Áfram

29. janúar 2008
Alcoa enn á ný á lista yfir 100 sjálfbærustu fyrirtæki heims

Alcoa var nýlega tilnefnt eitt af sjálfbærustu fyrirtækjum heims á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss.

Þetta er fjórða árið í röð sem Alcoa er á svokölluðum Global 100 lista fyrirtækja sem þykja hafa verið til fyrirmyndar varðandi sjálfbæra viðskiptahætti. Þriðjungur þeirra fyrirtækja sem voru á listanum árið 2007 hafa fallið út af honum í ár.
 
Fjölmiðlafyrirtækið Corporate Knights of Canada og ráðgjafafyrirtækið Innovest Strategic Value Advisors standa að gerð Global 100 listans. Safnað er upplýsingum um 1800 alþjóðleg fyrirtæki og frammistaða þeirra á sviði umhverfis- og samfélagsmála metin og borin saman við samkeppnisaðila.
 
Sjálfbærni hefur um langa hríð verið veigamikið áhersluatriði í allri starfsemi Alcoa.
 
Nánari upplýsingar um Global 100 listann:
http://www.global100.org/