Áfram

19. febrúar 2009
Drög að tillögu að sameiginlegri matsáætlun vegna álvers á Bakka

Alcoa, Þeistareykir ehf., Landsvirkjun og Landsnet hf., standa að sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi.

Samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra frá 31. júlí 2008 eru framkvæmdirnar háðar sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum, í samræmi við 2. mgr. 5. greinar í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Matið nær til fjögurra ofangreindra framkvæmda.
 
Tillögu að matsáætlun fyrir sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum verkefnanna fjögurra verður skilað inn til Skipulagsstofnunar samhliða nýjum tillögum að matsáætlunum fyrir Þeistareykjavirkjun og Kröfluvirkjun II.  Skipulagsstofnun hefur þegar fallist á matsáætlun Landsnets fyrir háspennulínur að Bakka og matsáætlun Alcoa fyrir álver á Bakka.
 
Matsvinnan er hafin og má nálgast drög að tillögu að matsáætlun fyrir sameiginlegt mat hér á síðunni.  Einnig eru tenglar inn á heimasíður viðkomandi fyrirtækja þar sem nálgast má matsáætlanir fyrir framkvæmdirnar fjórar.  Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netföngin rb@mannvit.is og albert@lvp.is:
 
Mannvit hf.
b.t. Rúnars D. Bjarnasonar
Grensásvegi 1
108 Reykjavík
 
Frestur til að gera athugasemdir er til 6. mars 2009.
 
Hér má skoða drög að tillögu að matsáætlun sameiginlega matsins (PDF, 3,1 Mb).
 
Tillögur að matsáætlunum framkvæmdanna fjögurra má nálgast hér:
 
Þeistareykjavirkjun
 
Kröfluvirkjun II
 
Háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík
 


Drög að tillögu að sameiginlegri matsáætlun


Mannvit hefur unnið drög að tillögu að sameiginlegri matsáætlun sem hægt er að skoða hér.
hlaða niður (3,1 MB)