Áfram

1. nóvember 2009
Sjálfboðaliðastarf á Austurlandi

Um 170 sjálfboðaliðar úr röðum starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og fjölskyldna þeirra hafa tekið þátt í margvíslegum samfélagsverkefnum á Austurlandi að undanförnu. Þetta er fjórða árið sem starfsmenn Fjarðaáls vinna að samfélagsverkefnum í sjálfboðavinnu.

Á hverju hausti leggja starfsmenn Alcoa um allan heim samfélagsmálum lið og í ár tóku yfir 22.000 manns þátt í margvíslegum verkefnum um allan heim. Auk þess að hvetja starfsfólk sitt til sjálfboðastarfa leggur Alcoa verkefnunum til peninga með hverjum starfsmanni sem leggum málefnunum   lið. Alls greiðir Samfélagsskjóður Alcoa rúmlega 2 milljónir íslenskra króna til verkefnanna sem unnin voru nú í haust á Austurlandi.
 
Verkefnin sem unnið var við í ár voru margvísleg. Á Fjarðarheiði er skáli sem Alcoa gaf gönguskíðafólki. Þar var vann starfsfólk 
Fjarðaáls við frágang við og í skálanum. Skíðaskálinn í Stafdal er gjöf frá Fjarðaáli og þar var unnið að frágangi og við undirbúning komandi skíðavertíðar.
 
Á Reyðarfirði var Björgunarsveitin Ársól aðstoðuð en þar var hlaðinn veggur sem ætlað er að koma í veg fyrir skriðuföll sem ógnað gætu húsi sveitarinnar. Þá var einnig unnið við golfvöllinn á Reyðarfirði en Golffélag Fjarðabyggðar hefur lagt mikinn metnað í að koma þar upp golfvelli. Sjálfboðaliðar létu rigningu og kulda ekki á sig fá og lögðu þökur á völlinn, ásamt því að sinna ýmsum frágangi.
 
Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum naut einnig aðstoðar sjálfboðaliðanna en þar var dyttað að húsi sveitarinnar til þess að bæta aðstöðu björgunarmanna.
 
Starfsmenn Fjarðaáls gengu í hús á Fáskrúðsfirði,  Stöðvarfirði, Reyðarfirði og Eskifirði þar sem safnað var saman fatnaði fyrir Rauða kross Íslands. Einu verkefni er ólokið en það er  vinna við nýjan strandblakvöll á Neskaupsstað.
 Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Fatasöfnun Rauða krossins á fjórum stöðum


Sjálfboðaliðar úr hópi starfsmanna Fjarðaáls og hjálparliðar unnu að fatasöfnun í þágu Rauða krossins á fjórum stöðum í Fjarðabyggð: á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Hér sjást félagar í Stöðvarfjarðardeild R.K.Í. fagna góðum árangri eftir daginn. Bolirnir eru sérprentaðir fyrir sjálfboðastarfið ár hvert.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Grjótveggur reistur á Reyðarfirði


Alls unnu 23 sjálfboðaliðar, þar af 12 starfsmenn Fjarðaáls, fyrir björgunarsveitina Ársól á Reyðarfirði. Þeir reistu vegg úr grjótgrindum til að koma í veg fyrir hugsanlega aurskriðu.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Skíðaskáli gerður klár fyrir veturinn


Þrátt fyrir snjókomu og kulda tókst sjálfboðaliðum að dytta að tveimur skíðaskálum, á Fjarðarheiði og í Stafdal - til að undirbúa vetrarvertíðina. Myndin er tekin við skíðaskálann í Stafdal.