Áfram

20. febrúar 2011
Reynobond ál klæðir fallega hannað sjúkrahús í Chicago

Reynobond ál frá Alcoa klæðir nýja og fallega hannaða byggingu Advocate Lutherian General sjúkrahússins í Bandaríkjunum.

Sjúkrahúsið er eitt það stærsta á Chicago svæðinu og býður upp á 192 einkaherbergi fyrir sjúklinga.
 
Reynobond álið var notað sem vegg- og þakklæðing byggingarinnar að utan og innan. Ál og viður spila saman í fallegri og vistvænni hönnuninni sem vakið hefur mikla athygli. Sjúkrahúsið er það fyrsta í miðvesturríkjum Bandaríkjanna til að hljóta sérstaka gullvottun samkvæmt LEED-staðlinum fyrir vistvænar byggingar.
 
Reynobond ál frá Alcoa er notað víða um heim til að klæða byggingar enda þykir það ákaflega endingargott og áferðarfallegt. Það var m.a. verið notað til að endurklæða framhlið klassískrar byggingar að 100 Park Avenue á Manhattan í New York og nýjan og glæsilegan flugstjórnarturn á La Guardia.
 
Litríkar Reynobond álklæðingar voru einnig notaðar til að klæða íbúðabyggingar fyrir keppendur á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada árið 2010.

„Reynobond álið er mjög létt en jafnframt sterkt og endingargott. Það mætir ítrustu þörfum arkitekta vegna einstakrar hönnunar, breiðrar litalínu og þeirra gæða sem er á öllum plötueiningum. Álið kemur líka mjög vel út útlitslega séð,“ segir Sid Peterson, aðstoðarforstjóri hjá sölu og markaðssviðs byggingarvara Alcoa.
 
Vistvæn hönnun sjúkrahússbyggingarinnar felst meðal annars í grænu þaki en ofan á því er ræktað gras og ýmsar blómategundir. Meira en 90 prósent af byggingarefninu er endurunnið ál. Það kemur því ekki á óvart að byggingin hafi nú þegar hlotið allmörg verðlaun vestanhafs fyrir vistvæna og fallega hönnun.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Advocate Lutherian General sjúkrahúsið er glæsileg bygging.