Bright® felgurnar endurspegla vel,“ segir Tim Myers, forstjóri Alcoa Wheel and Transportation Products í Barberton. „Við erum full eftirvæntingar varðandi þá auknu framleiðslugetu sem nýja verksmiðjan mun færa okkur,“ bætti Myers við þegar hann kynnti starfsfólki og samstarfsaðilum fjárfestingaráætlunina.
 
Mikilvæg fjárfesting fyrir samfélagið
Við sama tækifæri sagði öldungadeildarþingmaðurinn Sherrod Brown að Alcoa byggði á sterkri arfleifð í Ohio og stækkun verksmiðjunnar í Barberton skjóti enn styrkari stoðum undir iðnaðarframleiðsluna í fylkinu, sem þegar sé mikil fyrir. „Það var skynsamleg ákvörðun hjá Alcoa að fjárfesta enn frekar í verksmiðju sinni í Barberton. Ohiofylki býr að mjög hæfu vinnuafli sem hefur mikla reynslu af því að framleiða gæðavörur og stækkun verksmiðjunnar skapar mjög verðmæt störf og varðveitir fjölda núverandi starfa. Þetta er mjög mikilvæg fjárfesting fyrir Summitsýslu. Ég er einnig ánægður að sjá hve Alcoa leggur mikla áherslu á aukna sjálfbærni í framleiðslu sinni, sem styrkir enn frekar þróun iðnaðarins í fylkinu,“ sagði Brown meðal annars.
 
Háþróuð framleiðsla
Álfelgurnar frá Alcoa eru háþróuð framleiðsla sem færa bæði umhverfinu og bíleigendum ýmsan ávinning. Þær eru léttar og minnka eldsneytisþörf bíla og þar með útblástur gróðurhúsaloftegunda. Þá mun hin nýja tækni sem notuð verður í verksmiðjunni í Barberton draga verulega úr kolefnisútblæstri hjá Alcoa þar sem orkunotkun verksmiðjunnar verður um 25 prósent minni þegar framkvæmdum lýkur á síðari hluta næsta árs.


DuraBright felgur


Viltu kynna þér DuraBright felgurnar frá Alcoa?
lesa meira