Áfram

18. apríl 2007
Ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun vegna álvers á Bakka

Aðilar að viljayfirlýsingu vegna hugsanlegs álvers á Bakka við Húsavík, þ.e. Alcoa, Norðurþing og iðnaðarráðuneytið, hafa ákveðið að halda áfram hagkvæmniathugun og hefja vinnu við þriðja áfanga í samstarfi við Landsvirkjun og Landsnet.

Sú framtíðarsýn að byggja álver sem nýtir endurnýjanlega orku frá jarðvarma og þar með góðan vinnustað með öruggum störfum til lengri tíma á Norðurlandi, hvetur aðila til að kanna til fulls þá möguleika sem þetta einstaka tækifæri býður upp á.
 
„Það er okkur sönn ánægja að vinna áfram að verkefninu í samvinnu við Alcoa og yfirvöld.  Verði verkefnið að veruleika mun það hafa mjög jákvæð áhrif á þróun okkar samfélags.  Á því þurfum við að halda,” segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings.
 
Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa segir: „Við hjá Alcoa gleðjumst yfir því að staðaryfirvöld og iðnaðarráðuneytið séu okkur sammála um að halda áfram með frekari rannsóknir. Þetta er sameiginlegt átak og sá andi samvinnu og stuðnings sem ríkir meðal þessara þriggja aðila gefur okkur fyrirtaks grundvöll að áframhaldandi samstarfi í þágu verkefnisins."Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Bakki við Húsavík


Mynd af Bakka við Húsavík en hana tók Kristján Þ. Halldórsson um miðjan apríl 2007.